Erlent

Lög­regla sprautaði vatni á að­gerða­sinna

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Aljólegu baráttusamtökin Extinction Rebellion stóðu fyrir mótmælunum. 
Aljólegu baráttusamtökin Extinction Rebellion stóðu fyrir mótmælunum.  EPA

Lögreglan í Haag í Hollandi beittu vatnssprautum á loftslagsaðgerðarsinna sem mótmæltu á hraðbraut skammt frá borginni í dag.

Þúsundir lögðu leið sína að hraðbrautinni A12 í dag til þess að mótmæla styrkjum ríkisins til jarðefnaeldsneytisiðnaðarins, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda. 

Harðbrautin tengir borgina við landamæri Þýskalands og liggur í gegnum héröðin Suður-Holland, Utrecht og Gelderland. Hún er því verulega fjölfarin. 

Baráttusamtökin Extinction Rebellion, sem skipulögðu mótmælin, hyggjast ekki láta af mótmælunum fyrr en yfirvöld hætti að nota fjármagna eldsneytisiðnaðinn með almannaféi.

Aðgerðir lögreglunnar virðast ekki hafa fallið illa í kramið en hiti náði 29 gráðum í borginni í dag.AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×