Golf

Ryder Cup: Evrópa vann fyrstu fjórar viðureignirnar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sepp Straka og Shane Lowry fagna góðu höggi
Sepp Straka og Shane Lowry fagna góðu höggi

Titilvörn Bandaríkjamanna á Ryder Cup hefst ekki vel. Lið Evrópu vann allar viðureignir í morgun og leiðir 4-0 eftir fyrstu fjórar keppnirnar þar sem spilaður var fjórmenningsleikur í holukeppni. 

Ryder Cup fer fram um helgina á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu. Fyrir hádegi í dag var kepptar fjórar viðureignir í fjórmenningi (e. foursome) og eftir hádegi verður keppt í fjórum betri bolta (e. fourball). Á morgun verður sama fyrirkomulag en á sunnudag verður keppt í tvímenningskeppni, alls 28 viðureignir samtals. 

Mikil eftirvænting ríkir fyrir mótið sem haldið er annað hvert ár til skiptis í Bandaríkjunum og Evrópu. Sænski kylfingurinn Ludvig Åberg vakti athygli fyrir spilamennsku sína í morgun en hann er að spila í fyrsta skipti á mótinu. Ludvig er aðeins 23 ára gamall en þó ekki yngsti meðlimur í liði Evrópu, Daninn Nicolai Hojgaard leikur í keppninni eftir hádegi, 22 ára að aldri. 

Á sjöundu holu var spænski kylfingurinn Jon Rahm hársbreidd frá því að setja holu í höggi, en það hefði verið í aðeins sjöunda skipti í sögu mótsins. 

Þrátt fyrir sannfærandi forystu Evrópuliðsins eftir fyrstu umferð geta hlutirnir breyst fljótt um helgina. Alls þarf 14 stig til að vinna mótið og því nóg eftir í pottinum fyrir lið Bandaríkjanna. 

Hér má sjá seinni viðureignir dagsins. Keppni hefst á nýjan leik kl. 10:25 á íslenskum tíma. 

Ryder Cup verður sýndur í beinni útsendingu alla helgina á Vodafone Sport. 


Tengdar fréttir

Liðin í Ryder-bikarnum full­mönnuð

Þjálfarar bæði liðs Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum hafa tilkynnt val sitt á leikmönnum fyrir mótið sem fram fer á Ítalíu í ár. Tæpur mánuður er í að fyrsta höggið í keppninni verði slegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×