„Áþreifanleg ruðningsáhrif“ vegna uppgangs í ferðaþjónustu
Uppgangur ferðaþjónustu hefur stuðlað að litlu atvinnuleysi og sett mikinn þrýsting á aðra innviði, þar með talið húsnæðismarkað þar sem meirihluti nýs starfsfólks í ferðaþjónustu kemur erlendis frá, segir Seðlabankinn. Ruðningsáhrif atvinnugreinarinnar hafa því verið „áþreifanleg“ en hún hefur um leið átt mestan þátt í að stuðla að batnandi viðskiptajöfnuði.