Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. september 2023 07:00 Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. Hrafnhildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt Hrafnkeli Sigurðssyni og Kurt Uenala en saman standa þau að sýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Hrafnhildur flutti til New York fyrir tæpum þremur áratugum síðan og hefur verið að gera öfluga hluti í listheiminum bæði erlendis sem og hér heima en litrík hárverk hennar eru einkennandi fyrir hennar listsköpun. Hún var fulltrúi okkar Íslendinga á Feneyjartvíæringnum árið 2019 og hefur meðal annars unnið með Björk Guðmundsdóttur og fyrirtækjum á borð við &Other stories, Hay og Moncler. Þá hefur hún einnig sett upp listasýningar víða um heiminn. Búin að sanna sig fyrir sjálfri sér Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að egóið sé í raun óumflýjanlegt er farið að vera auðveldara fyrir hana að láta það ekki ráða förinni. „Maður er líka kannski búinn að sanna sig fyrir sjálfri sér og svo veit ég líka að það sem kemur frá mér, það er einfaldlega það sem kemur frá mér í dag. Ég stend með því og ég stend undir því. Það er það besta sem ég er að gera núna og það gerðist af alls konar ástæðum og aðstæðum og það er spennandi. Það er líka mikilvægt að leyfa sér að skipta um skoðanir. Þetta snýst svo mikið um að koma sér á óvart, koma sjálfum sér á óvart og hvort öðru á óvart.“ View this post on Instagram A post shared by Shoplifter (@shoplifterart) Mikilvægt að vera þátttakandi í íslensku menningarlífi Þrátt fyrir að hafa verið búsett erlendis í langan tíma þykir Hrafnhildi bæði gott og mikilvægt að halda alltaf góðri tengingu við Ísland. „Ég er svo ánægð að ég hafi valið New York því þetta er svo nálægt og mig langaði að vera einhvers staðar þar sem ég fengi annan púls í samfélagi sem er svona fjölþjóðlegt. Ég held að mér líði vel þar af því ég hef svo greiðan aðgang að Íslandi. Hér heima á ég rosalega stóra og góða fjölskyldu og það skiptir mig miklu máli að vera þátttakandi í íslensku menningarlífi. Það hefur mér tekist sem er frábært, að hverfa bara ekki út í heim,“ segir Hrafnhildur kímin. „Börnin mín eru fædd í New York en þau koma líka með mér hingað heim. Þegar Covid skall svo á var ég ekki lengi að koma hingað með dóttur mína og við vorum hér í eitt og hálft ár. Þá hafði ég ekki verið hérna í fjórar árstíðir í röð í þrjátíu ár.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Bandaríkin Íslendingar erlendis Sýningar á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Hrafnhildur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt Hrafnkeli Sigurðssyni og Kurt Uenala en saman standa þau að sýningunni Þing/Thing í Ásmundarsal. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Hrafnhildur flutti til New York fyrir tæpum þremur áratugum síðan og hefur verið að gera öfluga hluti í listheiminum bæði erlendis sem og hér heima en litrík hárverk hennar eru einkennandi fyrir hennar listsköpun. Hún var fulltrúi okkar Íslendinga á Feneyjartvíæringnum árið 2019 og hefur meðal annars unnið með Björk Guðmundsdóttur og fyrirtækjum á borð við &Other stories, Hay og Moncler. Þá hefur hún einnig sett upp listasýningar víða um heiminn. Búin að sanna sig fyrir sjálfri sér Hrafnhildur segir að þrátt fyrir að egóið sé í raun óumflýjanlegt er farið að vera auðveldara fyrir hana að láta það ekki ráða förinni. „Maður er líka kannski búinn að sanna sig fyrir sjálfri sér og svo veit ég líka að það sem kemur frá mér, það er einfaldlega það sem kemur frá mér í dag. Ég stend með því og ég stend undir því. Það er það besta sem ég er að gera núna og það gerðist af alls konar ástæðum og aðstæðum og það er spennandi. Það er líka mikilvægt að leyfa sér að skipta um skoðanir. Þetta snýst svo mikið um að koma sér á óvart, koma sjálfum sér á óvart og hvort öðru á óvart.“ View this post on Instagram A post shared by Shoplifter (@shoplifterart) Mikilvægt að vera þátttakandi í íslensku menningarlífi Þrátt fyrir að hafa verið búsett erlendis í langan tíma þykir Hrafnhildi bæði gott og mikilvægt að halda alltaf góðri tengingu við Ísland. „Ég er svo ánægð að ég hafi valið New York því þetta er svo nálægt og mig langaði að vera einhvers staðar þar sem ég fengi annan púls í samfélagi sem er svona fjölþjóðlegt. Ég held að mér líði vel þar af því ég hef svo greiðan aðgang að Íslandi. Hér heima á ég rosalega stóra og góða fjölskyldu og það skiptir mig miklu máli að vera þátttakandi í íslensku menningarlífi. Það hefur mér tekist sem er frábært, að hverfa bara ekki út í heim,“ segir Hrafnhildur kímin. „Börnin mín eru fædd í New York en þau koma líka með mér hingað heim. Þegar Covid skall svo á var ég ekki lengi að koma hingað með dóttur mína og við vorum hér í eitt og hálft ár. Þá hafði ég ekki verið hérna í fjórar árstíðir í röð í þrjátíu ár.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Bandaríkin Íslendingar erlendis Sýningar á Íslandi Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira