Giannis Antetokounmpo útilokar ekki að yfirgefa Bucks Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 09:57 Giannis Antetokounmpo flexar bísann. Kenyon Martin Jr. er ekki heillaður af góðu formi Giannis Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo hristi aðeins upp í NBA heiminum á dögunum þegar hann var gestur í hlaðvarpinu 48 minutes. Þar lét hann þau orð falla að ef hann ætti betri möguleika á vinna titilinn annarsstaðar yrði hann að taka honum. „Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
„Ég er leikmaður Milwaukee Bucks, en fyrst og fremst er ég sigurvegari. Ef það er betri möguleiki á að landa Larry O'Brien bikarnum í boði annarsstaðar verð ég að taka þeim möguleika.“ - sagði Antetokounmpo sem landaði titlinum eftirsótta með Bucks 2021. "I'm a Milwaukee Buck, but most importantly I'm a winner. ... If there is a better situation for me to win the Larry O'Brien I have to take that better situation."Giannis on his future with the Bucks. pic.twitter.com/XzucRXtmOv— NBA on ESPN (@ESPNNBA) September 13, 2023 Þessi ummæli hafa valdið nokkrum titringi innan deildarinnar en Antetokounmpo er þó ekki talinn vera á leiðinni frá Bucks alveg á næstunni heldur sé hann að vísa til framtíðar. Hann er samningsbundinn Milwaukee Bucks út 2025 og getur framlengt samninginn um ár í viðbót ef hann svo kýs og tekið þá heim tæpar 52 milljónir dollara, fyrir skatta. Khris Middleton, liðsfélagi Antetokounmpo, sagði þessar fréttir ekki koma honum úr jafnvægi í samtali við ESPN. Antetokounmpo væri einfaldlega einn besti leikmaðurinn í deildinni og hann vilji halda stjórn liðsins á tánum. „Þetta hefur ekki áhrif á mig persónulega og ég held að þetta hafi ekki áhrif á okkur sem lið. Ég held að hann hafi sagt eitthvað svipað hvert einasta ár þegar samningaviðræður um framlengingu á samningnum hans eru framundan.“ Antetokounmpo er sjálfur að halda sér á tánum fyrir komandi tímabil en hann fetaði í fótspor leikmanna eins og LeBron James og Kobe Bryant og æfði með Houston Rockets goðsögninni Hakeem Olajuwon á dögunum. Giannis Antetokounmpo @Giannis_An34 putting in work with @UHouston GREAT Hakeem Olajuwon @DR34M #ForTheCity x #GoCoogs pic.twitter.com/iieM94NKpE— Houston Men's Hoops (@UHCougarMBK) September 23, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira