Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. september 2023 13:30 Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær frumsýna hér tónlistarmyndband við lagið Got This Thing. Juliette Rowland „Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Red Riot - Got This Thing Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir hafa báðar vakið athygli fyrir sólóverkefni sín, Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. Lagið Got This Thing er samið, pródúserað og gefið út af þeim sjálfum. Segja má að þær séu brautryðjendur sem kvenkyns pródúserar í íslenskri danstónlist. Ný ást og nýir tímar „Á síðasta ári var hljómsveitin tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta lagið okkar Bounce Back. Nýja lagið, Got This Thing, er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum.“ Myndbandið er framleitt af Kjartani Trauner og segja þær að myndbandið hafi verið skotið mjög spontant eitt fallegt ágústkvöld í Reykjavík. „Við vildum að tónlistarmyndbandið næði stemningu lagsins og okkur langaði að skjóta það við fallegt sólarlag. Við höfðum fylgst með veðurspánni og vorum þetta kvöld á leiðinni í myndatöku þegar við sáum hvað stefndi í fallegt sólarlag. Með hálftíma fyrirvara ákváðum við frekar að taka upp tónlistarmyndband þar sem himinninn var svo fallegur í húminu. Kjartan tók myndbandið upp á gamla Canon myndbandsupptökuvél frá árinu 2000 sem gaf skemmtilegan blæ. Allt myndbandið var tekið upp á 90 mínútum við Skarfaklett. Þetta voru mjög lifandi upptökur og í einu rennslinu birtust allt í einu um 20 sjósundskonur upp úr þurru. Það var geggjað móment og okkur fannst þetta allt minna okkur á einhvern skandinavískan draum.“ Hildur, Kjartan Trauner og Ragna. Aðsend Það er margt á döfinni hjá RED RIOT sem stefna á að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðar í vetur. Hér má hlusta á sveitina á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Klippa: Red Riot - Got This Thing Hildur Kristín Stefánsdóttir og Ragna Kjartansdóttir hafa báðar vakið athygli fyrir sólóverkefni sín, Hildur undir eigin nafni og Ragna undir nafninu Cell7. Lagið Got This Thing er samið, pródúserað og gefið út af þeim sjálfum. Segja má að þær séu brautryðjendur sem kvenkyns pródúserar í íslenskri danstónlist. Ný ást og nýir tímar „Á síðasta ári var hljómsveitin tilnefnt til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir fyrsta lagið okkar Bounce Back. Nýja lagið, Got This Thing, er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum.“ Myndbandið er framleitt af Kjartani Trauner og segja þær að myndbandið hafi verið skotið mjög spontant eitt fallegt ágústkvöld í Reykjavík. „Við vildum að tónlistarmyndbandið næði stemningu lagsins og okkur langaði að skjóta það við fallegt sólarlag. Við höfðum fylgst með veðurspánni og vorum þetta kvöld á leiðinni í myndatöku þegar við sáum hvað stefndi í fallegt sólarlag. Með hálftíma fyrirvara ákváðum við frekar að taka upp tónlistarmyndband þar sem himinninn var svo fallegur í húminu. Kjartan tók myndbandið upp á gamla Canon myndbandsupptökuvél frá árinu 2000 sem gaf skemmtilegan blæ. Allt myndbandið var tekið upp á 90 mínútum við Skarfaklett. Þetta voru mjög lifandi upptökur og í einu rennslinu birtust allt í einu um 20 sjósundskonur upp úr þurru. Það var geggjað móment og okkur fannst þetta allt minna okkur á einhvern skandinavískan draum.“ Hildur, Kjartan Trauner og Ragna. Aðsend Það er margt á döfinni hjá RED RIOT sem stefna á að gefa út sína fyrstu breiðskífu síðar í vetur. Hér má hlusta á sveitina á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira