Ten Hag ekki sáttur með tapið en sá þó margt jákvætt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2023 20:00 Erik ten Hag hefur verk að vinna. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var heldur súr þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir tap sinna manna gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið hafði leikið 31 leik í röð án þess að tapa á Old Trafford fyrir daginn í dag. Hann telur lið sitt geta komist aftur í hæstu hæðir. „Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
„Við erum vonsviknir, það var mjög stutt á milli. Fyrstu tuttugu mínúturnar voru eign okkar, við sköpuðum færi en skoruðum ekki. Við fengum á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra í leiknum, síðan kom kafli sem var okkur erfiður. Við börðumst og skoruðum mark sem var dæmd af.“ „Þetta er erfitt, hlutirnir hafa ekki fallið með okkur en við munum berjast og ef við stöndum saman, spilum sem lið og höldum okkur við reglurnar þá munum við snúa aftur.“ „Það má alltaf gera betur, sérstaklega í skipulaginu. En þetta var ekki okkar dagur. Seinna markið kom strax í upphafi síðari hálfleik. Tvö færi, tvö mörk. Það var bakslag sem við höndluðum ekki vel. Við verðum að vera jákvæðir á svona augnablikum og standa saman, þá kemstu aftur inn í leikinn.“ „Þú lærir hluti í svona leikjum. Ég sá sumt jákvætt, við sköpuðum mörg færi en kláruðum þau ekki.“ Stuðningsfólk Man United var ekki ánægt með það þegar Rasmus Højlund var tekinn af velli og Anthony Martial var tekinn af velli. „Hann er að koma inn í þetta eftir meiðsli og við þurfum að fara varlega með hann. Viðbrögð áhorfenda voru frábær. Hann átti góðan leik og stuðningsfólkið okkar tók eftir því. Hann var óheppinn með markið sem var dæmt af. Það hefði verið frábært fyrir hann. Það gekk ekki í dag en við höldum áfram. Hann er sterkur karakter, sem og við sem lið. Við munum ýta á móti.“ Rasmus Hojlund scores but it is ruled out.Law 9: "The ball is out of play when: It has wholly crossed the goal line or touch line, whether on the ground or in the air."#MUNBHA | #PL pic.twitter.com/J4KbXloffF— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 16, 2023 Að endingu var Ten Hag spurður út í Meistaradeild Evrópu en Man United mætir Bayern München í vikunni. „Þetta er frábært tækifæri á móti frábæru liði. Það hlakkar öllum til að snúa aftur í Meistaradeildina, þar eigum við heima. En þú verður að berjast fyrir því og sanna þig í hverjum einasta leik, bæði sem lið og sem einstaklingur.“ Leikur Bayern og Man United á miðvikudaginn kemur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Leikurinn hefst klukkan 19.00. Meistaradeildarmessan verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Fleiri fréttir Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira