Ósáttir við fullyrðingar um iPhone geislun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. september 2023 15:18 Apple segir geislunarpróf franskra yfirvalda algjörlega sér á báti. iPhone 12 hafði verið til sölu í þrjú ár áður en frönsk stjórnvöld felldu hann á prófi. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Apple hefur heitið því að uppfæra hugbúnað í iPhone 12 snjallsímum sínum í Frakklandi eftir að frönsk stjórnvöld felldu vöruna á sérstöku geislunarprófi. Fyrirtækið segist hinsvegar ekki sættast á niðurstöður franskra yfirvalda. Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins. Apple Frakkland Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í umfjöllun Reuters um málið kemur fram að frönsk stjórnvöld hafi meinað fyrirtækinu að selja símana í landinu, þar sem þeir hafi ekki staðist geislunarprófanir. Frönsk yfirvöld telja símana gefa frá sér of mikla geislun, en þó ekki að svo miklu marki að það sé skaðlegt mönnum. Vísindamenn hafa gert margskonar rannsóknir á geislun af völdum síma undanfarna áratugi til að meta áhrif hennar á heilsufar manna. Í umfjöllun bandaríska miðilsins kemur fram að ekki hafi tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr farsímum á heilsu manna. Frakkar prófi símana á annan hátt en aðrir Forsvarsmenn Apple hafa dregið niðurstöðurnar í efa og bent á að síminn hafi áður staðist prófanir alþjóðastofnana víðsvegar um heim. Síminn kom fyrst út fyrir þremur árum síðan en Apple gefur út nýja týpu af snjallsímanum á árs fresti. Einungis örfáir dagar eru síðan fyrirtækið svipti hulunni af iPhone 15. Þrátt fyrir afstöðu sína hyggst Apple uppfæra stýrikerfi símans sem fyrirtækið segir að muni gera símanum kleyft að standast próf franskra stjórnvalda. Í umfjöllun Reuters segir að frönsk stjórnvöld prófi símana á annan hátt en stjórnvöld í öðrum löndum. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir áhyggjur stjórnvalda í öðrum Evrópulöndum. Yfirvöld í Belgíu hyggjast gera sínar eigin prófanir, á meðan yfirvöld í Þýskalandi hafa sagst hafa sett sig í samband við frönsk stjórnvöld í því skyni að finna lausn á málinu á vettvangi Evrópusambandsins.
Apple Frakkland Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira