Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2023 08:01 Pawel Bartoszek (f.m.) segir að Lög og réttlæti gæti þurft að reiða sig á bandalag fjarhægriflokka til þess að halda í völdin eftir þingkosningar í október. Jarosław Kaczyński (t.v.) er leiðtogi Laga og réttlætis og Krzysztof Bosak (t.h.) er einn forsprakka Sambandsflokksins. Vísir Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. Pólverjar ganga að kjörborðinu í þingkosningum sunnudaginn 15. október. Samhliða þeim verða greidd atkvæði um fjórar spurningar sem Lög og réttlæti, hægri popúlískur stjórnarflokkur landsins, samþykkti að leggja fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lög og réttlæti, sem hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, mælist með um 35 prósent fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ekki er öruggt að það dugi flokknum til að ná hreinum meirihluta þingsæta. Stjórnartíð Laga og réttlætis hefur meðal annars einkennst af hatrömmum deilum við Evrópusambandið sem sakar flokkinn um að þoka Póllandi í valdboðsátt, meðal annars með með umdeildum breytingum á dómstólum. Fjöldamótmæli brutust út eftir að stjórnlagadómstóll landsins bannaði þungunarrof í þeim fáu undantekningum sem voru löglegar fyrir þremur árum. Lög og réttlæti skipaði flesta dómara við réttinn. Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en dreifing atkvæðanna þýddi að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Þeir gætu þó haldið meirihluta sínum í efri deild þingsins sem getur þó aðeins í besta falli tafið stefnumál ríkisstjórnarinnar. Lög og réttlæti tapaði meirihluta í efri deildinni í síðustu kosningum. Mótmælendur líkja Pútín Rússlandsforseta við Adolf Hitler og bölva honum við rússneska sendiráðið í Varsjá í október í fyrra.Vísir/EPA Sá flokkur sem Kremlverjar veðjuðu á Því er allt útlit fyrir að Sambandsflokkurinn, fjarhægribandalag íhaldsmanna, þjóðernissinna og frjálshyggjumanna, hafi örlög ríkisstjórnar Laga og réttlætis í höndum sér eftir kosningar, að sögn Pawels Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar sem er fæddur í Póllandi. Sambandsflokkurinn vill lækka skatta, gefa skotvopnaeign frjálsa og banna þungunarrof í öllum tilfellum, einnig eftir nauðgun. Þá talar flokkurinn gegn aðstoð við úkraínska flóttamenn sem hafa hrakist til Póllands undan innrás Rússa. Pawel segir að ef Lög og réttlæti vanti aðeins nokkur þingsæti upp á hreinan meirihluta reyni hann líklega fyrst að tæla til sín einstaka þingmenn Sambandsflokksins. Vanti meira upp á gæti hann þurft að taka Sambandsflokkinn inn í ríkisstjórn eða ná einhvers konar samkomulagi við hann um minnihlutastjórn. Komi sú staða upp gæti Sambandsflokkurinn haft áhrif á utanríkisstefnu Póllands. Pawel segir að sumir í forystusveit flokksins hafi ekki einu sinni treyst sér til þess að fordæma aðgerðir Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Úkraínu. „Flokkurinn sem er líklegastur til þess að hafa eitthvað um málin að segja er sá flokkur sem er klárlega sá sem valdhafarnir í Kreml veðjuðu á ef þeir veðjuðu á einhvern,“ segir Pawel sem leggur áherslu á að enn sé mánuður í kosningarnar og ýmislegt geti enn breyst. Stjórnarflokkur Póllands hefur reynt að útmála Donald Tusk (f.m.) sem handbendi Evrópusambandsins.Vísir/EPA Gildishlaðnar spurningar um innflytjendur Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fer fram samhliða þingkosningunum hefur sætt harðri gagnrýni frá stjórnarandstöðunni sem sakar ríkisstjórnina um að nota hana til að koma höggi á sig með gildishlöðnum spurningum. Þannig verða kjósendur meðal annars spurðir hvort að þeir styðji „að hleypa inn þúsundum ólöglegra innflytjenda frá Miðausturlöndum og Afríku í samræmi við þvingunarflutningaáætlun sem evrópska