„Hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi“ Hinrik Wöhler skrifar 24. september 2023 17:17 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR og Valur gerðu 2-2 jafntefli í annarri umferð í efri hluta Bestu deildar karla í dag. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur með að taka aðeins eitt stig úr leiknum í dag á Meistaravöllum. „Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur KR Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Þetta er svekkelsi eftir að við komust yfir 2-1. Þetta var klaufalegt, við töpuðum boltanum illa og þeir gera vel. Við erum nýbúnir að komast yfir og hann [Jóhann Ingi Jónsson] flautar víti og það er auðvitað svekkjandi. Þetta var jafn leikur og liðin skiptast á að sækja, ekkert meira um það að segja. Kannski bara svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að þetta var vafasamt víti, það er alltaf leiðinlegt,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn í Vesturbænum í dag var opinn og fjörugur. Bæði lið hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum en þurftu á endanum að sætta sig eitt stigið hvort. „Við höfum spilað betur heldur en í dag en KR er flott lið og við fengum nokkur góð tækifæri. KR skapar sér sömuleiðis helling í dag en við hefðum getað komið okkur í góða stöðu í stöðunni 1-0 þegar Adam [Ægir Pálsson] fær algjört dauðafæri og það er stundum sem skilur á milli. Þegar þú færð svona dauðafæri og þá verður þú að nýta það. Við gefum ódýrt mark og þeir eru komnir aftur inn í þetta þegar þeir skora strax. Það er stutt á milli, hefði verið að gaman halda mótinu aðeins lengur á lífi en svona er þetta bara.“ Úrslitin þýða að Valur getur ekki lengur náð Víkingum að stigum og er það endanlega staðfest að Víkingur er Íslandsmeistari 2023 í Bestu deild karla. Arnar Grétarsson hefði þó viljað veita þeim samkeppni aðeins lengur en varð ekki að ósk sinni í dag. ”Við vildum halda þessu aðeins lengur á lífi svo þeir myndu þurfa hafa fyrir þessu sjálfir en maður óskar þeim til hamingju með þetta, þeir eru vel að þessu komnir. Þeir eru búnir að vera flottir og þegar þeir spila eru þetta flestir góðir leikir og þeir vinna þá sannfærandi. Þegar Víkingar spila ekki vel og eiga misgóða daga þá ná þeir samt að klára þá og það er oft með þessi meistaralið að það fellur mjög mikið með þeim.“ „Maður getur líka sagt að með vinnusemi þá falla hlutir með þér. Það hafa verið leikir þar sem liðin hefðu viljað eitthvað út úr leikjunum en þá refsa þeir þegar hin liðin gera mistök og það er mjög jákvætt fyrir lið að geta refsað þegar önnur lið gera mistök, það er týpískt fyrir alvöru meistaralið,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur KR Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti