Fótbolti

Rubiales ákærður og kallaður til skýrslutöku

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rubiales hefur ekki sagt af sér og hefur líkt aðförinni að sér við nornaveiðar.
Rubiales hefur ekki sagt af sér og hefur líkt aðförinni að sér við nornaveiðar. Getty

Saksóknaraembætti á Spáni hefur lagt fram ákæru á hendur Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins, eftir að Jenni Hermoso, leikmaður landsliðs Spánar, tilkynnti málið formlega á þriðjudag.

Á þriðjudag tilkynnti Hermoso málið formlega til embættisins og nú hefur ákæra verið lögð fram. Rubiales kyssti Hermoso á munninn fyrir framan alþjóð þegar Spánn fagnaði heimsmeistaratitlinum í Ástralíu á dögunum. Koss sem var ekki með samþykki Hermoso.

Eftir að hafa tekið mál Hermoso til greina tilkynnti saksóknaraembættið í dag að Rubiales yrði ákærður fyrir kynferðisofbeldi og ólögmæta nauðung.

Saksóknari hefur lagt fram ákæru á hendur Rubiales og vísað málinu til dómskerfisins. Það er í höndum dómara að taka ákvörðun um hvort málið verði tekið til formlegrar rannsóknar. Því næst yrði tekin ákvörðun um hvort málið fari fyrir dómstóla eða það látið niður falla.

Rubiales hefur verið boðaður til skýrslutöku.

„Saksóknari óskar eftir því að Rubiales mæti til skýrslutöku sem sakborningur og Jenni Hermoso sem fórnarlamb,“ segir í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu. Þá hefur verið óskað eftir upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í Ástralíu þar sem atvikið átti sér stað.

Refsing fyrir kynferðisbrot á Spáni getur verið frá sektum upp í fjögurra ára fangelsi.


Tengdar fréttir

Her­mos­o leggur inn kvörtun til sak­­sóknara vegna for­­setans

Jenni­fer Her­mos­o, leik­maður spænska lands­liðsins í fót­bolta, sem mátti þola ó­um­beðinn rembings­koss frá for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins í kjöl­far glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn sak­sóknara­em­bættisins á Spáni vegna hegðunar for­setans, Luis Ru­bi­a­les.

Vilda segir brottreksturinn ósanngjarnan

Jorge Vilda, fyrrverandi þjálfari spænska kvennalandsliðsins, segir það ósanngjarnt að hann hafi verið rekinn frá störfum aðeins nokkrum vikum eftir að hann gerði liðið að heimsmeisturum.

Leikmenn spænska karlaliðsins fordæma hegðun Rubiales

Leikmenn spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu fordæma hegðun Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins eftir úrslitaleik HM kvenna þar sem spænska kvennalandsliðið tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í sögunni.

Sam­einuðu þjóðirnar senda Her­mos­o stuðnings­yfir­lýsingu

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sent Jennifer Hermoso, leikmanni spænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, stuðningsyfirlýsingu eftir að leikmaðurinn fékk óumbeðinn rembingskoss frá forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubialis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×