Enski boltinn

Breska ríkisstjórnin neitar að afhenda gögn tengd máli Man City

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mynd úr æfingaferð Man City til Abu Dhabi.
Mynd úr æfingaferð Man City til Abu Dhabi.

Breska ríkisstjórnin hefur staðfest að sendiráð sitt í Abu Dhabi hafi rætt við utanríkis- og samveldisráðuneyti Bretlands um ákærurnar sem borist hafa á hendur Manchester City í tengslum við brot á fjármálareglum. 

Kæran gegn Man City barst í febrúar á þessu ári og var þar greint frá því að liðið hefði 115 sinnum gerst brotlegt á reglum um rekstur fótboltafélaga frá árunum 2009–18. Liðið hafði áður verið dæmt brotlegt af UEFA og dæmt úr öllum Evrópukeppnum árið 2020, því banni var þó áfrýjað og seinna aflétt af Alþjóða íþróttadómstólnum. 

Nú greinir The Athletic frá því að breska ríkisstjórnin hefur blandað sér í málið og rætt við fulltrúa í ríkisstjórn Sameinuðu Arabísku furstadæmanna. Miðillinn hefur sóst eftir upplýsingum um málið á grundvelli laga um upplýsingafrelsi en breska ríkisstjórnin neitar að gefa þær upp. 

Ráðuneytið í Bretlandi hefur staðfest tilvist gagnanna og að málið hafi verið rætt á fundum við sendiráð sitt í furstadæmunum. Þeir segja málið snerta almannahag og utanríkissamskipti milli ríkjanna og yrðu þessi gögn gerð opinber myndi það skaða sambandið milli Bretlands og Sameinuðu Arabísku furstadæmanna. 

Manchester City er vissulega í eigu Sheikh Mansour, varaforseta ríkisins, en klúbburinn hefur ítrekað marg oft að hann sé ekki í eigu ríksins líkt og Newcastle er í eigu ríkissjóðs Sádí-Arabíu.

Það þykir því áhugavert að breska ríkisstjórnin telji þessa gögn geta skaðað ríkjasambandið þegar Manchester City hefur neitað öllum ásökunum í málinu. 


Tengdar fréttir

Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni

Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.

„Var það okkur að kenna þegar Gerrard rann?“

Pep Guardiola segir að rannsókn vegna meintra brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinanr breyti engu hvað varðar þá titla sem félagið hefur unnið til á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×