Í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 6. september 2023 10:01 Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Auglýsinga- og markaðsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Borgir og svæði um allan heim vinna að því í mismiklum mæli að efla sjálfbærni sinna áfangastaða. Það er erfitt að finna stefnu þar sem sjálfbærni er ekki hluti af framtíðarsýn og reynt er að tryggja jákvæða þróun sem er í sátt við íbúa, atvinnugreinina og ferðamennina sjálfa. Því mestu skiptir íbúar séu ánægð með þann stað sem búið er á og þróun hans inn til framtíðar. Ferðamenn vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu Samkvæmt rannsóknum m.a. á vegum erlendra bókunarfyrirtækja má sjá að meirihluti ferðamanna vilja hafa sem minnst áhrif á umhverfi og menningu áfangastaða sem þeir ferðast til. Hvort þeim tekst það og vita hvernig það er gert er annað mál. Þetta felur hins vegar í sér að reyna að minnka neikvæð umhverfisáhrif, styðja við efnahag, menningu og samfélagið á áfangastað, heimsækja staði sem eru ekki þaulsetnir, minnka kolefnisfótsporið og leggja af mörkum til náttúrunnar, umhverfisins og dýralífsins. Samstarfsvettvangur til þess að stilla saman strengi Nú þegar ferðaþjónustan er kominn á skrið aftur er mikilvægt að eiga vettvang þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stillir saman strengi. Til þess að stuðla að sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar og vinna þannig í átt að sjálfbærni sem er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu. Til þess að þarf að vera samstarfsvettvangur þar sem umræða um gildi og þróun áfangastaðarins eru rædd. Samtal um innviði, upplifun, vöru og þjónusta sem ætti að bjóða upp og já mögulega ekki bjóða upp á. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur Garðabæ, Kópavog, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnes. Stofan var var stofnuð á vormánuðum af Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Ferðamálasamtökum höfuðborgarsvæðisins. Hlutverk hennar er að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild. Efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Tökum þátt í samtalinu og samstarfinu Stofunni er m.a. ætlað að vera bæði markaðs- og áfangastaðastofa. Hún mun vinna að því að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn til ferðamanna og efla samkeppnishæfni hans í alþjóðlegri samkeppni. Stofan skal efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sérstaklega sveitarfélaga, atvinnulífsins og stoðkerfisins en einnig eiga samtal við íbúa. Hún mun sinna bæði markaðs- og kynningarstarfi en einnig áfangastaðaþróun og þar með styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar og stuðla að fagmennsku. Við viljum því hvetja alla ferðaþjónustuaðila á höfuðborgarsvæðinu að gerast aðili að Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og taka þátt í samtalinu og samstarfinu um þróun og markaðssetningu áfangastaðarins. Ásamt því að vera virk í samfélagi, tengslastarfi og samstarfi aðila á svæðinu og skapa þannig aukinn slagkraft – í átt að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar