Formúla 1

Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur

Dagur Lárusson skrifar
Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. Vísir/Getty

Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt.

Á meðan Hollendingurinn Max Verstappen sigraði báðar æfingarnar þá endaði Lewis Hamilton ekki í tíu efstu sætunum í báðum æfingunum.

„Í hreinskilni sagt þá var þetta mjög slæmur dagur fyrir mig, ég átti mjög erfitt uppdráttar. Í báðum æfingunum var ég eftir á, tveimur sekúndum eftir á í fyrri æfingunni og einni sekúndu eftir á í þeirri seinni,“ byrjaði Hamilton að segja í viðtali eftir æfingarnar.

„Núna erum við að reyna að laga bílinn, laga jafnvægið og í rauninni að finna út hvað það er sem er að. Oftar en ekki þá hefur bíllinn okkar átt erfitt með hraðar beygjur eins og til dæmis á Silverstone. Þetta er eitthvað sem við verðum að vinna að og laga, finna rétta jafnvægið og reyna að koma í veg fyrir að dekkin ofhitni ekki,“ endaði Lewis Hamilton á að segja en japanski kappaksturinn fer fram á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×