Skaðleg kynfræðsla? Anna Eir Guðfinnudóttir, Arna Garðarsdóttir og Helga Sigfúsdóttir skrifa 18. september 2023 10:01 Erfitt hefur verið að fylgjast með umræðunni um kynfræðslu síðustu daga. Svo virðist sem margir haldi að kynfræðsla sé á einhvern hátt skaðleg heilbrigði barna, og hættuleg fyrir samfélagið sem heild. Kynfræðsla er hvorki skaðleg né hættuleg. Þvert á móti hefur góð og alhliða kynfræðsla jákvæð áhrif á sjálfstraust nemenda þegar kemur að eigin kynheilbrigði, heilbrigðum samskiptum við aðra og getu til þess að setja mörk. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á jákvæð áhrif kynfræðslu t.d. þegar kemurað aukinni notkun getnaðarvarna, lækkaðri tíðni þungunarrofa og lækkaðri tíðni kynsjúkdómasmita (Jaramillo o.fl., 2017; Nurgitz o.fl., 2021; Reis o.fl., 2011). Erfitt er því að finna rök á móti kynfræðslu. Þrátt fyrir það bendir samfélagsumræða síðustu daga til bakslags þegar kemur að slíkri fræðslu. Hvaðan kemur þessi ótti, neikvæðni og gagnrýni? Líkt og með öll önnur fög í skóla þá byrja börn að læra grundvallaratriði þeirra. Í stærðfræði byrja börn að læra tölustafi og í íslensku byrja börn að læra bókstafi. Stærðfræði í 1. bekk myndi aldrei byrja á algebru og enginn 1.bekkingur byrjar að læra viðtengingarhátt nútíðar og þátíðar. Það sama á við um kynfræðslu. Í fyrstu byrja börn að læra um líkama sinn og hvernig eigi að tala um hann. Eftir því sem börnin eldast, því ítarlegra verður námsefnið og þau byrja að læra meira um kynheilbrigði og samfélagið sem heild. Mikilvægi kynfræðslu Mikið hefur verið talað um að skólar eigi ekki að sjá um kynfræðslu sem sjá má t.d. í umræðu varðandi kynfræðsluefnið sem Menntamálastofnun gaf nýverið út. Í stað skóla sé það hlutverk foreldra að fræða börn sín um þessi málefni. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er slík fræðsla kölluð óformleg fræðsla, þ.e. það félagslega umhverfi barns sem veitir því stuðning og þekkingu um kynheilbrigði. Slík fræðsla er mjög mikilvæg, sérstaklega á fyrstu árum barnsins. Þegar skólaganga hefst tekur síðan við formleg kynfræðsla sem bætir upp það sem óformleg fræðsla veitir ekki. Formleg kynfræðsla gefur börnum tækifæri til að afla sér sérstakrar þekkingar, viðhorfa og færni um kynheilbrigði sem byggir á gagnreyndum upplýsingum. (WHO og BZgA, 2010). Eftir því sem börn verða eldri eykst síðan þörfin fyrir formlegri kynfræðslu (Ketting og Ivanova, 2018). Með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum þá hafa börn og unglingar aldrei haft jafn opið aðgengi að alls kyns upplýsingum sem erfitt er að greina í sundur hvort séu áreiðanlegar eða ekki. Umfjöllun um kynlíf og birtingarmyndir þess er að finna víða á Internetinu, sem hluta af dægurmenningu, í fjölmiðlum og í hversdagslegum samskiptum við fólk. Þar fáum við fjölbreytta en oft mótsagnakennda mynd af kynlífi, t.d. hvernig það á að vera og hvernig eigi að hegða sér í ýmsum aðstæðum. Börn og unglingar eru mjög forvitin um kynheilbrigði og kynhegðun og ef kynfræðsla mætir ekki fræðsluþörfum þeirra eru þau líkleg til þess að leita sér upplýsinga á Internetinu. Slíkt getur verið mjög varasamt, bæði vegna rangra upplýsinga og vegna þess hve aðgengilegt klám getur verið (Nelson o.fl., 2019; Pingel o.fl., 2013). Til að forðast þetta og mæta þessari eðlilegu forvitni er mikilvægt og nauðsynlegt að þau hafi aðgang að áreiðanlegum heimildum sem veita þeim gagnlegar upplýsingar um kynheilbrigði. Eins og einn nemandi í kynheilbrigðisáfanga í framhaldsskóla orðar það: „Í stað þess að bera mig saman við stelpurnar í sundklefanum hefði ég getað fengið raunverulega kynfræðslu um minn eigin líkama (sem gegnir svo stóru hlutverk í lífi barns/unglings) og liðið svo mikið betur.“ Þess vegna er kynfræðsla mikilvæg. Hinsegin fræðsla Á hverjum degi byggja skólar upp nýja kynslóð sem þarf að fá sem besta þekkingu til þess að vera heilbrigð og halda áfram að byggja upp samfélagið í framtíðinni. Það er því mikilvægt að kynfræðslan taki mið að fjölbreyttum þörfum nemenda (eins og allt skólastarf á að gera). Í íslenskri rannsókn á líðan hinsegin nemenda í 10. bekk kom í ljós að hinsegin unglingar meta lífsánægju sína mun lakari heldur en gagnkynhneigðir og sískynja jafnaldrar þeirra (Sigrún Sveinbjörnsdóttir o.fl., 2010). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra alþjóðlegra rannsókna, sem almennt benda til lakari andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar stöðu hinsegin unglinga og eru þeir töluvert líklegri til að upplifa einelti, mismunun og fordóma heldur en jafnaldrar þeirra (Ancheta o.fl., 2021; Madireddy og Madireddy, 2022; Proulx o.fl., 2019). Sýnt hefur verið fram á að kynfræðsla sem fjallar um málefni hinsegin einstaklinga minnkar líkur á geðröskunum eins og kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsunum sem og dregur úr fordómum í garð þeirra (Gowen og Winges-Yanez, 2014; Proulx o.fl. 2019). Kynfræðsla ætti því alltaf að fjalla um málefni hinsegin einstaklinga. Miðað við rannsóknir síðustu ára er hlutverk skóla varðandi kynfræðslu óumdeilt og ber þeim skylda samkvæmt aðalnámskrá að fræða börn og unglinga um kynheilbrigði (sjá Aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla). Öll skólastig eiga að stuðla að alhliða þroska allra nemenda, mennta þá og undirbúa fyrir lífið. Í þessu samhengi - hvað er þá mikilvægara en kynfræðsla? Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Samtökum um kynheilbrigði. Anna Eir Guðfinnudóttir, framhaldsskólakennari Arna Garðarsdóttir, framhaldsskólahjúkrunarfræðingur og doktorsnemi Helga Sigfúsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum með áherslu á kynheilbrigði Heimildaskrá Ancheta, A. J., Bruzzese, J. M. og Hughes, T. L. (2021). The Impact of positive school climate on suicidality and mental health among LGBTQ adolescents: A systematic review. The Journal of School Nursing, 37(2), 75–86. https://doi.org/10.1177/1059840520970847 Gowen, L. K. og Winges-Yanez, N. (2014). Lesbian, gay, bisexual, transgender, queer, and questioning youths’ perspectives of inclusive school-based sexuality education. The Journal of Sex Research, 51(7), 788–800. https://doi:10.1080/00224499.2013.806648 Jaramillo, N., Buhi, E. R., Elder, J. P. og Corliss, H. L. (2017). Associations between sex education and contraceptive use among heterosexually active, adolescent males in the United States. Journal of Adolescent Health, 60(5), 534–540. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2016.11.025 Ketting, E. og Ivanova, O. (ritstjórar). (2018). Sexuality education in Europe and Central Asia. State of the art and recent developments. An overview of 25 countries. Federal Centre for Health Education, BZgA og The International Planned Parenthood Federation European Network, IPPF EN. Madireddy, S. og Madireddy, S. (2022). Supportive model for the improvement of mental health and prevention of suicide among LGBTQ+ youth. International Journal of Adolescence and Youth, 27(1), 85–101. https://doi:10.1080/02673843.2022.2025872 Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/adalnskr_frsk_alm_2011.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https://stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/adalnamskraokt2015breyting.pdf Nelson, K. M., Pantalone, D. W. og Carey, M. P. (2019). Sexual health education for adolescent males who are interested in sex with males: An investigation of experiences, preferences, and needs. Journal of Adolescent Health, 64(1), 36–42. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2018.07.015 Nurgitz, R., Pacheco, R. A., Senn, C. Y. og Hobden, K. L. (2021). The impact of sexual education and socialization on sexual satisfaction, attitudes, and self-efficacy. The Canadian Journal of Human Sexuality, 30(2), 265-277. https://doi:10.3138/cjhs.2021-0028 Pingel, E. S., Thomas, L., Harmell, C. og Bauermeister, J. A. (2013). Creating comprehensive, youth centered, culturally appropriate sex education: What do young gay, bisexual, and questioning men want? Sexuality Research and Social Policy, 10(4), 293–301. https://doi:10.1007/s13178-013-0134-5 Proulx, C. N., Coulter, R. W. S., Egan, J. E., Matthews, D. D. og Mair, C. (2019). Associations of lesbian, gay, bisexual, transgender, and questioning–inclusive sex education with mental health outcomes and school-based victimization in U.S. high school students. Journal of Adolescent Health, 64(5), 608–614. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2018.11.012 Reis, M., Ramiro, L., Matos, M. G. De og Diniz, J. A. (2011). The effects of sex education in promoting sexual and reproductive health in Portuguese university students. Procedia – Social and Behavioral Sciences, 29, 477–485. https://doi:10.1016/j.sbspro.2011.11.266 Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Ársæll M. Arnarsson og Andrea Hjálmsdóttir. (2010). Lífsánægja samkynhneigðra unglinga í 10. bekk. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 15, 23-36. WHO (World Health Organization) Regional Office for Europe and BZgA. (2010). Standards for Sexuality Education in Europe. A framework for policy makers, educational and health authorities and specialists. Federal Centre for Health Education, BZgA. https://www.bzga-whocc.de/fileadmin/user_upload/BZgA_Standards_English.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Erfitt hefur verið að fylgjast með umræðunni um kynfræðslu síðustu daga. Svo virðist sem margir haldi að kynfræðsla sé á einhvern hátt skaðleg heilbrigði barna, og hættuleg fyrir samfélagið sem heild. Kynfræðsla er hvorki skaðleg né hættuleg. Þvert á móti hefur góð og alhliða kynfræðsla jákvæð áhrif á sjálfstraust nemenda þegar kemur að eigin kynheilbrigði, heilbrigðum samskiptum við aðra og getu til þess að setja mörk. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt fram á jákvæð áhrif kynfræðslu t.d. þegar kemurað aukinni notkun getnaðarvarna, lækkaðri tíðni þungunarrofa og lækkaðri tíðni kynsjúkdómasmita (Jaramillo o.fl., 2017; Nurgitz o.fl., 2021; Reis o.fl., 2011). Erfitt er því að finna rök á móti kynfræðslu. Þrátt fyrir það bendir samfélagsumræða síðustu daga til bakslags þegar kemur að slíkri fræðslu. Hvaðan kemur þessi ótti, neikvæðni og gagnrýni? Líkt og með öll önnur fög í skóla þá byrja börn að læra grundvallaratriði þeirra. Í stærðfræði byrja börn að læra tölustafi og í íslensku byrja börn að læra bókstafi. Stærðfræði í 1. bekk myndi aldrei byrja á algebru og enginn 1.bekkingur byrjar að læra viðtengingarhátt nútíðar og þátíðar. Það sama á við um kynfræðslu. Í fyrstu byrja börn að læra um líkama sinn og hvernig eigi að tala um hann. Eftir því sem börnin eldast, því ítarlegra verður námsefnið og þau byrja að læra meira um kynheilbrigði og samfélagið sem heild. Mikilvægi kynfræðslu Mikið hefur verið talað um að skólar eigi ekki að sjá um kynfræðslu sem sjá má t.d. í umræðu varðandi kynfræðsluefnið sem Menntamálastofnun gaf nýverið út. Í stað skóla sé það hlutverk foreldra að fræða börn sín um þessi málefni. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er slík fræðsla kölluð óformleg fræðsla, þ.e. það félagslega umhverfi barns sem veitir því stuðning og þekkingu um kynheilbrigði. Slík fræðsla er mjög mikilvæg, sérstaklega á fyrstu árum barnsins. Þegar skólaganga hefst tekur síðan við formleg kynfræðsla sem bætir upp það sem óformleg fræðsla veitir ekki. Formleg kynfræðsla gefur börnum tækifæri til að afla sér sérstakrar þekkingar, viðhorfa og færni um kynheilbrigði sem byggir á gagnreyndum upplýsingum. (WHO og BZgA, 2010). Eftir því sem börn verða eldri eykst síðan þörfin fyrir formlegri kynfræðslu (Ketting og Ivanova, 2018). Með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á samfélagsmiðlum og öðrum netmiðlum þá hafa börn og unglingar aldrei haft jafn opið aðgengi að alls kyns upplýsingum sem erfitt er að greina í sundur hvort séu áreiðanlegar eða ekki. Umfjöllun um kynlíf og birtingarmyndir þess er að finna víða á Internetinu, sem hluta af dægurmenningu, í fjölmiðlum og í hversdagslegum samskiptum við fólk. Þar fáum við fjölbreytta en oft mótsagnakennda mynd af kynlífi, t.d. hvernig það á að vera og hvernig eigi að hegða sér í ýmsum aðstæðum. Börn og unglingar eru mjög forvitin um kynheilbrigði og kynhegðun og ef kynfræðsla mætir ekki fræðsluþörfum þeirra eru þau líkleg til þess að leita sér upplýsinga á Internetinu. Slíkt getur verið mjög varasamt, bæði vegna rangra upplýsinga og vegna þess hve aðgengilegt klám getur verið (Nelson o.fl., 2019; Pingel o.fl., 2013). Til að forðast þetta og mæta þessari eðlilegu forvitni er mikilvægt og nauðsynlegt að þau hafi aðgang að áreiðanlegum heimildum sem veita þeim gagnlegar upplýsingar um kynheilbrigði. Eins og einn nemandi í kynheilbrigðisáfanga í framhaldsskóla orðar það: „Í stað þess að bera mig saman við stelpurnar í sundklefanum hefði ég getað fengið raunverulega kynfræðslu um minn eigin líkama (sem gegnir svo stóru hlutverk í lífi barns/unglings) og liðið svo mikið betur.“ Þess vegna er kynfræðsla mikilvæg. Hinsegin fræðsla Á hverjum degi byggja skólar upp nýja kynslóð sem þarf að fá sem besta þekkingu til þess að vera heilbrigð og halda áfram að byggja upp samfélagið í framtíðinni. Það er því mikilvægt að kynfræðslan taki mið að fjölbreyttum þörfum nemenda (eins og allt skólastarf á að gera). Í íslenskri rannsókn á líðan hinsegin nemenda í 10. bekk kom í ljós að hinsegin unglingar meta lífsánægju sína mun lakari heldur en gagnkynhneigðir og sískynja jafnaldrar þeirra (Sigrún Sveinbjörnsdóttir o.fl., 2010). Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra alþjóðlegra rannsókna, sem almennt benda til lakari andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar stöðu hinsegin unglinga og eru þeir töluvert líklegri til að upplifa einelti, mismunun og fordóma heldur en jafnaldrar þeirra (Ancheta o.fl., 2021; Madireddy og Madireddy, 2022; Proulx o.fl., 2019). Sýnt hefur verið fram á að kynfræðsla sem fjallar um málefni hinsegin einstaklinga minnkar líkur á geðröskunum eins og kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsunum sem og dregur úr fordómum í garð þeirra (Gowen og Winges-Yanez, 2014; Proulx o.fl. 2019). Kynfræðsla ætti því alltaf að fjalla um málefni hinsegin einstaklinga. Miðað við rannsóknir síðustu ára er hlutverk skóla varðandi kynfræðslu óumdeilt og ber þeim skylda samkvæmt aðalnámskrá að fræða börn og unglinga um kynheilbrigði (sjá Aðalnámskrá grunn- og framhaldsskóla). Öll skólastig eiga að stuðla að alhliða þroska allra nemenda, mennta þá og undirbúa fyrir lífið. Í þessu samhengi - hvað er þá mikilvægara en kynfræðsla? Höfundar eru stjórnarmeðlimir í Samtökum um kynheilbrigði. Anna Eir Guðfinnudóttir, framhaldsskólakennari Arna Garðarsdóttir, framhaldsskólahjúkrunarfræðingur og doktorsnemi Helga Sigfúsdóttir, doktorsnemi í heilbrigðisvísindum með áherslu á kynheilbrigði Heimildaskrá Ancheta, A. J., Bruzzese, J. M. og Hughes, T. L. (2021). The Impact of positive school climate on suicidality and mental health among LGBTQ adolescents: A