Innlent

Gisti­n­átta­skattur á skemmti­­ferða­­skip í fyrsta sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gríðarleg aukning hefur orðið á komu skemmtiferðaskipa hingað til lands.
Gríðarleg aukning hefur orðið á komu skemmtiferðaskipa hingað til lands. Vísir/Vilhelm

Gisti­n­átta­skattur sem felldur var niður á tímum heims­far­aldurs verður tekinn aftur upp um ára­mót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmti­ferða­skip, í fyrsta sinn. Á­ætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðar­búið.

Gistináttaskatturinn var felldur niður árið 2020 og var um að ræða hluta af aðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Fyrst var áætlað að gjaldið félli nður frá 1. apríl 2020 til ársloka 2021 en niðurfellingin síðar framlengd til ársloka 2023.

Um var að ræða lækkun á tekjum um rúmlega 3,6 milljarða króna. En á árunum 2020 til 2022 nam skattalækkunin 2,1 milljarða króna.

Í fjár­laga­frum­varpi ársins 2024 kemur fram að vinna standi yfir með hag­aðilum þar sem skoðaðar verði ó­líkar leiðir, meðal annars í ljósi tækni­breytinga, um breytt gjalda-og skatta­um­hverfi fyrir ferða­þjónustu.

Tekju­á­hrif breytinga á gildis­sviði skattsins, svo að hann nái til skemmti­ferða­skipa, eru á­ætluð 2,7 milljarðar króna.

Segir í frum­varpinu að krónu­tölu­gjöld verði hins vegar al­mennt ekki látin fylgja verð­lagi, ó­líkt fyrra ári þar sem þau hafi haldist í hendur við verð­lags­for­sendur. Þannig munu þau að­eins upp­færast um 3,5 prósent um ára­mót en með því eru skattarnir um 3 milljörðum króna lægri en ef þeir hefðu fylgt verð­lagi.


Tengdar fréttir

Gert ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum

Gert er ráð fyrir aukinni gjald­töku af raf­bílum í nýju fjár­laga­frum­varpi. Inn­leitt verður nýtt tekju­öflunar­kerfi í tveimur á­föngum. Fjár­mála­ráð­herra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildar­tekjum vegna raf­bíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Á­fengis-og tóbaks­gjöld hækka

Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×