Gulur september - Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar 10. september 2023 16:00 Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Alma D. Möller Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Gulur september er mánuður vitundarvakningar um geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir. Gula litinn tengjum við sjálfsvígsforvörnum en sjálfsvíg eru málefni sem varða heiminn allan. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun deyja um 700.000 einstaklingar árlega í sjálfsvígi, á heimsvísu. Að meðaltali falla 39 einstaklingar fyrir eigin hendi árlega hér á landi. Hvert sjálfsvíg hefur veruleg áhrif á fjölda fólks, aðstandendur og vini, langt út fyrir innsta hring hins látna. Tíðni sjálfsvíga hefur verið nokkuð svipuð sl. áratugi, um 10-11 á hverja 100 þúsund íbúa að jafnaði, því miður hefur ekki tekist að lækka tíðni þeirra. Við þurfum því að gera betur. Á Íslandi vinnum við eftir samþykktri Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um þá vinnu. Áætlunin felur í sér forvarnir á öllum stigum. M.a. er áhersla á að efla geðrækt, seiglu og fræðslu, með það að markmiði að reyna með öllum ráðum að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Verkefnin miða líka að því að veita viðeigandi úrræði ef einstaklingur upplifir sjálfsvígshugsanir eða hegðun ásamt því að samræma verklag, þjónustu og stuðning við þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Aðgerðaráætlun sem unnið er eftir var samþykkt af stjórnvöldum árið 2018. Henni fylgdi tímabundið fjármagn en í júní síðastliðnum, varð breyting á þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, ákvað að veita fast árlegt fjármagn til sjálfsvígsforvarna. Með þessu hefur föst staða verkefnastjóra sjálfsvígsforvarna hjá embætti landlæknis loks verið tryggð. Vinna við sjálfsvígsforvarnir er stöðugt verkefni en áætlunin samanstendur af 54 aðgerðum. Það hefur tekist að loka 12 af þeim og tvær til viðbótar eru á lokametrunum. Þetta þýðir að enn standa eftir 40 aðgerðir. Margar þeirra eru yfirgripsmiklar, kostnaðarsamar og við framkvæmd þeirra og innleiðingu þurfa mörg ráðuneyti, stofnanir og samtök að vinna saman. Skilaboð átaksins um Gulan september vísa einmitt til samvinnu, stuðnings, kærleika, aðgátar og umhyggju fyrir náunganum. Er allt í gulu? Hugmyndin er að þessi spurning opni á samtal um líðan, en fyrir mörg getur það eitt reynst stórt og erfitt skref. Við vitum að það er alltaf fyrsta skrefið að tala við einhvern sem við treystum um áhyggjur okkar og vandamál. Og við verðum að trúa og vita að það er hjálp að fá. Dagskráin í gulum september samanstendur af fjölda viðburða t.d. kyrrðarstundum, göngum, tónleikum, fræðsluerindum, morgunfundi um geðrækt á vinnustöðum og málþingi. Einnig verða birtar stuttar greinar tengdar málefninu og nýtt efni lítur dagsins ljós. Dæmi um þetta eru bæklingarnir; Ástvinamissir vegna sjálfsvígs og Að finna orðin sem inniheldur hjálplegar leiðir til að styðja þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi. Þar skiptir máli hvernig við orðum hlutina. Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna er 10. september, dagurinn er haldinn á heimsvísu. Tilgangur hans er að sýna stuðning við sjálfsvígsforvarnir, til að minnast þeirra sem dáið hafa í sjálfsvígi og til að sýna aðstandendum stuðning og samhug. Samvinna er lykilatriði þegar kemur að sjálfsvígsforvörnum við getum öll haft áhrif með orðum okkar og gjörðum. Við þurfum að hjálpast að og þannig náum við þeim slagkrafti sem þarf til að árangur náist. Við erum öll sjálfsvígsforvarnir. Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta símann s.552-2218. Þá er mikilvægt er að öll umfjöllun um sjálfsvíg í fjölmiðlum sé fagleg og yfirvegurð, sjá leiðbeiningar fyrir fjölmiðla hér. Höfundur er landlæknir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun