„Höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2023 17:17 Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var svekktur á svip 0-2 tap á heimavelli gegn Þór/KA. Þróttur missti þar af gullnu tækifæri til að koma sér upp fyrir Breiðablik og blanda sér í baráttuna um Evrópusætið. „Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum. Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
„Þór/KA voru bara betri en við í dag, þær komu inn í þennan leik af meiri ákefð og orku. Við mættum þeim ekki almennilega fyrr en við lentum undir. Fyrri hálfleikurinn var góður, bæði lið áttu nokkur góð tækifæri og héldu ágætlega í boltann. En við vorum langt frá okkar besta í dag“ sagði Nik strax að leik loknum. Með sigri í dag hefði Þróttur farið upp fyrir Breiðablik og jafnað Stjörnuna að stigum í 2./3. sæti deildarinnar. „Það er mest svekkjandi við þetta. Við höfðum það í höndum okkar að ná öðru sætinu en réðum ekki við pressuna, Þór/KA á samt allt hrós skilið, þær voru betri en við í dag.“ Þróttur hefur spilað vel í úrslitakeppninni og náð í tvo góða sigra gegn Breiðablik og FH. Þrátt fyrir það virtist liðið ekki með mikið sjálfstraust á boltanum í dag. „Sammála því, mér fannst við byrja þennan leik vel en svo gerðum við nokkur klaufaleg mistök með boltann og náðum okkur ekki almennilega á strik. Maður bjóst við að sjá aðeins meira sjálfstraust í liðinu, sérstaklega á heimavelli, en formið okkar hefur reyndar ekki verið nógu gott á heimavelli í sumar.“ Nú tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé áður en síðustu tveir leikir deildarinnar fara fram. Þar mætir Þróttur Íslandsmeisturum Vals og Stjörnunni sem situr í 2. sætinu. „Tveir erfiðir leikir, alveg eins og síðustu leikir hafa verið. Allir leikir eru barátta, sem er gott, þannig að ég býst ekki við neinni breytingu á því og vonandi getum við endað þetta vel“ sagði Nik að lokum.
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15 Mest lesið Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Leik lokið: Þróttur 0 - 2 Þór/KA | Norðanstúlkur sækja sigurinn og Þróttur missir af þriðja sætinu 17. september 2023 13:15