Þrír mánuðir eru liðnir frá upphafi gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu, auk þess sem þeir hafa sótt fram í austri, nærri Bakhmut. Gagnsóknin hefur gengið hægar en Úkraínumenn og bakhjarlar þeirra vonuðust til og er það að mestu rakið til umfangsmikilla varna Rússa. Rússar hafa einnig verið að gera árásir í Karkívhéraði og sóttu þar fram um tíma. Sú sókn virðist hafa verið stöðvuð en víglínan hefur lítið hreyfst þar undanfarnar vikur. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri um þessar mundir en fregnir af því að Rússar hafi sóst eftir því að koma sprengjukúlur frá Norður-Kóreu styðja þær fregnir. Sjá einnig: Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Rússar framleiða mikinn fjölda sprengikúla á degi hverjum en enn fleiri eru notaðar í átökunum í Úkraínu. Meginþunginn í Sapórisjía Aðgerðir Úkraínumanna eiga sér að mestu stað á þremur stöðum á víglínunni: Meginþunginn er í árásum Úkraínumanna suður af Orkihiv í Sapórisjíahéraði. Þar virðist markmiðið vera að brjóta leið í gegnum varnir Rússa og sækja suður að Melitopol, við strendur Asóvhafs. Það myndi skera á birgðalínur Rússa til sveita sinna í suðri og á Krímskaga. Úkraínumenn hafa einnig reynt að sækja fram austar í Sapórisjíahéraði, suður frá Veilka Novosilka. Sú sókn virðist beinast að borginni Berdyansk, sem liggur einnig við strendur Asóvhafs. NEW: #Ukrainian forces continued to advance in western #Zaporizhia Oblast on September 5. Geolocated footage indicates that #Ukraine made gains northwest and south of #Robotyne as well as northwest of #Verbove. https://t.co/gZqWPgZgNO pic.twitter.com/EjxQvv3S7w— ISW (@TheStudyofWar) September 5, 2023 Þá hafa Úkraínumenn herjað á Rússa nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. Þar hafa úkraínskir hermenn sótt hægt fram en þar hafa þeir einnig barist við rússneska fallhlífahermenn, sem þykja þeir bestu í rússneska hernum, en þeir hermenn hafa í millitíðinni ekki getað komið að vörnum Rússa í suðri. Undanfarnar vikur hefur færst aukinn kraftur í sókn Úkraínumanna og þá sérstaklega þá suður af Orkihiv, þar sem þeir hafa sótt mest fram. Sækja fram trjálínu til trjálínu Sóknin gengur þó hægt, eins og áður hefur komið fram. Suðurhluti Úkraínu er að mestu leyti ræktunarland þar sem akrar eru umkringdir trjálínum. Rússar hafa grafið umfangsmiklar skotgrafir í þessum trjálínum og þarf að berjast um hverja einustu. Því sækja Úkraínumenn einungis nokkur hundruð metra fram í einu og Rússar fá tækifæri til að byggja upp nýjar varnir við hverja trjálínu. Í upphafi reyndu Úkraínumenn að mynda stórar fylkingar hermann á skrið- og bryndrekum og brjóta sér þannig leið í gegnum varnir Rússa en það reyndist mjög erfitt og of kostnaðarsamt, þó vestrænir skrið- og bryndrekar hafi reynst úkraínskum hermönnum betur en sambærileg farartæki frá tímum Sovétríkjanna. Áhafnir vestrænna bryn- og skriðdreka eru mun líklegri til að lifa eyðileggingu þeirra af. Nýlega birtist myndbandið af fyrsta ónýta Challenger 2 skriðdrekanum sem Úkraínumenn fengu frá Bretum. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að allir í áhöfn skriðdrekans hafi lifað af. #Ukraine: A Ukrainian Challenger 2 tank was destroyed near Robotyne, #Zaporizhzhia Oblast. A damaged T-64BV and two destroyed IMVs can be seen too.This is the first confirmed loss of this tank in Ukraine and is also the first one ever destroyed by enemy action. pic.twitter.com/hFWkYQ8XSV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 5, 2023 Stórskotalið og drónar skipta sköpum í þessum átökum, þar sem tiltölulega fámennir hópar fótgönguliðs sækja fram trjálínu frá trjálínu. Þá eru Rússar byrjaðir að koma fyrir sprengiefnum í skotgröfum sínum og tálbeituskotgröfum. Þessar sprengjur hafa svo verið sprengdar eftir að Rússar hafa neyðst til að hörfa og Úkraínumenn eru komnir ofan í skotgrafirnar. Til marks um það hve drónar hafa nýst vel segir RUSI frá því að Úkraínumenn hafi eitt sinn sent fimm dróna, sem hver bar fjórar sprengjur, eftir að Rússar sáust safna skriðdrekum saman. Úkraínumönnum tókst að granda eða skemma verulega sjö skriðdreka. Drónarnir, sem voru sérhannaðir, töpuðust þó. Harðir bardagar hafa geysað víða í Úkraínu á undanförnum mánuðum. Ljósmyndarar