Tilvistarkreppa ólífuolíunnar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 9. september 2023 14:45 Búist er við að neysla á ólífuolíu dragist saman um allt að 40 prósent á þessu ári. Getty Ólífuuppskeran á Spáni hefur hrunið á undanförnum mánuðum vegna viðvarandi þurrka. Verð hefur hækkað upp úr öllu valdi og neytendur segjast þurfa að skera niður innkaup á annarri matvöru til að hafa efni á ólífuolíunni. Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita. Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Spánn er stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum Ólífuolían er hornsteinn spænskrar matargerðar enda er Spánn stærsti framleiðandi ólífuolíu í heiminum. Hilluplássið fyrir ólífuolíu í stórmörkuðum er mælt í tugum metra. Og verðið getur verið allt frá örfáum evrum á lítrann upp í andvirði 50 til 60.000 króna fyrir lítrann. Og það er vandfundið það spænska heimili þar sem ekki er til ólífuolía. En þeim kann að fara fjölgandi. Því ólífuolían er í tilvistarkreppu, hún er nefnilega orðin svo dýr, dýrari en nokkru sinni áður. Engin matvara hefur hækkað eins mikið á Spáni að undanförnu, eða um tæp 40% á einu ári. Samdráttur í neyslu og útflutningi Búist er við að neyslan dragist saman um allt að 40% prósent á þessu ári og útflutningur dregst saman um svipað. Spænska dagblaðið El País ræddi á dögunum við neytendur í kjörbúðum sem allir sögðu að þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir þá myndu þeir ekki hætta að kaupa ólífuolíu, það sé ómögulegt, hún sé svo ríkur hluti spænskrar menningar. Frekar myndu þeir kaupa minna og ódýrara af annarri matvöru. Þá nefndu sumir að þeir myndu hugsanlega nota ólífuolíuna sjaldnar, við hátíðlegri tilefni, en skipta kannski hversdags yfir í sólblóma-, repju eða pálmaolíu. Uppskeran hefur hrunið vegna langvarandi þurrka Ástæða þessara miklu hækkana er lélegri ólífuuppskera. Síðasta uppskera gaf einungis af sér 660.000 tonn af ólífum, en meðaluppskera er venjulega um ein og hálf milljón tonna. Og útlitið fyrir komandi uppskeru er ekki gott. Einfaldlega ef því að það rignir ekki og bændur eiga í erfiðleikum með að útvega vatn til að vökva ólífulundina. Bændur hafa þó ekki misst alla von og treysta á hressilegar haustrigningar. Guð láti gott á vita.
Spánn Matvælaframleiðsla Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira