Kyle Walker skoraði í jafntefli gegn Úkraínu | Svíþjóð valtaði yfir Eistland Andri Már Eggertsson skrifar 9. september 2023 18:00 Getty Úkraína og England skildu jöfn þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. England er í efsta sæti C-riðlis með 13 stig. Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 26. mínútu. Fimmtán mínútum seinna jafnaði Kyle Walker leikinn og staðan var 1-1 í hálfleik. Það gerðist lítið marktækt í seinni hálfleik og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Zinchenko opens the scoring vs. England 🇺🇦👏 pic.twitter.com/4BGZaCd2Gy— ESPN FC (@ESPNFC) September 9, 2023 England er í efsta sæti í C-riðli með 13 stig og Úkraína er í öðru sæti sjö stig. Í kvöld mætast síðan Norður Makedónía og Ítalía í sama riðli. Svíþjóð var ekki í neinum vandræðum með Eistland. Leikurinn endaði með 0-5 sigri þar sem Dejan Kulusevski skoraði og var maður leiksins. Í I-riðli gerðu Andorra og Hvíta-Rússland markalaust jafntefli. EM 2024 í Þýskalandi
Úkraína og England skildu jöfn þegar liðin mættust í undankeppni EM í dag. England er í efsta sæti C-riðlis með 13 stig. Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 26. mínútu. Fimmtán mínútum seinna jafnaði Kyle Walker leikinn og staðan var 1-1 í hálfleik. Það gerðist lítið marktækt í seinni hálfleik og leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Zinchenko opens the scoring vs. England 🇺🇦👏 pic.twitter.com/4BGZaCd2Gy— ESPN FC (@ESPNFC) September 9, 2023 England er í efsta sæti í C-riðli með 13 stig og Úkraína er í öðru sæti sjö stig. Í kvöld mætast síðan Norður Makedónía og Ítalía í sama riðli. Svíþjóð var ekki í neinum vandræðum með Eistland. Leikurinn endaði með 0-5 sigri þar sem Dejan Kulusevski skoraði og var maður leiksins. Í I-riðli gerðu Andorra og Hvíta-Rússland markalaust jafntefli.