og blaðamenn hafa þó ekki fengið aðgang að átökunum í suðurhluta landsins.AP/Libkos Drónar eru einnig notaðir til að vakta víglínuna svo hægt sé að stýra stórskotaliðsárásum á báða bóga. Þessir drónar hafa reynst Rússum mjög vel, þar sem þeir geta séð þegar Úkraínumenn reyna að sækja fram. Undanfarnar vikur hafa þó gefið til kynna að Úkraínumönnum hafi tekist að vekja varnir Rússa í suðri og eru þeir sagðir hafa náð töluverðum árangri gegn stórskotaliði Rússa þar. Rússneskir herbloggarar hafa sagt frá því að ástandið sé alvarlegt suður af Orkihiv og að Úraínumenn hafi töluverða yfirburði þar, þegar kemur að stórskotaliði og geti látið sprengjum rigna yfir rússneska hermenn. Staðan tekin á gagnsókninni og framhaldinu Tvær skýrslur um gagnsóknina voru birtar á mánudaginn. Önnur þeirra var skrifuð af sérfræðingum bresku hugveitunnar RUSI, eða Royal United Services Institute. Það er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI segir að burtséð frá því hvort gagnsókn Úkraínumanna heppnist eða ekki, muni stríðið halda áfram og Úkraínumenn munu þurfa að reka Rússa frá öðrum svæðum Úkraínu. Því sé mikilvægt fyrir Úkraínumenn og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum að læra af núverandi gagnsókn þeirra. Þjálfun úkraínska hermanna í Vesturlöndum þurfi einnig að taka mið af því hvernig Úkraínumenn berjist en ekki hvernig hersveitir Atlantshafsbandalagins séu þjálfaðar til að berjast. Úkraínumenn muni ekki berjast eins og NATO eftir nokkurra vikna þjálfun og án yfirráða í lofti. Höfundar skýrslunnar segja mikilvægt að bakhjarlar Úkraínu byrji að hugsa um veturinn og hvernig aðstoða megi Úkraínumenn fyrir hann og komandi gagnsóknir á næsta ári. Úkraínskur hermaður hvílir sig eftir bardaga við Rússa.AP/Libkos Greindu stöðuna Hin skýrslan var birt á vef War on the Rocks og var skrifuð af Michael Kkofman og Rob Lee. Þar er farið frekar yfir það hvernig gagnsóknin hefur farið fram í sumar og hvað Úkraínumenn muni þurfa í framhaldinu. Kofman og Lee segja meðal annars úkraínska herinn eiga erfitt með skipulag umfangsmikilla sókna og að samhæfa aðgerðir hersveita á víglínunni. Þrátt fyrir það hafi þeim vegna vel suður af Orkihiv. Þar hafa þeir ekki brotið sér leið í gegnum varnir Rússa en eru komnir langt inn í þær og eru að víkka opið hægt og rólega. Varnir Rússa eru hvað umfangsmestar á þessu svæði og báðar fylkingar hafa sent mikið af varaliði þangað. Ómögulegt er að vita hve stóran hluta af varaliði þeirra bæði Rússar og Úkraínumenn hafi sent í orrustu en Kofman og Lee segja útlit fyrir að flest allar sveitir Úkraínumanna taki nú þátt í bardögum. Svipað sé upp á teningnum hjá Rússum. Særður hermaður aðstoðaður.AP/Libkos Góður árangur hjá stórskotaliði Eins og áður segir breyttu Úkraínumenn tiltölulega fljótt um stefnu í gagnsókninni. Í stað þess að reyna að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa með stórum fylkingum skrið- og bryndreka, fóru Úkraínumenn að beita stórskotaliði og annarskonar langdrægum árásum til að grafa undan vörnum Rússa, ekki ósvipað og þeir gerðu í Kherson-héraði. Stýriflaugum var skotið að stjórnstöðvum Rússa á svæðinu og eldflaugum skotið að brúm, lestarstöðvum og öðru sem Rússar hafa notað til að flytja hergögn og liðsauka á svæðið. Þá hafa árásir verið gerðar á Kerch-brúnna, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands, með því markmiði að stöðva birgðaflutningar þar um. Þá hafa Úkraínumenn átt í stórskotaliðseinvígi við Rússa og hefðbundnu stórskotaliði og HIMARS-eldflaugum en það mun hafa skilað töluverðum árangri, eins og áður hefur komið fram. Á sama tíma hafa Úkraínumenn haldið þrýstingi á Rússa á víglínunni og hafa þeir sótt þar fram. Í skýrslu RUSI segir að við hefðbundnar aðstæður þurfi úkraínskir stórskotaliðshermenn að færa sig um set eftir að hafa hleypt af nokkrum skotum. Rússar hafi stundum svarað skothríð stórskotaliðs á eingöngu tveimur mínútum. Þannig sé staðan ekki í Sapórisjía. Úkraínumenn hafi verið með nákvæmar upplýsingar um staðsetningu rússnesk stórskotaliðs og hafi getað nýtt meiri drægni þeirra til árása sem Rússar hafa ekki getað svarað. Þá hafi skotfærastaða Úkraínumanna batnað til muna en það hefur meðal annars verið rekið til þess að Bandaríkjamenn hafa sent klasasprengjur til Úkraínu. Kofman og Lee segja þessar aðgerðir skipta meira máli upp á framhaldið en það hve stórt svæði Úkraínumenn frelsa. Úkraínumenn þurfi að draga verulega úr mætti Rússa á svæðinu, áður en þeir geta brotið sér leið í gegnum varnirnar þar. Hér að neðan má sjá notkun klasasprengja í Luhanskhéraði á dögunum. DPICM drops. https://t.co/OOP0yY47GB pic.twitter.com/jkde1Er74T— Def Mon (@DefMon3) September 5, 2023 Byggir á styrk Úkraínumanna Þessi leið byggir líka á styrk Úkraínumanna, samkvæmt Kofman og Lee, þó bakhjarlar þeirra vilji helst að þeir berjist öðruvísi. Úkraínskir hermenn vilja frekar eiga í tiltölulega fámennum árásum fótgönguliðs. Árásir sem þessar eru ekki líklegar til að gera gat á varnir Rússa en þær eru taldar draga verulega úr mannfalli meðal úkraínskra hermanna. Í skýrslunni segja þeir að hernaður eins og sá sem Úkraínumenn reyni nú að beita henti ekki í góðar fyrirsagnir en hann henti fyrir Úkraínumenn. Án yfirráða í lofti og gegn jafn umfangsmiklum vörnum og Rússar hafa byggt upp, sé erfitt að sækja fram í stórum fylkingum skrið- og bryndreka. Jarðsprengjusvæði Rússa eru samkvæmt Kofman og Lee helsti steinninn í götu Úkraínumanna en Rússar hafa notað mun fleiri jarðsprengjur en þjálfun þeirra og venjur segja til um. Meðal annars hafa Rússar staflað jarðsprengjum sem ætlað er að granda skriðdrekum, sérstaklega til þess að granda skriðdrekum sem búnir eru græjum til að komast í gegnum jarðsprengjusvæði. Hermenn stökkva ofan í skotgröf þegar sprengjur falla í kringum þá.AP/Libkos Rússneskir hermenn hafa þar að auki dreift jarðsprengjum sem hannaðar eru til að fella hermenn á meðal jarðsprengja fyrir skriðdreka, til að reyna að fella áhafnir bryn- og skriðdreka sem ekið er á jarðsprengjur. Þessi mikla notkun jarðsprengja hefur í för með sér að úkraínskir hermenn þurfa að fara hægt áfram þegar þeir sækja að skotgröfum Rússa. Þá er oft erfitt að flytja særða hermenn á brott eftir vel heppnaðar árásir, þar sem ekki reynist hægt að koma bryndrekum á svæðið. Það sama á við með að flytja bryn- og skriðdreka fram, til að styðja fótgönguliðið, sem og stórskotalið og loftvarnir. Fyrst þarf að mynda leið í gegnum jarðsprengjurnar. Wall Street Journal birti í gær myndband sem sýnir hvernig Úkraínumenn hafa fjölgað árásum sínum yfir Dnipróá. Þessar árásir hafa opinberað veikleika á vörnum Rússa á svæðinu. Í fréttinni má sjá myndefni frá þessum árásum, sem er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að Rússar geti sent liðsauka þaðan til Sapórisjía. Jarðsprengjur minna vandamál í austri Þetta er minna vandamál í austri, við Bakhmut, þar sem Rússar hafa ekki haft nægilegan tíma til að koma jarðsprengjum fyrir eða byggja upp sambærilegar varnir. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn birtu í síðasta mánuði. Það sýnir árás úkraínskra hermanna á skotgröf Rússa nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Myndbandið sýnir úkraínskum skriðdrekum ekið að trjálínu og er dróni notaður til að finna rússneska hermenn og varpa reyksprengju. Áhafnir skriðdrekanna byrja þá að skjóta á Rússa. Þegar tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandi má sjá eldflaug skotið á loft frá Úkraínumönnum, þarna virðist vera um að ræða eldflaug sem dregur sprengiborða. Sá borði fellur svo til jarðar og er sprengdur en þannig á að myndast op í gegnum mögulegt jarðsprengjusvæði fyrir úkraínska hermenn sem sækja svo fram að skotgröfinni. Lengri útgáfa af myndbandinu sýnir hvernig Úkraínumenn notuðu dróna til að varpa sprengjum á rússneska hermenn í skotgröfunum og hvernig Úkraínumenn náðu tökum á svæðinu eftir skotbardaga í miklu návígi. Í suðri hafa þyrlur og drónar gert Úkraínumönnum erfitt að sækja fram. Þegar Úkraínumenn sækja fram njóta þeir minni verndar loftvarna og varna gegn drónum. Þannig hafa Rússar getað notað Ka-52 þyrlur og Lancet-3 sjálfsprengidróna til að gera árásir á úkraínska hermenn. Þyrlunum er flogið þar sem loftvarnir Úkraínumanna ná ekki til þeirra og er eldflaugum skotið úr þeim á bryn- og skriðdreka Úkraínumanna. Rússar berjast framarlega Þegar kemur að því að greina varnir Rússa segja þeir Kofman og Lee að rússneskir hermenn berjist oft fyrir framan sínar