skriffinnskubáknið skipar fyrir um“. Spurningin snýst um áætlun Evrópusambandsins um að aðildarríkin hjálpist að við að taka á móti flóttamönnum til þess að dreifa álaginu. Hinar spurningarnar varða landamæragirðingu sem pólsk yfirvöld létu reisa á landamærunum að Hvíta-Rússlandi, einkavæðingu ríkisfyrirtækja og hækkun eftirlaunaaldurs. Stjórnarandstaðan hefur hvatt kjósendur til þess að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðsluna. Pawel segir spurningarnar tilraun Laga og réttlætis til þess að slá ákveðinn tón og setja mál á dagskrá í kosningabaráttunni. „Þetta eru ekki mál sem neinn hefur beðið um að spurt yrði um. Niðurstaðan verður örugglega afgerandi en kosningaþátttakan talsvert minni en í hinum kosningunum,“ segir borgarfulltrúinn sem telur að stór hluti kjósenda eigi eftir að sneiða fram hjá þessum hluta kjörstaðarins og kjósi aðeins í þingkosningunum. Flokkar hafi áður reynt að láta greiða atkvæði um hugðarefni sín samhliða þingkosningum en það hafi aldrei orðið þeim til ávinnings, frekar til háðungar. „Þetta eru ekki stjórnvöld að spyrja þjóðina hvað henni finnst. Þetta eru stjórnvöld að reyna að fá umboð fyrir það sem þau vilja gera hvort sem er. Lög og réttlæti er ekki að spyrja pólsku þjóðina hvort hún sé sammála þeim um að hefta kynfrelsi kvenna af því að þau vita að svarið við þeirri spurningu yrði nei. Þau eru að spyrja um hluti sem þau treysta því að meirihluti kjósenda sem mætir styðji þau í,“ segir Pawel. Slawomir Mentzen, einn leiðtoga fjarhægri Sambandsflokksins, talar á ráðstefnu í Varsjá í júní. Hann er leiðtogi Nýrrar vonar, frjálshyggjuflokks sem á aðild að kosningabandalaginu.Vísir/EPA Persónuleg óvild uppspretta skautunar Töluverður klofningur, eða skautun, er í pólskum stjórnvöldum. Pawel segir klofninginn að einhverju leyti eftir hugmyndafræði íhaldssemi annars vegar og frjálslyndis hins vegar en fyrst og fremst á milli stóru flokkanna tveggja, Laga og réttlætis og Borgaravettvangsins. Heiftúðin á milli flokkanna sé það mikil að forsetaframbjóðendur flokkanna hafi til dæmis ekki tekist á í sjónvarpskappræðum síðast heldur mætt hvor á sína stöðina. „Ég myndi segja að það sé töluverð skautun og töluverð heift. Það sést mikið á kosningabaráttunni þar sem Lögum og réttlæti er mikið í mun að reyna að halda því fram á að Donald Tusk gangi erinda Þýskalands í innanríkismálum og eru með nokkuð óviðfelldnar auglýsingar í þá veru. Að sjálfsögðu er umræðan í hina áttina heldur ekkert uppfull af kærleik ef við getum orðað það svo,“ segir Pawel. Ástæða skautunarinnar er að einhverju leyti persónuleg óvild sem hefur skapast á milli flokkanna tveggja sem hafa bitist um völdin í Póllandi undanfarin fimmtán ár frekar en hugmyndafræðilegur ágreiningur. Flokkarnir eru enda báðir á hægri vængnum. Í evrópsku samhengi staðsetji Borgaravettvangurinn sig til dæmis með Kristilegum demókrötum í Þýskalandi á meðan Lög og réttlæti samsama sig frekar með hægrijaðarflokkum eins og Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) og Þjóðfylkingunni í Frakklandi. „Þetta er ekki barátta á milli hægri og vinstri í hefðbundnum skilningi heldur á milli Donald Tusk og Jarosław Kaczyński [leiðtoga Laga og réttætis] sem voru einu sinni saman í kosningabandalagi og í ríkisstjórn. Það má segja að þetta sé hugmyndafræði en líka ákveðin persónuleg óvild sem hefur orðið til á fimmtán ára tímabili,“ segir borgarfulltrúinn. Þó að Lög og réttlæti deili hart á Evrópusambandið segir Pawel að flokkurinn hafi ekki beinlínis tekið upp stefnu um að Pólland gangi úr því. Stuðningur við aðildina sé enda yfirgnæfandi í landinu. „Flokkur sem gerði það að stefnumáli ætti erfitt uppdráttar,“ segir Pawel. Pólland Fréttaskýringar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Pólverjar ganga að kjörborðinu í þingkosningum sunnudaginn 15. október. Samhliða þeim verða greidd atkvæði um fjórar spurningar sem Lög og réttlæti, hægri popúlískur stjórnarflokkur landsins, samþykkti að leggja fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lög og réttlæti, sem hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, mælist með um 35 prósent fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir. Ekki er öruggt að það dugi flokknum til að ná hreinum meirihluta þingsæta. Stjórnartíð Laga og réttlætis hefur meðal annars einkennst af hatrömmum deilum við Evrópusambandið sem sakar flokkinn um að þoka Póllandi í valdboðsátt, meðal annars með með umdeildum breytingum á dómstólum. Fjöldamótmæli brutust út eftir að stjórnlagadómstóll landsins bannaði þungunarrof í þeim fáu undantekningum sem voru löglegar fyrir þremur árum. Lög og réttlæti skipaði flesta dómara við réttinn. Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en dreifing atkvæðanna þýddi að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Þeir gætu þó haldið meirihluta sínum í efri deild þingsins sem getur þó aðeins í besta falli tafið stefnumál ríkisstjórnarinnar. Lög og réttlæti tapaði meirihluta í efri deildinni í síðustu kosningum. Mótmælendur líkja Pútín Rússlandsforseta við Adolf Hitler og bölva honum við rússneska sendiráðið í Varsjá í október í fyrra.Vísir/EPA Sá flokkur sem Kremlverjar veðjuðu á Því er allt útlit fyrir að Sambandsflokkurinn, fjarhægribandalag íhaldsmanna, þjóðernissinna og frjálshyggjumanna, hafi örlög ríkisstjórnar Laga og réttlætis í höndum sér eftir kosningar, að sögn Pawels Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar sem er fæddur í Póllandi. Sambandsflokkurinn vill lækka skatta, gefa skotvopnaeign frjálsa og banna þungunarrof í öllum tilfellum, einnig eftir nauðgun. Þá talar flokkurinn gegn aðstoð við úkraínska flóttamenn sem hafa hrakist til Póllands undan innrás Rússa. Pawel segir að ef Lög og réttlæti vanti aðeins nokkur þingsæti upp á hreinan meirihluta reyni hann líklega fyrst að tæla til sín einstaka þingmenn Sambandsflokksins. Vanti meira upp á gæti hann þurft að taka Sambandsflokkinn inn í ríkisstjórn eða ná einhvers konar samkomulagi við hann um minnihlutastjórn. Komi sú staða upp gæti Sambandsflokkurinn haft áhrif á utanríkisstefnu Póllands. Pawel segir að sumir í forystusveit flokksins hafi ekki einu sinni treyst sér til þess að fordæma aðgerðir Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í Úkraínu. „Flokkurinn sem er líklegastur til þess að hafa eitthvað um málin að segja er sá flokkur sem er klárlega sá sem valdhafarnir í Kreml veðjuðu á ef þeir veðjuðu á einhvern,“ segir Pawel sem leggur áherslu á að enn sé mánuður í kosningarnar og ýmislegt geti enn breyst. Stjórnarflokkur Póllands hefur reynt að útmála Donald Tusk (f.m.) sem handbendi Evrópusambandsins.Vísir/EPA Gildishlaðnar spurningar um innflytjendur Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fer fram samhliða þingkosningunum hefur sætt harðri gagnrýni frá stjórnarandstöðunni sem sakar ríkisstjórnina um að nota hana til að koma höggi á sig með gildishlöðnum spurningum. Þannig verða kjósendur meðal annars spurðir hvort að þeir styðji „að hleypa inn þúsundum ólöglegra innflytjenda frá Miðausturlöndum og Afríku í samræmi við þvingunarflutningaáætlun sem evrópska skriffinnskubáknið skipar fyrir um“. Spurningin snýst um áætlun Evrópusambandsins um að aðildarríkin hjálpist að við að taka á móti flóttamönnum til þess að dreifa álaginu. Hinar spurningarnar varða landamæragirðingu sem pólsk yfirvöld létu reisa á landamærunum að Hvíta-Rússlandi, einkavæðingu ríkisfyrirtækja og hækkun eftirlaunaaldurs. Stjórnarandstaðan hefur hvatt kjósendur til þess að sniðganga þjóðaratkvæðagreiðsluna. Pawel segir spurningarnar tilraun Laga og réttlætis til þess að slá ákveðinn tón og setja mál á dagskrá í kosningabaráttunni. „Þetta eru ekki mál sem neinn hefur beðið um að spurt yrði um. Niðurstaðan verður örugglega afgerandi en kosningaþátttakan talsvert minni en í hinum kosningunum,“ segir borgarfulltrúinn sem telur að stór hluti kjósenda eigi eftir að sneiða fram hjá þessum hluta kjörstaðarins og kjósi aðeins í þingkosningunum. Flokkar hafi áður reynt að láta greiða atkvæði um hugðarefni sín samhliða þingkosningum en það hafi aldrei orðið þeim til ávinnings, frekar til háðungar. „Þetta eru ekki stjórnvöld að spyrja þjóðina hvað henni finnst. Þetta eru stjórnvöld að reyna að fá umboð fyrir það sem þau vilja gera hvort sem er. Lög og réttlæti er ekki að spyrja pólsku þjóðina hvort hún sé sammála þeim um að hefta kynfrelsi kvenna af því að þau vita að svarið við þeirri spurningu yrði nei. Þau eru að spyrja um hluti sem þau treysta því að meirihluti kjósenda sem mætir styðji þau í,“ segir Pawel. Slawomir Mentzen, einn leiðtoga fjarhægri Sambandsflokksins, talar á ráðstefnu í Varsjá í júní. Hann er leiðtogi Nýrrar vonar, frjálshyggjuflokks sem á aðild að kosningabandalaginu.Vísir/EPA Persónuleg óvild uppspretta skautunar Töluverður klofningur, eða skautun, er í pólskum stjórnvöldum. Pawel segir klofninginn að einhverju leyti eftir hugmyndafræði íhaldssemi annars vegar og frjálslyndis hins vegar en fyrst og fremst á milli stóru flokkanna tveggja, Laga og réttlætis og Borgaravettvangsins. Heiftúðin á milli flokkanna sé það mikil að forsetaframbjóðendur flokkanna hafi til dæmis ekki tekist á í sjónvarpskappræðum síðast heldur mætt hvor á sína stöðina. „Ég myndi segja að það sé töluverð skautun og töluverð heift. Það sést mikið á kosningabaráttunni þar sem Lögum og réttlæti er mikið í mun að reyna að halda því fram á að Donald Tusk gangi erinda Þýskalands í innanríkismálum og eru með nokkuð óviðfelldnar auglýsingar í þá veru. Að sjálfsögðu er umræðan í hina áttina heldur ekkert uppfull af kærleik ef við getum orðað það svo,“ segir Pawel. Ástæða skautunarinnar er að einhverju leyti persónuleg óvild sem hefur skapast á milli flokkanna tveggja sem hafa bitist um völdin í Póllandi undanfarin fimmtán ár frekar en hugmyndafræðilegur ágreiningur. Flokkarnir eru enda báðir á hægri vængnum. Í evrópsku samhengi staðsetji Borgaravettvangurinn sig til dæmis með Kristilegum demókrötum í Þýskalandi á meðan Lög og réttlæti samsama sig frekar með hægrijaðarflokkum eins og Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) og Þjóðfylkingunni í Frakklandi. „Þetta er ekki barátta á milli hægri og vinstri í hefðbundnum skilningi heldur á milli Donald Tusk og Jarosław Kaczyński [leiðtoga Laga og réttætis] sem voru einu sinni saman í kosningabandalagi og í ríkisstjórn. Það má segja að þetta sé hugmyndafræði en líka ákveðin persónuleg óvild sem hefur orðið til á fimmtán ára tímabili,“ segir borgarfulltrúinn. Þó að Lög og réttlæti deili hart á Evrópusambandið segir Pawel að flokkurinn hafi ekki beinlínis tekið upp stefnu um að Pólland gangi úr því. Stuðningur við aðildina sé enda yfirgnæfandi í landinu. „Flokkur sem gerði það að stefnumáli ætti erfitt uppdráttar,“ segir Pawel.
Pólland Fréttaskýringar Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Pólverjar fyrstir til að senda orrustuþotur til Úkraínu Andrzej Duda, forseti Póllands, tilkynnti í dag að minnst ellefu MiG-29 orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna yrðu sendar til Úkraínu og að fjórar þeirra yrðu sendar á næstu dögum. Pólland varð þar með fyrsta aðildarríki Atlantshafsbandalagsins til að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. 16. mars 2023 16:19