„Þeir munu standa heiðursvörð á morgun“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. september 2023 17:11 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Víkingar urðu í dag Íslandsmeistarar í knattspyrnu án þess þó að spila. Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins segir tilfinninguna engu að síður jafn sæta. „Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Sjá meira
„Það er bara stórkostlegt. Maður er hálf meyr. Þetta er ótrúlega flottur hópur og við ákváðum að horfa á leikinn saman vonandi að vinir mínir í KR myndu tryggja okkur titilinn. Þetta er búið að vera stórkostlegt tímabil,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í samtali við Svövu Kristínu íþróttafréttakonu um leið og titilinn var í höfn. Víkingar hittust í Víkinni til þess að horfa saman á leik KR og Vals. Eftir að ljóst að sá leikur endaði með jafntefli var titillinn í höfn hjá Víkingum. Sjálfir eiga Víkingar leik við Breiðablik á Kópavogsvelli á morgun. „Á móti Breiðabliki? Nei, það verður ekkert mál. Ég get lofað þér því,“ sagði Arnar þegar Svava Kristín spurði hann hvort það yrði ekkert mál að gíra Víkingsliðið upp í leikinn gegn Blikum í ljósi þess að titillinn væri í höfn. „Þetta er orðið hörkuleikur fyrir Blika í Evrópubaráttunni og fyrir okkur að setja tóninn fyrir næsta tímabil. Mér finnst heilindi fótboltans í veði á morgun og í öllum þeim leikjum sem við eigum eftir að spila í úrslitakeppninni. Það er fullt af liðum sem eru að treysta á að við séum ekki bara komnir í frí. Það er fullt af stigum eftir í boði fyrir lið sem eru í þessari Evrópubaráttu,“ sagði Arnar áður en konfettísprengja sprakk í Víkinni með tilheyrandi látum. „Öðruvísi tilfinning en jafn sæt“ Svava Kristín spurði hann hvort það væri ekki öðruvísi að verða sófameistari heldur en að tryggja sér titilinn inni á vellinum. „Þetta er samt stressandi. Þegar þú ert kominn með hendur á þetta er þetta samt stressandi. Er þetta að fara að klikka? Þetta er úrslitakeppni á móti mjög sterkum liðum og þú getur allt í einu tekið upp á því að fara að tapa öllum leikjum.“ „Það er stutt á milli. Fyrsti titillinn var óneitanlega eftirminnilegur miðað við hvernig það ár var að þróast. Bæði vítið hjá Ingvari gegn KR og svo leikurinn gegn Leikni hér í troðfullri Víkinni. Þetta er öðruvísi tilfinning en engu að síður jafn sæt.“ „Umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í“ Víkingar hafa haft mikla yfirburði á tímabilinu og slógu meðal annars stigamet í tólf liða deild hér á landi. Einhverjir hafa velt upp þeirri spurningu hvort liðið sé það besta í sögunni og Arnar sagði gaman að heyra slíka umræðu. „Þetta er svo skemmtileg umræða því það eru svo mörg frábær lið í gegnum sögu íslensks fótbolta og margir frábærir þjálfarar. Bara að vera nefndur á sama tíma og bestu lið sögunnar það fyllir okkur mjög miklu stolti. Þetta er umræða sem mun aldrei fást nein niðurstaða í. Nema það komi einhver tímavél og láti okkur spila innbyrðis. Að vera hluti af þessum hóp er mjög skemmtilegt.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Arnar má sjá hér fyrir neðan en þar ræðir Arnar meðal annars leikinn við Breiðablik á morgun og segist viss um að Breiðablik muni standa heiðursvörð þegar Víkingar ganga inn á völlinn. Klippa: Viðtal - Arnar Gunnlaugsson
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Sjá meira