Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. september 2023 16:12 vísir/bára Vestri er á leiðinni í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir hádramatískt 1-1 jafntefli gegn Fjölni þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós. Vestri sigraði fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og mætir næst Aftureldingu í úrslitunum en þeir lögðu Leikni örugglega að velli, 5-1 samanlagt. Fjölnismenn tóku á móti Vestra í roki og rigningu í Grafarvoginum í dag. Það mátti sjá fyrir leik að allt stefndi í mikinn baráttuslag milli tveggja hnífjafnra liða. Vestramenn voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, voru mun betra liðið gegn Fjölnismönnum sem tókst engan veginn að fóta sig. Eftir að hafa legið á heimamönnum allan fyrri hálfleikinn skoraði Vladimir "Túfa" Tufegdzic mark á 38. mínútu eftir góða stungusendingu frá Benedikt Warén. Fjölnismenn heimtuðu rangstöðu en línuvörður leiksins stóð fastur á sínu og dæmdi markið réttilega á. Vestri hélt til búningsherbergjanna með fyllilega verðskuldaða forystu eftir að hafa verið mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Fjölni tókst svo að stilla strengi sína betur saman í seinni hálfleiknum, mögulega hafði vindáttin eitthvað að gera með það hvort liðið væri við taumana í leiknum, en engu að síður komu Fjölnismenn vel út í seinni hálfleikinn og spiluðu mun betur. Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði svo leikinn fyrir Fjölni strax á 49. mínútu. Markið kom eftir góðan sprett Axels Freys á hægri kantinum, hann gaf boltann út á Guðmund sem skaut rétt fyrir utan teig af miklu öryggi í hægra hornið. Allt jafnt og gríðarlega spenna að færast í leikinn. Vestramenn urðu svo manni færri aðeins fimmtán mínútum síðar þegar Ibrahima Balde var rekinn af velli. Þetta var annað skiptið í leiknum sem hann kom niður úr framherja-stöðunni til að hjálpa við varnarleikinn, braut af sér og fékk gult spjald í tvígang. Gæfan virtist vera að snúa Fjölnismönnum í vil, jafn leikur og manni fleiri, þurftu eitt mark til viðbótar og þá væru þeir sloppnir. En aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Bjarni Þór Hafstein beint rautt spjald fyrir glæfralegt brot úti á vinstri kantinum. Missti boltann frá sér, reif svo og sparkaði manninn niður. Tíu á móti tíu inni á vellinum. Fjölnismenn gerðu í kjölfarið þrefalda breytingu þar sem framherjinn Bjarni Gunnarsson var tekinn af velli. Þeir spiluðu boltanum vel á milli sín það sem eftir var leiks og reyndu að koma honum á markið en varð ekki ánægjan úr erfiðinu í þetta skiptið. Vestramenn hægðu á leiknum, vörðust vel og tryggðu sér sigurinn í þessu einvígi. Afhverju vann Vestri? Vestfirðingarnir byrjuðu leikinn miklu betur og vörðust mjög vel þegar þess þurfti. Voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, komust marki yfir og það dugði til gegn andlausum Fjölnismönnum. Hverjir stóðu upp úr? Markaskorarinn Túfa var mjög góður í þessum leik, sem og öll sóknarlína Vestra í fyrri hálfleik. Silas Songani var sérlega hættulegur á hægri kantinum. Hvað gekk illa? Fjölnir byrjaði þennan leik algjörlega á afturfótunum, spilið gekk illa svo þeir leituðu hátt og langt í fyrri hálfleiknum sem gekk enn verr. Loks snerist gæfan í seinni hálfleik en þá missir Bjarni Þór hausinn, lætur reka sig af velli og jafnar leikvöllinn á ný. Hvað gerist næst? Vestri leikur úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, klukkan 16:00. Sigurvegari þess leiks fær sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili. Lengjudeild karla Fjölnir Vestri
