Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 10:47 John Grisham og George R.R. Martin eru meðal þeirra rithöfunda sem hafa höfðað mál gegn OpenAI vegna gervigreindarinnar ChatGPT. AP Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni. Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni.
Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira