„Þetta er úrslitabransi“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. september 2023 19:48 Gunnleifur Gunnleifsson, nýráðinn þjálfari Breiðabliks. Gunnleifur Gunnleifsson, þjálfari Breiðabliks, var vonsvikinn eftir 3-2 tap gegn Þór/KA fyrir norðan í dag þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þór/KA komst í 2-0 snemma í seinni hálfleik en Blikar náðu að jafna metin seint í seinni hálfleik með tveimur mörkum frá Öglu Maríu Albertsdóttur áður en Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið. „Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum. Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
„Ofboðslega sár maður, bara ógeðslega sár. Þetta var nú ekkert sérstakur fótboltaleikur og ekki af okkar hálfu. Þór/KA voru bara betri að einhverju leyti en við grófum allavega djúpt í okkur og komum til baka sem er ofboðslega jákvætt og í 2-2 vorum við að leita eftir að vinna leikinn og stundum þarf maður bara vinna ljótt, ef að það er eitthvað ljótt að berjast og koma til baka, það er svo sem ekkert ljótt en þetta er úrslitabransi þannig að við fundum ekki takt í uppspili hjá okkur og þurftum að fara í hitt en svo kom mark á lokamínútunni eftir fast leikatriði sem var ógeðslega fúlt. Það er svo sem enginn tími til að dvelja við það. Við verðum náttúrulega í fýlu í kvöld sem er allt í lagi svo er bara leikur á móti Stjörnunni á sunnudaginn sem við verðum að vera klárar í,“ sagði Gunnleifur að leik loknum. Þór/KA óð í færum á upphafsmínútum leiksins og Blikar voru heppnir að hafa ekki fengið á sig allavega eitt mark þá. „Sammála. Þór/KA liðið var bara gott og að valda okkur alls konar veseni. Þetta er nákvæmlega eins og uppskriftin á móti Þrótti; við fáum á okkur mark undir restina á hálfleiknum og svo annað rétt eftir hálfleik en munurinn á því og núna er að við komum til baka, stoppum blæðinguna, eins og hægt er að segja. Þau geta verið betri og eitthvað en við þurfum bara að ná í úrslit, það er bara þannig.“ Er það jákvæði hlutinn úr leiknum að liðið hafi komið til baka eftir að hafa lent 2-0 undir eftir erfið úrslit að undanförnu? „Já, auðvitað er það jákvætt. Ef ég ætlaði að fara grenja þetta og það væri bara ekkert jákvætt og allt neikvætt og ömurlegt þá getum við gleymt þessu þannig við þurfum bara að taka einmitt það og gera það sem þarf til að vinna fótboltaleiki. Það er alltof mikið að fá á okkur sjö mörk núna í síðustu tveimur leikjum. Aðeins að skerpa á varnarleiknum og bara halda áfram. Þetta eru geggjaðar stelpur í fótbolta, þannig þið eigið eftir að sjá hörkulið á sunnudaginn.“ Með þessum úrslitum er Valur orðinn Íslandsmeistari þegar liðið á fjóra leiki eftir. Er stefnan hjá Breiðabliki sett á 2. sætið héðan af? „Já ég vissi það nú ekki. Til hamingju með titilinn Valskonur, þær eru vel að þessu komnar. Við ætlum bara að hugsa um okkur. Við ætlum að fara í Stjörnuleikinn til þess að vinna og reyna gera allt sem við getum til að enda í öðru sæti og vera næstbesta liðið þetta sumarið eftir Val þannig við leggjum allt í sölurnar fyrir það,“ sagði Gunnleifur að lokum.
Breiðablik Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira