Fótbolti

„Mig langaði bara að verða Íslandsmeistari sem fyrst“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Birnir Snær hefur verið frábær með Víkingum á tímabilinu.
Birnir Snær hefur verið frábær með Víkingum á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét

Birnir Snær Ingason er Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum en Víkingar tryggðu sér titilinn í gær. Hann segir Víkinga mæta vel undirbúna til leiks gegn Blikum í kvöld.

„Hún er bara sturluð. Þetta er í fyrsta skipti hjá mér og þetta er bara algjör veisla,“ sagði Birnir Snær Ingason leikmaður Víkinga rétt eftir að ljóst var að liðið var orðið Íslandsmeistari í knattspyrnu í gær.

„Þetta er bara geðveikt, mig langaði bara að verða Íslandsmeistari sem fyrst,“ bætti Birnir við en Víkingur varð Íslandsmeistari í gær án þess að spila þar sem Valsmenn náðu aðeins jafntefli gegn KR.

Birnir hefur verið frábær á tímabilinu og verið einn besti leikmaður Víkinga. Hann hefur engar áhyggjur af því að liðið mæti ekki klárt í slaginn gegn Blikum í kvöld þó titillinn sé í höfn.

„Ég held ekki. Við munum nýta okkur þetta og mæta betur undirbúnir. Þetta verður geggjaður leikur. Það er eiginlega mesta spennan í byrjun hvort það verður heiðursvörður eða ekki.“

Viðtal Svövu Kristínar íþróttafréttakonu við Birni Snæ má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Birnir Snær - Viðtal



Fleiri fréttir

Sjá meira


×