Munaði um hvern mann í björgunaraðgerðum gærkvöldsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2023 13:16 Betur fór en á horfðist þegar rannsóknarskip strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Aðgerðir gengu hratt og örugglega fyrir sig og segir aðgerðarstjóri að það hafi munað mikið um framlag hvers og eins. Landsbjörg Það gekk hratt og örugglega að koma rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni á flot eftir að það strandaði á Sveinseyri í gærkvöldi. Flytja þurfti átta skipverja af tuttugu frá borði og í fjöldahjálparstöð á Tálknafirði. Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári. Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, sem stýrði björgunaraðgerðum, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að vel hafi gengið en að mikið hafi munað um aðstoð áhafna á tveimur norskum skipum sem lögðu hönd á plóg. Ekki er enn vitað hvað varð til þess að skipið strandaði en rannsókn á tildrögunum er í höndum RNSA. Tilkynning um strandið barst með hæsta forgangi um hálf tíu leytið í gærkvöldi og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar auk annarra skipa kölluð út. Tuttugu voru um borð í rannsóknarskipi Hafrannsóknarstofnunar þegar það strandaði. Smári Gestsson, umsjónarmaður Varðar á Patreksfirði, stýrði björgunaraðgerðum í gærkvöldi en á leiðinni að skipinu fann hann út í samráði við skipstjóra Bjarna Sæmundssonar að óhætt væri að draga skipið. Tvö norsk þjónustuskip fyrir fiskeldið voru á svæðinu með neðansjávardróna sem komu að góðum notum þar sem hægt var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hefja aðgerðir eftir að hafa skoðað botn skipsins og útilokað leka og skemmdir. „Þá ákváðum við að binda alla þrjá bátana aftan í togara, sem sagt Vörðurinn, Fosnafjord og Fosnakongen, þessi norsku, og við toguðum samtaka í togarann allir þrír og svo hafði ég samband við skipstjórann á strandaða skipinu og hann sagðist treysta sér til að reyna að bakka með líka, sem hann gerði, og það tók bara enga stund að losa hann af strandstað. Ég reyndar hafði ekki mikla trú á að við næðum að draga hann út því hann hallaði töluvert í bakborða frá landi og lá alveg með landinu í grjótinu þar. Ég hafði ekki mikla trú á þessu en þetta gekk alveg einn, tveir og þrír.“ Áður en skipið var dregið var búið að hjálpa átta af tuttugu skipverjum frá borði og voru þeir fluttir til Tálknafjarðar þar sem björgunarsveitin var búin að opna fjöldahjálparstöð. Smári segir að vel hafi gengið en nauðsynlegt sé að fá nýrri og hraðskreiðari skip til björgunar. „Þú sérð það að Vörðurinn, við erum þarna þrjú korter, klukkutíma að sigla þetta á fjórtán mílum sem er hámarkshraðinn á þessum pramma sem við erum með en nýju skipin eru að ganga einhverjar þrjátíu og fimm mílur við bestu skilyrði og við hefðum verið ansi mikið fljótari á staðinn ef við værum komin með nýtt skip,“ segir Smári.
Tálknafjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56 Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Rannsóknarskip Hafró strand í Tálknafirði Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar. 21. september 2023 21:56
Bjarni kominn á flot Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 22. september 2023 00:00