Vestri er á leiðinni í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir hádramatískt 1-1 jafntefli gegn Fjölni þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós. Vestri sigraði fyrri leikinn 1-0 á heimavelli og mætir næst Aftureldingu í úrslitunum en þeir lögðu Leikni örugglega að velli, 5-1 samanlagt. Fjölnismenn tóku á móti Vestra í roki og rigningu í Grafarvoginum í dag. Það mátti sjá fyrir leik að allt stefndi í mikinn baráttuslag milli tveggja hnífjafnra liða. Vestramenn voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn, voru mun betra liðið gegn Fjölnismönnum sem tókst engan veginn að fóta sig. Eftir að hafa legið á heimamönnum allan fyrri hálfleikinn skoraði Vladimir "Túfa" Tufegdzic mark á 38. mínútu eftir góða stungusendingu frá Benedikt Warén. Fjölnismenn heimtuðu rangstöðu en línuvörður leiksins stóð fastur á sínu og dæmdi markið réttilega á. Vestri hélt til búningsherbergjanna með fyllilega verðskuldaða forystu eftir að hafa verið mun betri aðilinn allan fyrri hálfleikinn. Fjölni tókst svo að stilla strengi sína betur saman í seinni hálfleiknum, mögulega hafði vindáttin eitthvað að gera með það hvort liðið væri við taumana í leiknum, en engu að síður komu Fjölnismenn vel út í seinni hálfleikinn og spiluðu mun betur. Guðmundur Karl Guðmundsson jafnaði svo leikinn fyrir Fjölni strax á 49. mínútu. Markið kom eftir góðan sprett Axels Freys á hægri kantinum, hann gaf boltann út á Guðmund sem skaut rétt fyrir utan teig af miklu öryggi í hægra hornið. Allt jafnt og gríðarlega spenna að færast í leikinn. Vestramenn urðu svo manni færri aðeins fimmtán mínútum síðar þegar Ibrahima Balde var rekinn af velli. Þetta var annað skiptið í leiknum sem hann kom niður úr framherja-stöðunni til að hjálpa við varnarleikinn, braut af sér og fékk gult spjald í tvígang. Gæfan virtist vera að snúa Fjölnismönnum í vil, jafn leikur og manni fleiri, þurftu eitt mark til viðbótar og þá væru þeir sloppnir. En aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Bjarni Þór Hafstein beint rautt spjald fyrir glæfralegt brot úti á vinstri kantinum. Missti boltann frá sér, reif svo og sparkaði manninn niður. Tíu á móti tíu inni á vellinum. Fjölnismenn gerðu í kjölfarið þrefalda breytingu þar sem framherjinn Bjarni Gunnarsson var tekinn af velli. Þeir spiluðu boltanum vel á milli sín það sem eftir var leiks og reyndu að koma honum á markið en varð ekki ánægjan úr erfiðinu í þetta skiptið. Vestramenn hægðu á leiknum, vörðust vel og tryggðu sér sigurinn í þessu einvígi. Afhverju vann Vestri? Vestfirðingarnir byrjuðu leikinn miklu betur og vörðust mjög vel þegar þess þurfti. Voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik, komust marki yfir og það dugði til gegn andlausum Fjölnismönnum. Hverjir stóðu upp úr? Markaskorarinn Túfa var mjög góður í þessum leik, sem og öll sóknarlína Vestra í fyrri hálfleik. Silas Songani var sérlega hættulegur á hægri kantinum. Hvað gekk illa? Fjölnir byrjaði þennan leik algjörlega á afturfótunum, spilið gekk illa svo þeir leituðu hátt og langt í fyrri hálfleiknum sem gekk enn verr. Loks snerist gæfan í seinni hálfleik en þá missir Bjarni Þór hausinn, lætur reka sig af velli og jafnar leikvöllinn á ný. Hvað gerist næst? Vestri leikur úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, klukkan 16:00. Sigurvegari þess leiks fær sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti