Hetjuleg barátta Blika í Tel Aviv Dagur Lárusson skrifar 21. september 2023 21:00 Breiðablik er mætt til Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Sambandsdeildinni í kvöld en lokatölur voru 3-2. Klæmint Olsen skoraði bæði mörk Breiðabliks. Það var ljóst strax í byrjun leiks að bæði lið vildu pressa hátt uppi á vellinum og náði Blikar oftar en einu sinni að vinna boltann hátt uppi á vellinum en engin alvöru færi komu þó út úr því. Fyrsta mark leiksins kom á 11.mínútu en þá fékk Yvann Macon boltann langt fyrir utan teig og hann ákvað að láta vaða og boltinn söng í netinu. Anton Ari átti ekki möguleika í boltann og staðan orðin 1-0 fyrir Maccabi. Á þessum tímapunkti í leiknum var Maccabi með mikla yfirburði í leiknum og náðu leikmenn liðsins að skapa nokkur færi. Annað mark liðsins kom síðan á 24.mínútu en þá fékk markahrókurinn Eran Zahavi boltann inn á teig með varnarmann í bakinu en náði að snúa með boltann og skjóta boltanum í hornið. Virkilega vel gert og staðan orðin 2-0 fyrir Maccabi. Róðurinn varð ennþá þyngri fyrir Blika á 32.mínútu en þá átti Dor Peretz skot að marki sem endaði sem sem ágætis sending inn á teig á Dan Biton sem kom á ferðinni og skoraði framhjá Antoni Ara. Allt benti til þess að staðan yrði 3-0 í hálfleik en Blikar voru ekki á þeim buxunum. Á 44.mínútu náðu Blikar upp frábæru spili á miðjunni sem endaði með því að Alexander Helgi átti flotta sendingu upp völlinn hægra megin á Jason Daða. Jason tók boltann með sér áður en hann gaf inn á teig á Klæmint Olsen sem skaut boltanum í fyrsta og staðan orðin 3-1 og þannig var hún í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn líflegur og sá fyrri en Blikar náðu þó að minnka muninn heldur snemma en það gerðist á 55.mínútu. Þá tók Alexander Helgi hornspyrnu sem endaði á kollinum á Klæmint Olsen sem skoraði sitt annað mark. Staðan orðin 3-2 og mikið eftir af leiknum. Eftir þetta mark róaðist leikurinn þó mikið niður og hvorugu liðinu tókst að skapa alvöru marktækifæri og því fór sem fór. Góð frammistaða hjá Breiðablik á erfiðum útivelli. Af hverju vann Maccabi? Bæði lið áttu sína góðu kafla í leiknum en besti kafli Maccabi í leiknum var full stór og gerði í raun út um leikinn. Ef Blikar hefðu átt aðeins meira á tanknum undir lok leiks þá hefðu þeir klárlega geta jafnað leikinn. Hverjir stóðu uppúr? Gísli Eyjólfsson var allt í öllu hjá Blikum. Það var hann sem fór fyrir liðinu í byrjun leiks, tók nokkur skot og var virkilega líflegur. Það er hinsvegar ekki hægt að líta framhjá Klæmint Olsen sem skoraði bæði mörk Blika. Hjá Maccabi var Dan Biton þeirra besti maður. Hvað fór illa? Varnarleikurinn var ekki nægilega góður á þessum góða kafla hjá Maccabi en þriðja markið til dæmis var virkilega klaufalegt. „Stoltur af liðinu og það var mikill kraftur í okkur“ Gísli EyjólfssonVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Já þetta eru kannski blendnar tilfinningar, stoltið er alveg þarna en líka mikið svekkelsi, við komum hérna til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Það endaði á því að við fengum ekkert út úr þessu sem er virkilega svekkjandi en jú, stoltur af liðinu og það var mikill kraftur í okkur, mikil barátta en mér fannst við eiga skilið aðeins meira úr þessum leik“ sagði Gísli Eyjólfsson strax að leik loknum. Hann segist upplifa blendnar tilfinngingar við að uppskera tap eftir svo góðu frammistöðu. Hugarfar liðsins var gott en þeir sýndu andstæðingnum of mikla virðingu til að byrja með. „Það er búið að „imprinta“ það í hausinn á öllum hérna að það er engin minnimáttarkennd, við kannski byrjuðum á því að sýna þeim of mikla virðingu, en um leið og það fór þá stigu allir upp og við byrjuðum að spila okkar bolta. En þetta er aðallega svekkjandi bara.“ Miðjumaðurinn knái segir sína frammistöðu hafa heilt verið allt í lagi en viðurkennir að hafa getað gert betur í tveimur tilfellum. „Sóknarlega, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, tvö skot þarna þar sem maður hefði átt að gera betur. Baráttan var góð, pressan var góð og við vorum að finna fínar sendingar þarna fram á við. Heilt yfir allt í lagi frammistaða.“ Gísli segir að lokum að Breiðablik ætli sér að gefa mótherjum sínum alvöru leiki og gera enn betur en í dag. „Jú, það er búið að vera mjög skýrt að við ætlum ekki bara að vera túristar og taka þátt. Við ætlum okkur að gera hluti í þessu og viljum gera betur en í dag.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Sambandsdeildinni í kvöld en lokatölur voru 3-2. Klæmint Olsen skoraði bæði mörk Breiðabliks. Það var ljóst strax í byrjun leiks að bæði lið vildu pressa hátt uppi á vellinum og náði Blikar oftar en einu sinni að vinna boltann hátt uppi á vellinum en engin alvöru færi komu þó út úr því. Fyrsta mark leiksins kom á 11.mínútu en þá fékk Yvann Macon boltann langt fyrir utan teig og hann ákvað að láta vaða og boltinn söng í netinu. Anton Ari átti ekki möguleika í boltann og staðan orðin 1-0 fyrir Maccabi. Á þessum tímapunkti í leiknum var Maccabi með mikla yfirburði í leiknum og náðu leikmenn liðsins að skapa nokkur færi. Annað mark liðsins kom síðan á 24.mínútu en þá fékk markahrókurinn Eran Zahavi boltann inn á teig með varnarmann í bakinu en náði að snúa með boltann og skjóta boltanum í hornið. Virkilega vel gert og staðan orðin 2-0 fyrir Maccabi. Róðurinn varð ennþá þyngri fyrir Blika á 32.mínútu en þá átti Dor Peretz skot að marki sem endaði sem sem ágætis sending inn á teig á Dan Biton sem kom á ferðinni og skoraði framhjá Antoni Ara. Allt benti til þess að staðan yrði 3-0 í hálfleik en Blikar voru ekki á þeim buxunum. Á 44.mínútu náðu Blikar upp frábæru spili á miðjunni sem endaði með því að Alexander Helgi átti flotta sendingu upp völlinn hægra megin á Jason Daða. Jason tók boltann með sér áður en hann gaf inn á teig á Klæmint Olsen sem skaut boltanum í fyrsta og staðan orðin 3-1 og þannig var hún í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki jafn líflegur og sá fyrri en Blikar náðu þó að minnka muninn heldur snemma en það gerðist á 55.mínútu. Þá tók Alexander Helgi hornspyrnu sem endaði á kollinum á Klæmint Olsen sem skoraði sitt annað mark. Staðan orðin 3-2 og mikið eftir af leiknum. Eftir þetta mark róaðist leikurinn þó mikið niður og hvorugu liðinu tókst að skapa alvöru marktækifæri og því fór sem fór. Góð frammistaða hjá Breiðablik á erfiðum útivelli. Af hverju vann Maccabi? Bæði lið áttu sína góðu kafla í leiknum en besti kafli Maccabi í leiknum var full stór og gerði í raun út um leikinn. Ef Blikar hefðu átt aðeins meira á tanknum undir lok leiks þá hefðu þeir klárlega geta jafnað leikinn. Hverjir stóðu uppúr? Gísli Eyjólfsson var allt í öllu hjá Blikum. Það var hann sem fór fyrir liðinu í byrjun leiks, tók nokkur skot og var virkilega líflegur. Það er hinsvegar ekki hægt að líta framhjá Klæmint Olsen sem skoraði bæði mörk Blika. Hjá Maccabi var Dan Biton þeirra besti maður. Hvað fór illa? Varnarleikurinn var ekki nægilega góður á þessum góða kafla hjá Maccabi en þriðja markið til dæmis var virkilega klaufalegt. „Stoltur af liðinu og það var mikill kraftur í okkur“ Gísli EyjólfssonVÍSIR/HULDA MARGRÉT „Já þetta eru kannski blendnar tilfinningar, stoltið er alveg þarna en líka mikið svekkelsi, við komum hérna til þess að fá eitthvað út úr þessum leik. Það endaði á því að við fengum ekkert út úr þessu sem er virkilega svekkjandi en jú, stoltur af liðinu og það var mikill kraftur í okkur, mikil barátta en mér fannst við eiga skilið aðeins meira úr þessum leik“ sagði Gísli Eyjólfsson strax að leik loknum. Hann segist upplifa blendnar tilfinngingar við að uppskera tap eftir svo góðu frammistöðu. Hugarfar liðsins var gott en þeir sýndu andstæðingnum of mikla virðingu til að byrja með. „Það er búið að „imprinta“ það í hausinn á öllum hérna að það er engin minnimáttarkennd, við kannski byrjuðum á því að sýna þeim of mikla virðingu, en um leið og það fór þá stigu allir upp og við byrjuðum að spila okkar bolta. En þetta er aðallega svekkjandi bara.“ Miðjumaðurinn knái segir sína frammistöðu hafa heilt verið allt í lagi en viðurkennir að hafa getað gert betur í tveimur tilfellum. „Sóknarlega, sérstaklega fyrri hálfleikurinn, tvö skot þarna þar sem maður hefði átt að gera betur. Baráttan var góð, pressan var góð og við vorum að finna fínar sendingar þarna fram á við. Heilt yfir allt í lagi frammistaða.“ Gísli segir að lokum að Breiðablik ætli sér að gefa mótherjum sínum alvöru leiki og gera enn betur en í dag. „Jú, það er búið að vera mjög skýrt að við ætlum ekki bara að vera túristar og taka þátt. Við ætlum okkur að gera hluti í þessu og viljum gera betur en í dag.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti