Þrír íslenskir þjálfarar í eldlínunni í Þýskalandi Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 18:40 Guðjón Valur er þjálfari Gummersbach. Twitter@vfl_gummersbach Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Íslendingaliðið Gummersbach náði í jafntefli eftir æsispennandi lokamínútur gegn Hannover-Burgdorf. Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik og voru nokkrir Íslendingar í eldínunni í leikjum kvöldsins. Gummersbach tók á móti Hannover-Burgdorf á heimavelli sínum. Elliði Snær Viðarsson var á sínum stað í liði Gummersbach og lét til sín taka bæði í vörn og sókn. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og Heiðmar Felixson er við stjórnvölinn hjá Hannover-Burgdorf. Gestirnir frá Hannover-Burgdorf voru með yfirhöndina nær allan leikinn í dag. Liðið náði fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik en undir lokin beit Gummersbach vel frá sér og tókst að jafna metin í 32-32 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Skömmu síðar fékk Ellið Snær síðan rautt spjald og Gummersbach því einum færra á síðustu mínútu leiksins. Hannover-Burgdorf var ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og koma sér yfir á ný en Gummersbach tókst að jafna á ný og tryggja sér 33-33 jafntefli. Elliði Snær skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í kvöld. Þetta voru fyrstu stigin sem Hannover-Burgdorf tapar í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Gummersbach er með sigur, tap og jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum. Í hinum leik kvöldsins tapaði Bergischer 28-27 á útivelli gegn Erlangen. Arnór Þór Gunnarsson er einn af þjálfurum Bergischer en hann lék um árabil með liðinu og lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Bergischer var með 26-23 forystu þegar skammt var eftir af leiknum en fór illa að ráði sínu undir lokin og tapaði að lokum með eins marks mun. Þýski handboltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Tveimur leikjum er lokið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik og voru nokkrir Íslendingar í eldínunni í leikjum kvöldsins. Gummersbach tók á móti Hannover-Burgdorf á heimavelli sínum. Elliði Snær Viðarsson var á sínum stað í liði Gummersbach og lét til sín taka bæði í vörn og sókn. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach og Heiðmar Felixson er við stjórnvölinn hjá Hannover-Burgdorf. Gestirnir frá Hannover-Burgdorf voru með yfirhöndina nær allan leikinn í dag. Liðið náði fjögurra marka forskoti í síðari hálfleik en undir lokin beit Gummersbach vel frá sér og tókst að jafna metin í 32-32 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir. Skömmu síðar fékk Ellið Snær síðan rautt spjald og Gummersbach því einum færra á síðustu mínútu leiksins. Hannover-Burgdorf var ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og koma sér yfir á ný en Gummersbach tókst að jafna á ný og tryggja sér 33-33 jafntefli. Elliði Snær skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach í kvöld. Þetta voru fyrstu stigin sem Hannover-Burgdorf tapar í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu en Gummersbach er með sigur, tap og jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum. Í hinum leik kvöldsins tapaði Bergischer 28-27 á útivelli gegn Erlangen. Arnór Þór Gunnarsson er einn af þjálfurum Bergischer en hann lék um árabil með liðinu og lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil. Bergischer var með 26-23 forystu þegar skammt var eftir af leiknum en fór illa að ráði sínu undir lokin og tapaði að lokum með eins marks mun.
Þýski handboltinn Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti