Erlent

Batt sig undir sendi­ferða­bíl og strauk úr fangelsi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Strok Khalife er það sjötta í landinu frá árinu 2017.
Strok Khalife er það sjötta í landinu frá árinu 2017. Lögreglan í Lundúnum/AP

Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið.

Umfangsmikil leit að 21 árs gamla fanganum Daniel Abed Khalife hefur verið í gangi síðan í morgun, þegar upp komst að hann hefði strokið úr fangelsinu HMP Wandsworth í suðvesturhluta Lundúna.

Khalife, sem er fyrrverandi hermaður í Bretlandi, hefur verið ákærður í tengslum við hryðjuverk. Hann er sakaður um að hafa komið gervisprengjum fyrir á herstöð sinni í janúar á þessu ári. Hann hafði verið vistaður í fangelsinu meðan beðið var eftir réttarhöldum í málinu.

Talið er að fanginn hafi strokið í gegnum eldhús fangelsisins og síðar bundið sig undir sendiferðabíl um áttaleytið í morgun að staðartíma. 

Leitin að Khalife spannar nú allt Bretland.Í frétt BBC segir að miklar seinkanir hafa orðið á flugferðum úr landinu vegna aukinna öryggisskoðanna á flugvöllum. Að sögn yfirvalda hafa nú allar lögreglu- og landamærastöðvar í Bretlandi aukið eftirlit.

Að sögn lögreglu er maðurinn ekki sagður hættulegur almenningi, þó séu íbúar beðnir um að gefa eig ekki á tal við hann, komi þeir auga á hann, heldur hringja í lögregluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×