Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. september 2023 08:00 Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Markús Karl Valsson Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga. Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Atlantshafsbandalagið (NATO) reisti mikla olíubirgðastöð í Hvalfirði í Kalda stríðinu svokallaða og var um að ræða nokkurs konar framhaldsframkvæmd á olíubirgðastöðinni sem Bandaríkjamenn gerðu í firðinum á árum seinni heimsstyrjaldar. Í upprifjun Skessuhorns árið 2014 er þess minnst að um hafi verið að ræða stærstu framkvæmdir þess tíma á Íslandi. Smíða átti mikla bryggju sem dæla mátti um olíu í og úr skipum sem legðust þar að. Í landi voru settir upp fjórir nýir olíugeymar sem rúmuðu hver um sig 13 þúsund tonn. Einnig voru settar upp dælustöðvar og reist rafstöðvarhús. Verkamenn að störfum.Markús Karl Valsson Jónas Guðmundsson frá Bjarteyjarsandi var á meðal þeirra sem unnu við að reisa bryggjuna og segir það hafa verið mikið ævintýri fyrir ungan mann. „Vélarnar voru stórar og miklar. Miklu stærri en maður hafði áður séð. Ég hafði þó verið í jarðvinnu og kynnst bæði skurðgröfum og jarðýtum.“ Verkamennirnir bjuggu flestir í vinnubúðum sem settar voru upp á staðnum. „Mannskapurinn var hópur af Bandaríkjamönnum og svo Íslendingar. Uppistaðan í íslenska mannskapnum til að byrja með voru Keflvíkingar sem unnu hjá Íslenskum aðalverktökum suður frá. Síðan bættust menn ört í hópinn þegar framkvæmdirnar komust á fullt skrið. Í Reykjavíkurhöfn. Vinnuprammi fyrir hamarinn sem var notaður til að reka niður staura í bryggjuna gerður klár til að verða dreginn upp í Hvalfjörð.Markús Karl Valsson Það voru menn af Akranesi og margir úr sveitunum í Hvalfirði. Það bjuggu allir á staðnum en menn fóru heim um helgar. Þetta voru góðar tekjur og fín vinna. Ég starfaði við þetta frá því í janúar 1966 þar til í desember 1968. Þetta urðu þannig tvö ár og bryggjan var fullsmíðuð með lögnum og öllu saman þegar ég kvaddi.“ Olíubirgðastöð NATO er í dag leikmynd liðins tíma en bryggjan stendur enn. Fyrir nokkrum árum áskotnaðist Magnúsi Þór Hafsteinssyni meðfylgjandi myndir frá Markúsi Karli Valssyni heitnum, en Markús var áhugaljósmyndari á Suðurnesjum og jafnframt starfsmaður Íslenskra aðalverktaka. Veitti hann Vísi góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar. Vinnupramminn að leggja af stað.Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Markús Karl Valsson Framkvæmdir í gangi.Markús Karl Valsson Í fjörunni á Miðsandi. Handan fjarðar er Reynivallaháls.Markús Karl Valsson Horft upp eftir bryggjunni á Akranesi þar sem verið að skipa upp bitum í dekk bryggjunnar.Markús Karl Valsson Séð yfir Hvalfjörðinn.Markús Karl Valsson Einn af Fossunum kominn upp í Hvalfjörð með tréstaurana í bryggjuna.Markús Karl Valsson
Einu sinni var... Hvalfjarðarsveit NATO Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira