Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2023 16:01 Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun