Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 26. september 2023 19:02 Rakel og Marta sem starfa í móttöku hótelsins Reykjavík Lights skráðu gesti út með því að skrá upplýsingar niður á blað. Vísir/Margrét Björk Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Rafmagn kom aftur á rétt eftir klukkan 19 eftir að því hafði slegið út í um eina og hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið hafði víðtæk áhrif á starfsemi fyrirtækja. Starfsfólk pizzastaðarins Olifia þurfti að vísa gestum frá vegna rafmagnsleysis og náðu ekki að halda starfseminni gangandi. Þá þurftu starfsmenn að hringja í gesti sem eiga bókað borð og afbóka. Á pizzastaðnum Olifa var búið að kveikja á kertaljósum.Vísir/Margrét Björk Trausti Kristjánsson, framkvæmdastjóri staðarins, sagðist hafa mestar áhyggjur af hráefnum í kæli. Hann átti vonaðist að sjálfsögðu til að rafmagnsleysi yrði ekki langvarandi því annars sæu þau fram á mikið tjón. Kveikt var á kertum inni á staðnum og þeir gestir sem voru búnir að fá mat áður en rafmagnsleysið skall á létu fara vel um sig. Á veitingastaðnum Krúsku var kassakerfið úti vegna rafmagnsleysis. Þar var viðskiptavinum boðið upp á að millifæra en þeir voru vegna rafmagnsleysisins. Að sögn Steinars Þórs, eiganda staðarins, mætti einn viðskiptavinur lukkulegur með seðla og gat því keypt kjúkling. Steinar Þór, eigandi Krúsku lét rafmagnsleysið ekki mikið á sig fá.Vísir/Margrét Björk Himinlifandi með fría drykki Allt mótttökukerfið á Reykjavík Lights hótelinu á Suðurlandsbraut lá niðri vegna rafmagnsleysis. Starfsfólk skráði gesti sem mættu og yfirgáfu hótelið á blað þess í stað. Rakel og Marta í móttökunni sögðu að gestir hótelsins hafi verið himinlifandi þar sem þeim hafi verið boðið fríir drykkir á barnum vegna ástandsins. Gestir komust inn á herbergi sín enda eru aðgangskort tengd rafhlöðum. Gestir á hótelinu Reykjavik Lights fengu fría drykki á barnum.Vísir/Margrét Björk Ekki var hægt að nota lyftur hótelsins, eðli málsins samkvæmt. Hópur sem var á leiðinni átti gistingu á 6. hæð og sögðust þær Rakel og Marta hafa mestar áhyggjur af því að koma töskum þeirra alla leiðina upp á 6. hæð fari rafmagnið kæmist ekki fljótlega aftur á. Fréttatími Stöðvar 2 fór ekki í loftið á réttum tíma og rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. Það var bjart yfir sjónvarpsmanninum Sindra Sindrasyni þrátt fyrir rafmagnsleysi. Vísir/Margrét Björk
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent