Lúkas um vélmennið hann föður sinn: „Veit ekki hvernig hann fer að þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 11:01 Feðgarnir Alexander Petersson og Lúkas Petersson, miklir íþróttamenn Vísir/Samsett mynd Lúkas Petersson, markvörður íslenska u21 árs landsliðsins í fótbolta og þýska félagsins Hoffenheim, er að upplifa sérstaka tíma í Þýskalandi núna. Hann býr nú þar einn eftir að fjölskylda hans fluttist búferlum heim til Íslands þar sem að Alexander Petersson, faðir Lúkasar spilar með handboltaliði Vals. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20. Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira
„Þetta verkefni leggst vel í mig. Við erum jákvæðir og spenntir fyrir þessum leik og eigum góða möguleika á að tryggja okkur EM-sæti í gegnum þennan riðil,“ segir Lúkas um komandi verkefni u21 árs landsliðsins sem hefur í dag keppni í undankeppni EM 2025 er liðið tekur á móti Tékklandi á Víkingsvelli. Auk Íslands er riðillinn skipaður landsliðum Danmerkur, Wales, Tékklands og Litháen. „Flestir reikna með því að Danir taki toppsæti riðilsins en að mínu mati eigum við alveg jafnmikinn séns og hin liðin og gætum vel gert þetta toppsæti að okkar og unnið þennan riðil.“ Lúkas Petersson í háloftunum.Vísir/Hulda Margrét Þessi 19 ára stæðilegi markvörður hefur undanfarið verið að vekja athygli. Hann er á mála hjá þýska félaginu Hoffenheim. „Staða mín þar er bara góð. Ég hef verið í kringum B-liðið hjá Hoffenheim núna undanfarið en einnig æft með aðalliði félagsins.“ Hann er þó að upplifa ansi sérstaka tíma í Þýskalandi núna þar sem að fjölskylda hans er flutt heim til Íslands en faðir Lúkasar er íslenska handboltagoðsögnin Alexander Petersson, sem tók fram skóna fyrir yfirstandandi tímabil hér heima og samdi við Val. „Það er smá skrítið en gaman á sama tíma, eitthvað sem maður er að venjast núna,“ segir Lúkas um það hvernig er að búa allt í einu einn í Þýskalandi. „Ég hugsa að eftir cirka mánuð muni ég fara að sakna þeirra meira, þegar að ég þarf að vera enn sjálfstæðari en það er virkilega gott fyrir mig að vera kominn núna til Íslands í þetta verkefni og eiga tækifæri á því að hitta þau á ný og spila fyrir framan þau.“ Alexander í leik með val í fyrstu umferð Olís deildar karla á dögunumVísir/Pawel Cieslikiewicz Alexander, faðir Lúkasar, er magnaður íþróttamaður og nú 43 ára gamall er hann að spila á hæsta gæðastigi handboltans hér heima. Hvernig myndirðu lýsa föður þínum sem íþróttamanni? „Vélmenni. Hann er ótrúlegur og hætti náttúrulega í boltanum fyrir einu ári síðan en ákvað að taka slaginn á nýjan leik núna með Val. Hann hefur haldið sér í standi í gegnum þennan tíma og ég veit ekki hvernig hann fer að þessu. Ertu með hans DNA hvað þetta varðar? „Ég vona það. Það mun sjást betur eftir svona tuttugu ár. „Já klárlega. Ég hef ekki lagt það í vana minn að fylgjast með Olís deildinni en ég mun örugglega gera það núna, líka þar sem að pabbi er að spila fyrir liðið mitt, Val.“ Leikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2025 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Við hefjum beina útsendingu frá Víkingsvelli klukkan 16:20.
Landslið karla í fótbolta Þýski boltinn Olís-deild karla Fótbolti Handbolti Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Sjá meira