systematic review. The Journal of School Nursing, 37(2), 75–86. https://doi.org/10.1177/1059840520970847 Gowen, L. K. og Winges-Yanez, N. (2014). Lesbian, gay, bisexual, transgender, queer, and questioning youths’ perspectives of inclusive school-based sexuality education. The Journal of Sex Research, 51(7), 788–800. https://doi:10.1080/00224499.2013.806648 Jaramillo, N., Buhi, E. R., Elder, J. P. og Corliss, H. L. (2017). Associations between sex education and contraceptive use among heterosexually active, adolescent males in the United States. Journal of Adolescent Health, 60(5), 534–540. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2016.11.025 Ketting, E. og Ivanova, O. (ritstjórar). (2018). Sexuality education in Europe and Central Asia. State of the art and recent developments. An overview of 25 countries. Federal Centre for Health Education, BZgA og The International Planned Parenthood Federation European Network, IPPF EN. Madireddy, S. og Madireddy, S. (2022). Supportive model for the improvement of mental health and prevention of suicide among LGBTQ+ youth. International Journal of Adolescence and Youth, 27(1), 85–101. https://doi:10.1080/02673843.2022.2025872 Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2012). Aðalnámskrá framhaldsskóla: Almennur hluti. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/adalnskr_frsk_alm_2011.pdf Mennta- og menningarmálaráðuneytið. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla: Almennur hluti 2011: Greinasvið 2013. Mennta- og menningarmálaráðuneytið. https://stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/adalnamskraokt2015breyting.pdf Nelson, K. M., Pantalone, D. W. og Carey, M. P. (2019). Sexual health education for adolescent males who are interested in sex with males: An investigation of experiences, preferences, and needs. Journal of Adolescent Health, 64(1), 36–42. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2018.07.015 Nurgitz, R., Pacheco, R. A., Senn, C. Y. og Hobden, K. L. (2021). The impact of sexual education and socialization on sexual satisfaction, attitudes, and self-efficacy. The Canadian Journal of Human Sexuality, 30(2), 265-277. https://doi:10.3138/cjhs.2021-0028 Pingel, E. S., Thomas, L., Harmell, C. og Bauermeister, J. A. (2013). Creating comprehensive, youth centered, culturally appropriate sex education: What do young gay, bisexual, and questioning men want? Sexuality Research and Social Policy, 10(4), 293–301. https://doi:10.1007/s13178-013-0134-5 Proulx, C. N., Coulter, R. W. S., Egan, J. E., Matthews, D. D. og Mair, C. (2019). Associations of lesbian, gay, bisexual, transgender, and questioning–inclusive sex education with mental health outcomes and school-based victimization in U.S. high school students. Journal of Adolescent Health, 64(5), 608–614. https://doi:10.1016/j.jadohealth.2018.11.012 Reis, M., Ramiro, L., Matos, M. G. De og Diniz, J. A. (2011). The effects of sex education in promoting sexual and reproductive health in Portuguese university students. Procedia – Social and Behavioral Sciences, 29, 477–485. https://doi:10.1016/j.sbspro.2011.11.266 Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Þóroddur Bjarnason, Ársæll M. Arnarsson og Andrea Hjálmsdóttir. (2010). Lífsánægja samkynhneigðra unglinga í 10. bekk. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 15, 23-36. WHO (World Health Organization) Regional Office for Europe and BZgA. (2010). Standards for Sexuality Education in Europe. A framework for policy makers, educational and health authorities and specialists. Federal Centre for Health Education, BZgA. https://www.bzga-whocc.de/fileadmin/user_upload/BZgA_Standards_English.pdf
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun