Sport

Gunnar Kol­beinn snýr aftur í hringinn

Aron Guðmundsson skrifar
Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga.
Kolbeinn Kristinsson hefur átt afar góðu gengi að fagna sem atvinnumaður í hnefaleikum en þurft að bíða lengi frá síðasta bardaga.

Hnefa­leika­kappinn Gunnar Kol­beinn, sem er aldrei kallaður annað en Kolli, snýr aftur í hringinn þann 30. Septem­ber í Sofi­ensa­le í Vínar­borg þar sem hann mætir Michael Bassett frá Eng­landi.

Þessi þunga­viktar­bar­dagi verður 6 lotur og verður spennandi að sjá Kolla berjast aftur en hann barðist síðast í októ­ber í fyrra þar sem hann kláraði and­stæðinginn með glæsi­legu rot­höggi.

Kolli á 13 bar­daga að baki sem at­vinnu­maður og hefur unnið þá alla og sjö þeirra hafa endað með rot­höggi.

Þjálfari Kolla, Sugar Hill, er einn þekktasti þjálfari heims og hefur meðal annars þjálfað hinn eina sanna Ty­son Fury.

„Loksins er komið að því að berjast aftur,“ segir Kolli.  „Ég var í níu vikna æfinga­búðum í sumar fyrir bar­daga sem varð því miður ekki af þar sem and­stæðingur minn þurfi að hætta við bar­dagann. Kannski sem betur fer fyrir hann. Ég barðist síðast í októ­ber í fyrra og mun mæta grimmur til leiks og mun nýta tæki­færið og sýna heiminum hverju ég er búinn að vera að vinna í síðasta árið.“

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×