Fótbolti

Sjáðu mörkin úr há­dramatískum sigri Ís­lands gegn Tékk­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark Íslands í leiknum með glæsilegu skoti í uppbótatíma seinni háfleiks.
Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark Íslands í leiknum með glæsilegu skoti í uppbótatíma seinni háfleiks. Vísir/Hulda Margrét

U21 árs lands­lið Ís­lands og Tékk­lands í fót­bolta mættust á Víkings­velli í gær í fyrsta leik liðanna í undan­keppni EM 2025. Ís­land vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Andri Fannar Baldurs­son skoraði sigur­markið með stór­kost­legu skoti í upp­bóta­tíma venju­legs leik­tíma.

Frá­bær byrjun í undan­keppninni hjá Ís­lenska liðinu en Andri Lucas Guð­john­sen kom Ís­landi yfir með marki sínu undir lok fyrri hálf­leiks. Stjörnu­mennirnir Eggert Aron Guð­munds­son og Ísak Andri Sigur­geirs­son unnu þá vel saman og Ísak Andri fann liðs­fé­laga sinn hjá Norr­köping, Andra Lucas sem kláraði færið af stakri prýði.

Eftir að hafa sýnt aga og vinnu­semi í varnar­leik sínum og átt fín upp­hlaup til þess að bæta öðru markinu við fékk ís­lenska liðið blauta tusku í and­litið þegar Tékkar jöfnuðu metin þegar skammt var eftir af venju­legum leik­tíma.

En þá var komið að þætti Andra Fannars Baldurs­son sem tryggði ís­lenska liðinu sigurinn með stór­kost­legu marki í upp­bótar­tíma leiksins. Andri Fannar klíndi boltanum upp í sam­skeytin og sigur Ís­lands stað­reynd.

Næsti leikur liðsins í undan­keppni EM 2025 fer fram þann 17. októ­ber næst­komandi og er sá leikur gegn lands­liði Litháen.

Klippa: Dramatíkin allsráðandi í sigri Íslands á Tékklandi

Tengdar fréttir

Andri Fannar: Fannst ég skulda liðinu þetta

Andri Fannar Baldursson skoraði sigurmark af dýrari gerðinni þegar íslenska U-21 árs landsliðið í fótbolta karla bar sigurorð af því tékkneska í undankeppni EM 2025 á Víkingsvellinum í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×