Innlent

Ís­land hlaut brons á heims­meistara­móti öldunga í skák

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Öldungalið Íslands í skák.
Öldungalið Íslands í skák.

Öldungasveit Íslands varð í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í skák sem fram fór í Makedóníu og lauk í gær. Liðið var í baráttu um gullið allt fram í næstsíðustu umferð.

Bronslið Íslands skipuðu stórmeistararnir Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson en liðsstjóri var Jón Gunnar Jónsson.

Samkvæmt tilkynningu frá Skáksambandi Íslands fengu Íslendingarnir jafnframt þrenn borðaverðlaun fyrir einstaklingsárangur; Þröstur fékk gull fyrir bestan árangur varamanna, Margeir silfur fyrir árangurinn á þriðja borði og Jón L. brons fyrir árangurinn á fjórða borði.

Bandaríkjamenn urðu heimsmestarar en Englendingar tóku annað sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×