Erlent

Hrifsaði með sér hús hjónanna sem létust í brúð­kaups­ferðinni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Flóðbylgjur og skógareldar hafa gert Grikkjum lífið leitt.
Flóðbylgjur og skógareldar hafa gert Grikkjum lífið leitt. AP Photo/Vaggelis Kousioras

Austur­rísk hjón í brúð­kaups­ferð í Grikk­landi létust eftir að flóð­bylgja hrifsaði hús þeirra með sér eftir ó­veður sem kennt var við Daníel og reið yfir landið mið­viku­daginn 6. septem­ber í síðustu viku.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að tugir hafi látist vegna veðursins í Grikk­landi, Tyrk­landi og í Búlgaríu. Þá hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna flóða sem fylgt hafa veðrinu.

Austur­rísku hjónin voru í brúð­kaups­ferð í bænum Poti­stika á austur­strönd Grikk­lands og höfðu leigt sér gistingu í ein­býlis­húsi. Eig­andi hússins, maður að nafni Thanasis Samaras, segir að hann hafi ráð­lagt þeim að flýja húsið og leita ofar í fjal­lendið en hjónin hafi á­kveðið að vera um kyrrt.

„Að­stæðurnar voru skelfi­legar. Það er mjög erfitt að á­kveða hvað skal gera í svona að­stæðum,“ hefur BBC eftir Samaras. Lík hjónanna hafa fundist og er stað­fest að um var að ræða austur­ríska ríkis­borgara, sam­kvæmt upp­lýsingum frá austur­rískum yfir­völdum.

Vísinda­menn hafa varað við því að hnatt­rænni hlýnun muni fylgja tíðari ó­veður. Kyri­a­kos Mit­sotakis, for­sætis­ráð­herra Grikk­lands, hefur lýst því yfir að það sé líkt og landið standi frammi fyrir stríðs­á­standi á friðar­tímum. Auk flóðanna hafa miklir skógar­eldar gert Grikkjum lífið leitt í sumar, sem eru þeir mestu í sögu landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×