Gulur september - Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2023 16:00 Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Alma D. Möller Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun