Aníta Briem fer á kostum í nýjum þáttum Boði Logason skrifar 28. september 2023 09:09 Aníta Briem fer með aðalhlutverkið í þáttunum og skrifar einnig handritið að þeim. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur. Stöð 2 Ný stikla úr þáttunum Svo lengi sem við lifum er frumsýnd á Vísi í dag. Þættirnir eru hugarfóstur leikkonunnar Anítu Briem sem fer með aðalhlutverk í þáttunum og skrifar handritið að þeim. Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 og Stöð 2+ í vetur og eru þeir framleiddir af Glassriver. Stefnt er að því að sýna þættina víðar um heim undir heitinu As long as we live. Klippa: Svo lengi sem við lifum - stikla „Beta, eitt sinn efnileg tónlistarkona, finnur sig í ónýtu hjónabandi, ekki verandi sú móðir sem hún vill vera. Þegar ungur maður flytur inn á heimilið til að hjálpa með barnið og fer að leggja til „daður-verkefni“ fyrir hjónin, er Beta þvinguð til að taka áhættur og stíga aftur inn í lífið,“ segir í lýsingu á þáttunum. Það er óhætt að segja að landslið kvikmyndagerðarmanna komi að þáttunum en kvikmyndatakan er í höndum Árna Filippussonar og Ásgríms Guðbjartssonar, klipping þáttanna er í höndum Valdísar Óskarsdóttur, Guðlaugs Andra Eyþórssonar og Sigurðar Eyþórssonar og tónlistin er í höndum Kjartans Hólm, svo fáeinir séu nefndir. Leikstjóri þáttanna er Katrín Björgvinsdóttir. Með aðalhlutverk fara þau Aníta Briem, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Í samtali við Vísi í fyrra sagði Aníta að þættirnir séu ástarsaga en þó ekki hin klassíska sem við heyrum oftast um. Þættirnir fjalli um nándina og alls konar ástar- og sálarflækjur. „Oft í lífi fólks getur maður lært mikið af sögum en stundum bara að vita að maður er ekki einn í heiminum, það getur veri ótrúlega dýrmætt og skipt miklum sköpum. Svo þetta er svona óður minn til ástarinnar og lífsneistans sem getur verið alls konar á litinn.“ Þann 8. október verða allir þættirnir aðgengilegir fyrir áskrifendur Stöðvar 2 inn á Stöð 2+. Áskrifendur Stöðvar 2+ geta nálgast einn þátt á viku en þættirnir eru einnig sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Fréttin hefur verið uppfærð
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira