Skoraði fyrsta þrist kvennaliðsins í efstu deild frá upphafi og endaði með fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 16:01 Þórskonur unnu fyrsta leik sinn í efstu deild í 45 ár. Nýliðarnir ætla að láta til sín taka í deildinni í vetur. @thormflkvk Hrefna Ottósdóttir var stjarna kvöldsins þegar nýliðar Þórs hófu leik í Subway deild kvenna með góðum sigri á Stjörnunni í gærkvöldi. Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum