Leik lokið: Valur - Fram 29-20 | Valur vann afar sannfærandi sigur gegn Fram Hjörvar Ólafsson skrifar 9. september 2023 17:50 Valur fékk Fram í heimsókn að Hlíðarenda í dag. Vísir/Hulda Margrét Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik skildu leiðir og Valur bjó hægt og bítandi til öruggt forskot. Staðan var 19-10 í hálfleik. Leikurinn jafnaðist í fyrri hálfeik en Fram munurinn var um það bil 10 mörk þangað til að gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiksins. Valskonur sáu hins vegar til þess að leikurinn varð í raun aldrei spennandi og niðurstaðan níu marka sigur heimakvenna, 29-20. Dagur Snær: Ánægður með að byrja á sterkum sigri „Við byrjuðum þennan leik vel og ég var ánægður með varnarleikinn allt frá upphafi til enda. Sara Sif var svo svo öflug þar fyrir aftan. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á svona sterkum sigri,“ sagði Dagur Snær Steingrímsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Þetta var hörkuleikur eins og ávallt þegar Valur og Fram mætast. Við náðum að búa til gott forskot í fyrri hálfleik. Fram kom til baka um miðjan seinni hálfleik en við náðum að landa góðum sigri. Þetta var gott start á mótinu,“ sagði Dagur Snær enn fremur. Einar Jónsson: Hópurinn tekið miklum breytingum „Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópnum og liðið er svolítið að kynnast. Þetta er í raun fyrsti leikurinn þar sem allt liðið kemur saman og spilar saman. Við erum ekki að stefna á deildarmeistaratitilinn. Við erum á þeirri vegferð að bæta okkur eftir því sem líður á vetur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram. „Það eru margar ungar ungar stelpur að fá stórt hlutverk í þessu lið og það mun taka tíma að slípa liðið saman. Það voru margir jákvæðir hlutir í þessum leik sem við getum byggt á í framhaldinu. Alfa var flott í þessum leik og Lena Margrét var flott. Við munum bæta okkur jafnt og þétt þegar líður á veturinn. Við höfum engar áhyggjar þrátt fyrir að hafa tapa þessum leik,“ sagði Einar um veturinn sem fram undan er. Einar, þjálfrai Fram, á hliðarlínunni.Vísir/Diego Af hverju vann Valur? Valskonur voru rútíneraðri í sínum aðgerðum á báðum endum vallarins. Hægt og rólega bjuggu þær til þægilegt forskot sem þær létu aldrei af hendi. Varnarleikur liðsins var þéttur allan leikinn og það varð til þess að Fram náði aldrei að klóra almennilega í bakkann. Hverjar voru bestar á vellinum? Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með sex mörk en næst á eftir henni voru Elín Rósa Magnúsdóttir og Lilja Ágústsdóttir með fimm mörk hvor. Sara Sif Helgadóttir var öflug í marki Vals með 10 varin skot. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Lena Margrét Valdimarsdóttir voru atkvæðamestar hjá Fram en Alfa skoraði sex mörk og Lena Margrét fimm. Hvað gekk illa? Leikmönnum Fram gekk á köflum illa að finna glufur á þéttum varnarmúr Vals í uppstilltum varnarleik og undir lok fyrri hálfleiks gekk liðinu afar illa að koma sér í góð færi. Þá gekk gestunum illa að halda Theu Imani í skefjum. Hvað gerist næst? Valur fær KA/Þór í heimsókn á föstudaginn kemur en daginn eftir spilar Fram við ÍR í Úlfarsárdal. Olís-deild kvenna Valur Fram
Valur bar sigurorð af Fram, 29-20, þegar liðin leiddu saman hesta sína í fyrstu umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í Origo-höllinni að Hlíðarenda í dag. Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik skildu leiðir og Valur bjó hægt og bítandi til öruggt forskot. Staðan var 19-10 í hálfleik. Leikurinn jafnaðist í fyrri hálfeik en Fram munurinn var um það bil 10 mörk þangað til að gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiksins. Valskonur sáu hins vegar til þess að leikurinn varð í raun aldrei spennandi og niðurstaðan níu marka sigur heimakvenna, 29-20. Dagur Snær: Ánægður með að byrja á sterkum sigri „Við byrjuðum þennan leik vel og ég var ánægður með varnarleikinn allt frá upphafi til enda. Sara Sif var svo svo öflug þar fyrir aftan. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á svona sterkum sigri,“ sagði Dagur Snær Steingrímsson, þjálfari Vals, að leik loknum. „Þetta var hörkuleikur eins og ávallt þegar Valur og Fram mætast. Við náðum að búa til gott forskot í fyrri hálfleik. Fram kom til baka um miðjan seinni hálfleik en við náðum að landa góðum sigri. Þetta var gott start á mótinu,“ sagði Dagur Snær enn fremur. Einar Jónsson: Hópurinn tekið miklum breytingum „Það hafa orðið miklar breytingar á leikmannahópnum og liðið er svolítið að kynnast. Þetta er í raun fyrsti leikurinn þar sem allt liðið kemur saman og spilar saman. Við erum ekki að stefna á deildarmeistaratitilinn. Við erum á þeirri vegferð að bæta okkur eftir því sem líður á vetur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram. „Það eru margar ungar ungar stelpur að fá stórt hlutverk í þessu lið og það mun taka tíma að slípa liðið saman. Það voru margir jákvæðir hlutir í þessum leik sem við getum byggt á í framhaldinu. Alfa var flott í þessum leik og Lena Margrét var flott. Við munum bæta okkur jafnt og þétt þegar líður á veturinn. Við höfum engar áhyggjar þrátt fyrir að hafa tapa þessum leik,“ sagði Einar um veturinn sem fram undan er. Einar, þjálfrai Fram, á hliðarlínunni.Vísir/Diego Af hverju vann Valur? Valskonur voru rútíneraðri í sínum aðgerðum á báðum endum vallarins. Hægt og rólega bjuggu þær til þægilegt forskot sem þær létu aldrei af hendi. Varnarleikur liðsins var þéttur allan leikinn og það varð til þess að Fram náði aldrei að klóra almennilega í bakkann. Hverjar voru bestar á vellinum? Thea Imani Sturludóttir var markahæst hjá Val með sex mörk en næst á eftir henni voru Elín Rósa Magnúsdóttir og Lilja Ágústsdóttir með fimm mörk hvor. Sara Sif Helgadóttir var öflug í marki Vals með 10 varin skot. Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Lena Margrét Valdimarsdóttir voru atkvæðamestar hjá Fram en Alfa skoraði sex mörk og Lena Margrét fimm. Hvað gekk illa? Leikmönnum Fram gekk á köflum illa að finna glufur á þéttum varnarmúr Vals í uppstilltum varnarleik og undir lok fyrri hálfleiks gekk liðinu afar illa að koma sér í góð færi. Þá gekk gestunum illa að halda Theu Imani í skefjum. Hvað gerist næst? Valur fær KA/Þór í heimsókn á föstudaginn kemur en daginn eftir spilar Fram við ÍR í Úlfarsárdal.