Sendiherra Frakklands í Níger haldið í gíslingu valdaræningjanna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2023 21:40 Mohamed Bazoum forseti Níger hefur verið í haldi herforingjanna síðan í lok júlí, þegar þeir frömdu valdaránið. EPA Sylvain Itte, sendiherra Frakklands í Níger, hefur nú verið tekinn í gíslingu af herforingjunum sem nýlega frömdu valdarán í landinu, að sögn Emmanuel Macron Frakklandsforseta. „Í þessum töluðu orðum er sendiherra auk nokkurra diplómata bókstaflega haldið í gíslingu í franska sendiráðinu, og komið er í veg fyrir að þeir fái að borða,“ sagði Macron við blaðamenn í Frakklandi í dag. „Ef eitthvað verður gert þá verður það í samráði við Bazoum, vegna þess að hann er hinn lögmæti þjóðarleiðtogi og við tölum saman á hverjum degi,“ sagði hann, aðspurður hvort franska ríkið myndi reyna að koma Itte úr landi. Herforingjarnir gáfu Itte tveggja sólarhringa fyrirvara til að yfirgefa landið í síðasta mánuði, um það bil mánuði eftir að þeir sölsuðu undir sig völd. Fyrirvarinn var að sögn herforingjanna til kominn vegna þess að Itte hafði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og vegna þess að yfirvöld væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Þegar fresturinn rann út staðfesti Macron að Itte yrði áfram í Níger. Þá ítrekaði hann að hann styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi ríkisins. Hann sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Þá sagði hann það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram. Níger Frakkland Tengdar fréttir Gætu tekið forseta Níger af lífi Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. 14. ágúst 2023 23:40 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
„Í þessum töluðu orðum er sendiherra auk nokkurra diplómata bókstaflega haldið í gíslingu í franska sendiráðinu, og komið er í veg fyrir að þeir fái að borða,“ sagði Macron við blaðamenn í Frakklandi í dag. „Ef eitthvað verður gert þá verður það í samráði við Bazoum, vegna þess að hann er hinn lögmæti þjóðarleiðtogi og við tölum saman á hverjum degi,“ sagði hann, aðspurður hvort franska ríkið myndi reyna að koma Itte úr landi. Herforingjarnir gáfu Itte tveggja sólarhringa fyrirvara til að yfirgefa landið í síðasta mánuði, um það bil mánuði eftir að þeir sölsuðu undir sig völd. Fyrirvarinn var að sögn herforingjanna til kominn vegna þess að Itte hafði neitað að hitta nýja stjórnendur landsins og vegna þess að yfirvöld væru að vinna gegn hagsmunum landsins. Þegar fresturinn rann út staðfesti Macron að Itte yrði áfram í Níger. Þá ítrekaði hann að hann styddi Bazoum, sem væri lýðræðislega kjörinn leiðtogi ríkisins. Hann sagði stefnu Frakklands skýra og að valdaræningjarnir yrðu ekki viðurkenndir leiðtogar ríkisins. Þá sagði hann það þvælu að Frakkar væru óvinir Níger, eins og valdaræningjarnir hafa haldið fram.
Níger Frakkland Tengdar fréttir Gætu tekið forseta Níger af lífi Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. 14. ágúst 2023 23:40 Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Rússar hafi framið 183.000 stríðsglæpi „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
Gætu tekið forseta Níger af lífi Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger í síðasta mánuði segist ætla að rétta yfir forsetanum Mohamed Bazoum fyrir landráð. Verði Bazoum fundinn sekur gæti hann verið tekinn af lífi að sögn breska fréttamiðilsins The Guardian. 14. ágúst 2023 23:40
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Valdaræningjarnir í Níger hafna viðræðum Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger fyrir tveimur vikum meinaði alþjóðlegu teymi samningamanna að koma til landsins í gær. Hún virðist stefna að því að festa völd sín í sessi, meðal annars með því að tilnefna ráðherra í ríkisstjórn. 9. ágúst 2023 08:45