bestu varnarlínur og beiti kostnaðarsömum gagnárásum. Það hve Rússar hafi ákveðið að verjast framarlega hafi haft í för með sér að Úkraínumenn hafi getað látið sprengjum rigna yfir þá. RUSI segir að þar sem Rússar hafi misst mikið af stórskotaliði og forðist að fara of framarlega með fallbyssur sínar, hafi þeir reynt að nota einnig aðrar leiðir til að hægja á eða stöðva Úkraínumenn. Þar hafa Rússar meðal annars notað dróna og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum. Þá eru notaðar sérstakar framvarðasveitir til að skjóta eldflaugum að sveitum Úkraínumanna. Þessir hermenn reyna að sitja fyrir hersveitum Úkraínumanna og granda bryn- og skriðdrekum. RUSI segir engan skort hjá Rússum með eldflaugar af þessu tagi en þá skorti hermenn sem geti og vilji vera í þessum framvarðsveitum. #Ukraine: A Russian logistics and gathering point was targeted by GMLRS strikes of the Ukrainian army near Myronivskyi, #Donetsk Oblast - as a result three supply trucks and a UAZ van were destroyed. pic.twitter.com/KisDqpWoEZ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 5, 2023 Rússar hafa töluverðan mannafla á svæðinu en miklu munar á gæðum þessara hersveita. Víglínan í suðri er mönnuð af blönduðum hersveitum fótgönguliðs, landgönguliða, kvaðmanna og fangasveita en þær síðastnefndu manna framstöðvar varnarlínunnar. Landgönguliðarnir og annað fótgöngulið hefur verið notað til að halda bæjum og þorpum og til að gera gagnárásir gegn Úkraínumönnum. Kofman og Lee segja að lítill baráttuvilji hafi komið niður á vörnum Rússa en það sé mismunandi á milli sveita. Á meðan einhverjir flýja undan Úkraínumönnum hafi aðrir hermenn varist af hörku og gert gagnárásir. Stríðið ekki búið í bráð Sérfræðingar RUSI segja að stríðið mundi halda áfram inn í næsta ár og mikilvægt sé fyrir bakhjarla Úkraínumanna að tryggja að þeir geti fyllt upp í raðir sínar. Þá sé sömuleiðis mikilvægt að halda áfram að útvega Úkraínumönnum stórskotaliðsvopn og skotfæri, þar sem framsókn þeirra reiðir á yfirburði á því sviði. Til þess þurfi að auka framleiðslu á Vesturlöndum. Bæði á skotfærum og hlaupum fyrir fallbyssur. Þar að auki þurfi að rannsaka og þróa leiðir til að verja stórskotaliðsvopn frá rússneskum sjálfsprengidrónum. Sömuleiðis þurfi að finna leiðir fyrir Úkraínumenn til að finna jarðsprengjusvæði og komast í gegnum þau með nægilegum hraða. Einnig segja sérfræðingar hugveitunnar að breyta þurfi þeim aðferðum sem notaðar eru til að þjálfa úkraínska hermenn í Vesturlöndum. Sú þjálfun þurfi að taka meira mið af því hvernig Úkraínumenn berjast, í stað þess að mennirnir séu þjálfaði í aðferðum NATO. Þá þurfi að þjálfa Úkraínumenn betur í að samhæfa og skipuleggja stórar hernaðaraðgerðir. Í skýrslu RUSI segir að rússneskir hermenn verjist vel, þó þeir hafi hörfað víða. Þeir hafi gert það skipulega og bara að næstu varnarlínu, eins og fjallað hefur verið um hér ofar. Það sé þó ljóst að dregið hafi úr mætti þeirra og það muni halda áfram. Ólíklegt sé þó að varnir Rússa muni bresta heldur muni bæði Úkraínumenn og Rússar þurfa að hugsa um það að fylla upp í raðir sínar í vetur, fyrir áframhaldandi átök á næsta ári. Í skýrslunni segir að ráðamenn í Rússlandi vonist líklega til þess að Úkraínumenn muni halda að sér höndum í vetur og á sama tíma muni Rússar gera árásir á innviði Úkraínu á nýjan leik. Því þurfi að tryggja að Úkraínumenn muni hafa burði til að halda áfram að þrýsta á Úkraínumenn í vetur. Hermaður gægist upp úr skotgröf í austurhluta Úkraínu.AP/Libkos Áframhaldandi stuðningur mikilvægur Þeir Kofman og Lee segja líklegt að næstu vikur muni skipta sköpum og gagnsóknin í suðri velti á varaliði og baráttuvilja. Úkraínumenn muni þurfa að halda áfram að veikja stöðu Rússa en að endingu muni þeir þurfa að reyna að gera almennilegt gat á varnir Rússa og til þess þurfi stórar fylkingar bryn- og skriðdreka. Þá muni reyna á hve Úkraínumenn hafi grafið undan Rússum. Úkraínumenn muni einnig þurfa að eiga varalið tilbúið sem hægt er að senda í gegnum gatið, náist að mynda það. Þeir segja einnig að mikilvægt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu og auka hann. Hingað til hafi stuðningurinn verið nægjanlegur til að koma í veg fyrir ósigur Úkraínumanna en nú þurfi að aðstoða þá við að vinna. Ljóst sé þó að það muni taka tíma. Þetta verði líklega langt stríð. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58 Endurnýjar ekki kornsamning nema kröfum hans verði mætt Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum. 4. september 2023 14:37 Reznikov ekki lengur varnarmálaráðherra Úkraínu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf. 4. september 2023 06:56 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Rússar hafa einnig verið að gera árásir í Karkívhéraði og sóttu þar fram um tíma. Sú sókn virðist hafa verið stöðvuð en víglínan hefur lítið hreyfst þar undanfarnar vikur. Fregnir hafa borist af því að Rússa skorti skotfæri um þessar mundir en fregnir af því að Rússar hafi sóst eftir því að koma sprengjukúlur frá Norður-Kóreu styðja þær fregnir. Sjá einnig: Funda og freista þess að eiga viðskipti með vopn og gjaldeyri Rússar framleiða mikinn fjölda sprengikúla á degi hverjum en enn fleiri eru notaðar í átökunum í Úkraínu. Meginþunginn í Sapórisjía Aðgerðir Úkraínumanna eiga sér að mestu stað á þremur stöðum á víglínunni: Meginþunginn er í árásum Úkraínumanna suður af Orkihiv í Sapórisjíahéraði. Þar virðist markmiðið vera að brjóta leið í gegnum varnir Rússa og sækja suður að Melitopol, við strendur Asóvhafs. Það myndi skera á birgðalínur Rússa til sveita sinna í suðri og á Krímskaga. Úkraínumenn hafa einnig reynt að sækja fram austar í Sapórisjíahéraði, suður frá Veilka Novosilka. Sú sókn virðist beinast að borginni Berdyansk, sem liggur einnig við strendur Asóvhafs. NEW: #Ukrainian forces continued to advance in western #Zaporizhia Oblast on September 5. Geolocated footage indicates that #Ukraine made gains northwest and south of #Robotyne as well as northwest of #Verbove. https://t.co/gZqWPgZgNO pic.twitter.com/EjxQvv3S7w— ISW (@TheStudyofWar) September 5, 2023 Þá hafa Úkraínumenn herjað á Rússa nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. Þar hafa úkraínskir hermenn sótt hægt fram en þar hafa þeir einnig barist við rússneska fallhlífahermenn, sem þykja þeir bestu í rússneska hernum, en þeir hermenn hafa í millitíðinni ekki getað komið að vörnum Rússa í suðri. Undanfarnar vikur hefur færst aukinn kraftur í sókn Úkraínumanna og þá sérstaklega þá suður af Orkihiv, þar sem þeir hafa sótt mest fram. Sækja fram trjálínu til trjálínu Sóknin gengur þó hægt, eins og áður hefur komið fram. Suðurhluti Úkraínu er að mestu leyti ræktunarland þar sem akrar eru umkringdir trjálínum. Rússar hafa grafið umfangsmiklar skotgrafir í þessum trjálínum og þarf að berjast um hverja einustu. Því sækja Úkraínumenn einungis nokkur hundruð metra fram í einu og Rússar fá tækifæri til að byggja upp nýjar varnir við hverja trjálínu. Í upphafi reyndu Úkraínumenn að mynda stórar fylkingar hermann á skrið- og bryndrekum og brjóta sér þannig leið í gegnum varnir Rússa en það reyndist mjög erfitt og of kostnaðarsamt, þó vestrænir skrið- og bryndrekar hafi reynst úkraínskum hermönnum betur en sambærileg farartæki frá tímum Sovétríkjanna. Áhafnir vestrænna bryn- og skriðdreka eru mun líklegri til að lifa eyðileggingu þeirra af. Nýlega birtist myndbandið af fyrsta ónýta Challenger 2 skriðdrekanum sem Úkraínumenn fengu frá Bretum. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að allir í áhöfn skriðdrekans hafi lifað af. #Ukraine: A Ukrainian Challenger 2 tank was destroyed near Robotyne, #Zaporizhzhia Oblast. A damaged T-64BV and two destroyed IMVs can be seen too.This is the first confirmed loss of this tank in Ukraine and is also the first one ever destroyed by enemy action. pic.twitter.com/hFWkYQ8XSV— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 5, 2023 Stórskotalið og drónar skipta sköpum í þessum átökum, þar sem tiltölulega fámennir hópar fótgönguliðs sækja fram trjálínu frá trjálínu. Þá eru Rússar byrjaðir að koma fyrir sprengiefnum í skotgröfum sínum og tálbeituskotgröfum. Þessar sprengjur hafa svo verið sprengdar eftir að Rússar hafa neyðst til að hörfa og Úkraínumenn eru komnir ofan í skotgrafirnar. Til marks um það hve drónar hafa nýst vel segir RUSI frá því að Úkraínumenn hafi eitt sinn sent fimm dróna, sem hver bar fjórar sprengjur, eftir að Rússar sáust safna skriðdrekum saman. Úkraínumönnum tókst að granda eða skemma verulega sjö skriðdreka. Drónarnir, sem voru sérhannaðir, töpuðust þó. Harðir bardagar hafa geysað víða í Úkraínu á undanförnum mánuðum. Ljósmyndarar og blaðamenn hafa þó ekki fengið aðgang að átökunum í suðurhluta landsins.AP/Libkos Drónar eru einnig notaðir til að vakta víglínuna svo hægt sé að stýra stórskotaliðsárásum á báða bóga. Þessir drónar hafa reynst Rússum mjög vel, þar sem þeir geta séð þegar Úkraínumenn reyna að sækja fram. Undanfarnar vikur hafa þó gefið til kynna að Úkraínumönnum hafi tekist að vekja varnir Rússa í suðri og eru þeir sagðir hafa náð töluverðum árangri gegn stórskotaliði Rússa þar. Rússneskir herbloggarar hafa sagt frá því að ástandið sé alvarlegt suður af Orkihiv og að Úraínumenn hafi töluverða yfirburði þar, þegar kemur að stórskotaliði og geti látið sprengjum rigna yfir rússneska hermenn. Staðan tekin á gagnsókninni og framhaldinu Tvær skýrslur um gagnsóknina voru birtar á mánudaginn. Önnur þeirra var skrifuð af sérfræðingum bresku hugveitunnar RUSI, eða Royal United Services Institute. Það er elsta hugveita heimsins sem fjallar um hernað. Hugveitan var stofnuð árið 1831 af Arthur Wellesley, hertoganum af Wellington, sem barðist gegn Napóleon á sínum tíma. Í skýrslu RUSI segir að burtséð frá því hvort gagnsókn Úkraínumanna heppnist eða ekki, muni stríðið halda áfram og Úkraínumenn munu þurfa að reka Rússa frá öðrum svæðum Úkraínu. Því sé mikilvægt fyrir Úkraínumenn og bakhjarla þeirra á Vesturlöndum að læra af núverandi gagnsókn þeirra. Þjálfun úkraínska hermanna í Vesturlöndum þurfi einnig að taka mið af því hvernig Úkraínumenn berjist en ekki hvernig hersveitir Atlantshafsbandalagins séu þjálfaðar til að berjast. Úkraínumenn muni ekki berjast eins og NATO eftir nokkurra vikna þjálfun og án yfirráða í lofti. Höfundar skýrslunnar segja mikilvægt að bakhjarlar Úkraínu byrji að hugsa um veturinn og hvernig aðstoða megi Úkraínumenn fyrir hann og komandi gagnsóknir á næsta ári. Úkraínskur hermaður hvílir sig eftir bardaga við Rússa.AP/Libkos Greindu stöðuna Hin skýrslan var birt á vef War on the Rocks og var skrifuð af Michael Kkofman og Rob Lee. Þar er farið frekar yfir það hvernig gagnsóknin hefur farið fram í sumar og hvað Úkraínumenn muni þurfa í framhaldinu. Kofman og Lee segja meðal annars úkraínska herinn eiga erfitt með skipulag umfangsmikilla sókna og að samhæfa aðgerðir hersveita á víglínunni. Þrátt fyrir það hafi þeim vegna vel suður af Orkihiv. Þar hafa þeir ekki brotið sér leið í gegnum varnir Rússa en eru komnir langt inn í þær og eru að víkka opið hægt og rólega. Varnir Rússa eru hvað umfangsmestar á þessu svæði og báðar fylkingar hafa sent mikið af varaliði þangað. Ómögulegt er að vita hve stóran hluta af varaliði þeirra bæði Rússar og Úkraínumenn hafi sent í orrustu en Kofman og Lee segja útlit fyrir að flest allar sveitir Úkraínumanna taki nú þátt í bardögum. Svipað sé upp á teningnum hjá Rússum. Særður hermaður aðstoðaður.AP/Libkos Góður árangur hjá stórskotaliði Eins og áður segir breyttu Úkraínumenn tiltölulega fljótt um stefnu í gagnsókninni. Í stað þess að reyna að brjóta sér leið í gegnum varnir Rússa með stórum fylkingum skrið- og bryndreka, fóru Úkraínumenn að beita stórskotaliði og annarskonar langdrægum árásum til að grafa undan vörnum Rússa, ekki ósvipað og þeir gerðu í Kherson-héraði. Stýriflaugum var skotið að stjórnstöðvum Rússa á svæðinu og eldflaugum skotið að brúm, lestarstöðvum og öðru sem Rússar hafa notað til að flytja hergögn og liðsauka á svæðið. Þá hafa árásir verið gerðar á Kerch-brúnna, sem tengir Krímskaga við meginland Rússlands, með því markmiði að stöðva birgðaflutningar þar um. Þá hafa Úkraínumenn átt í stórskotaliðseinvígi við Rússa og hefðbundnu stórskotaliði og HIMARS-eldflaugum en það mun hafa skilað töluverðum árangri, eins og áður hefur komið fram. Á sama tíma hafa Úkraínumenn haldið þrýstingi á Rússa á víglínunni og hafa þeir sótt þar fram. Í skýrslu RUSI segir að við hefðbundnar aðstæður þurfi úkraínskir stórskotaliðshermenn að færa sig um set eftir að hafa hleypt af nokkrum skotum. Rússar hafi stundum svarað skothríð stórskotaliðs á eingöngu tveimur mínútum. Þannig sé staðan ekki í Sapórisjía. Úkraínumenn hafi verið með nákvæmar upplýsingar um staðsetningu rússnesk stórskotaliðs og hafi getað nýtt meiri drægni þeirra til árása sem Rússar hafa ekki getað svarað. Þá hafi skotfærastaða Úkraínumanna batnað til muna en það hefur meðal annars verið rekið til þess að Bandaríkjamenn hafa sent klasasprengjur til Úkraínu. Kofman og Lee segja þessar aðgerðir skipta meira máli upp á framhaldið en það hve stórt svæði Úkraínumenn frelsa. Úkraínumenn þurfi að draga verulega úr mætti Rússa á svæðinu, áður en þeir geta brotið sér leið í gegnum varnirnar þar. Hér að neðan má sjá notkun klasasprengja í Luhanskhéraði á dögunum. DPICM drops. https://t.co/OOP0yY47GB pic.twitter.com/jkde1Er74T— Def Mon (@DefMon3) September 5, 2023 Byggir á styrk Úkraínumanna Þessi leið byggir líka á styrk Úkraínumanna, samkvæmt Kofman og Lee, þó bakhjarlar þeirra vilji helst að þeir berjist öðruvísi. Úkraínskir hermenn vilja frekar eiga í tiltölulega fámennum árásum fótgönguliðs. Árásir sem þessar eru ekki líklegar til að gera gat á varnir Rússa en þær eru taldar draga verulega úr mannfalli meðal úkraínskra hermanna. Í skýrslunni segja þeir að hernaður eins og sá sem Úkraínumenn reyni nú að beita henti ekki í góðar fyrirsagnir en hann henti fyrir Úkraínumenn. Án yfirráða í lofti og gegn jafn umfangsmiklum vörnum og Rússar hafa byggt upp, sé erfitt að sækja fram í stórum fylkingum skrið- og bryndreka. Jarðsprengjusvæði Rússa eru samkvæmt Kofman og Lee helsti steinninn í götu Úkraínumanna en Rússar hafa notað mun fleiri jarðsprengjur en þjálfun þeirra og venjur segja til um. Meðal annars hafa Rússar staflað jarðsprengjum sem ætlað er að granda skriðdrekum, sérstaklega til þess að granda skriðdrekum sem búnir eru græjum til að komast í gegnum jarðsprengjusvæði. Hermenn stökkva ofan í skotgröf þegar sprengjur falla í kringum þá.AP/Libkos Rússneskir hermenn hafa þar að auki dreift jarðsprengjum sem hannaðar eru til að fella hermenn á meðal jarðsprengja fyrir skriðdreka, til að reyna að fella áhafnir bryn- og skriðdreka sem ekið er á jarðsprengjur. Þessi mikla notkun jarðsprengja hefur í för með sér að úkraínskir hermenn þurfa að fara hægt áfram þegar þeir sækja að skotgröfum Rússa. Þá er oft erfitt að flytja særða hermenn á brott eftir vel heppnaðar árásir, þar sem ekki reynist hægt að koma bryndrekum á svæðið. Það sama á við með að flytja bryn- og skriðdreka fram, til að styðja fótgönguliðið, sem og stórskotalið og loftvarnir. Fyrst þarf að mynda leið í gegnum jarðsprengjurnar. Wall Street Journal birti í gær myndband sem sýnir hvernig Úkraínumenn hafa fjölgað árásum sínum yfir Dnipróá. Þessar árásir hafa opinberað veikleika á vörnum Rússa á svæðinu. Í fréttinni má sjá myndefni frá þessum árásum, sem er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir að Rússar geti sent liðsauka þaðan til Sapórisjía. Jarðsprengjur minna vandamál í austri Þetta er minna vandamál í austri, við Bakhmut, þar sem Rússar hafa ekki haft nægilegan tíma til að koma jarðsprengjum fyrir eða byggja upp sambærilegar varnir. Hér að neðan má sjá myndband sem úkraínskir hermenn birtu í síðasta mánuði. Það sýnir árás úkraínskra hermanna á skotgröf Rússa nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu. Myndbandið sýnir úkraínskum skriðdrekum ekið að trjálínu og er dróni notaður til að finna rússneska hermenn og varpa reyksprengju. Áhafnir skriðdrekanna byrja þá að skjóta á Rússa. Þegar tuttugu sekúndur eru liðnar af myndbandi má sjá eldflaug skotið á loft frá Úkraínumönnum, þarna virðist vera um að ræða eldflaug sem dregur sprengiborða. Sá borði fellur svo til jarðar og er sprengdur en þannig á að myndast op í gegnum mögulegt jarðsprengjusvæði fyrir úkraínska hermenn sem sækja svo fram að skotgröfinni. Lengri útgáfa af myndbandinu sýnir hvernig Úkraínumenn notuðu dróna til að varpa sprengjum á rússneska hermenn í skotgröfunum og hvernig Úkraínumenn náðu tökum á svæðinu eftir skotbardaga í miklu návígi. Í suðri hafa þyrlur og drónar gert Úkraínumönnum erfitt að sækja fram. Þegar Úkraínumenn sækja fram njóta þeir minni verndar loftvarna og varna gegn drónum. Þannig hafa Rússar getað notað Ka-52 þyrlur og Lancet-3 sjálfsprengidróna til að gera árásir á úkraínska hermenn. Þyrlunum er flogið þar sem loftvarnir Úkraínumanna ná ekki til þeirra og er eldflaugum skotið úr þeim á bryn- og skriðdreka Úkraínumanna. Rússar berjast framarlega Þegar kemur að því að greina varnir Rússa segja þeir Kofman og Lee að rússneskir hermenn berjist oft fyrir framan sínar bestu varnarlínur og beiti kostnaðarsömum gagnárásum. Það hve Rússar hafi ákveðið að verjast framarlega hafi haft í för með sér að Úkraínumenn hafi getað látið sprengjum rigna yfir þá. RUSI segir að þar sem Rússar hafi misst mikið af stórskotaliði og forðist að fara of framarlega með fallbyssur sínar, hafi þeir reynt að nota einnig aðrar leiðir til að hægja á eða stöðva Úkraínumenn. Þar hafa Rússar meðal annars notað dróna og eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum. Þá eru notaðar sérstakar framvarðasveitir til að skjóta eldflaugum að sveitum Úkraínumanna. Þessir hermenn reyna að sitja fyrir hersveitum Úkraínumanna og granda bryn- og skriðdrekum. RUSI segir engan skort hjá Rússum með eldflaugar af þessu tagi en þá skorti hermenn sem geti og vilji vera í þessum framvarðsveitum. #Ukraine: A Russian logistics and gathering point was targeted by GMLRS strikes of the Ukrainian army near Myronivskyi, #Donetsk Oblast - as a result three supply trucks and a UAZ van were destroyed. pic.twitter.com/KisDqpWoEZ— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) September 5, 2023 Rússar hafa töluverðan mannafla á svæðinu en miklu munar á gæðum þessara hersveita. Víglínan í suðri er mönnuð af blönduðum hersveitum fótgönguliðs, landgönguliða, kvaðmanna og fangasveita en þær síðastnefndu manna framstöðvar varnarlínunnar. Landgönguliðarnir og annað fótgöngulið hefur verið notað til að halda bæjum og þorpum og til að gera gagnárásir gegn Úkraínumönnum. Kofman og Lee segja að lítill baráttuvilji hafi komið niður á vörnum Rússa en það sé mismunandi á milli sveita. Á meðan einhverjir flýja undan Úkraínumönnum hafi aðrir hermenn varist af hörku og gert gagnárásir. Stríðið ekki búið í bráð Sérfræðingar RUSI segja að stríðið mundi halda áfram inn í næsta ár og mikilvægt sé fyrir bakhjarla Úkraínumanna að tryggja að þeir geti fyllt upp í raðir sínar. Þá sé sömuleiðis mikilvægt að halda áfram að útvega Úkraínumönnum stórskotaliðsvopn og skotfæri, þar sem framsókn þeirra reiðir á yfirburði á því sviði. Til þess þurfi að auka framleiðslu á Vesturlöndum. Bæði á skotfærum og hlaupum fyrir fallbyssur. Þar að auki þurfi að rannsaka og þróa leiðir til að verja stórskotaliðsvopn frá rússneskum sjálfsprengidrónum. Sömuleiðis þurfi að finna leiðir fyrir Úkraínumenn til að finna jarðsprengjusvæði og komast í gegnum þau með nægilegum hraða. Einnig segja sérfræðingar hugveitunnar að breyta þurfi þeim aðferðum sem notaðar eru til að þjálfa úkraínska hermenn í Vesturlöndum. Sú þjálfun þurfi að taka meira mið af því hvernig Úkraínumenn berjast, í stað þess að mennirnir séu þjálfaði í aðferðum NATO. Þá þurfi að þjálfa Úkraínumenn betur í að samhæfa og skipuleggja stórar hernaðaraðgerðir. Í skýrslu RUSI segir að rússneskir hermenn verjist vel, þó þeir hafi hörfað víða. Þeir hafi gert það skipulega og bara að næstu varnarlínu, eins og fjallað hefur verið um hér ofar. Það sé þó ljóst að dregið hafi úr mætti þeirra og það muni halda áfram. Ólíklegt sé þó að varnir Rússa muni bresta heldur muni bæði Úkraínumenn og Rússar þurfa að hugsa um það að fylla upp í raðir sínar í vetur, fyrir áframhaldandi átök á næsta ári. Í skýrslunni segir að ráðamenn í Rússlandi vonist líklega til þess að Úkraínumenn muni halda að sér höndum í vetur og á sama tíma muni Rússar gera árásir á innviði Úkraínu á nýjan leik. Því þurfi að tryggja að Úkraínumenn muni hafa burði til að halda áfram að þrýsta á Úkraínumenn í vetur. Hermaður gægist upp úr skotgröf í austurhluta Úkraínu.AP/Libkos Áframhaldandi stuðningur mikilvægur Þeir Kofman og Lee segja líklegt að næstu vikur muni skipta sköpum og gagnsóknin í suðri velti á varaliði og baráttuvilja. Úkraínumenn muni þurfa að halda áfram að veikja stöðu Rússa en að endingu muni þeir þurfa að reyna að gera almennilegt gat á varnir Rússa og til þess þurfi stórar fylkingar bryn- og skriðdreka. Þá muni reyna á hve Úkraínumenn hafi grafið undan Rússum. Úkraínumenn muni einnig þurfa að eiga varalið tilbúið sem hægt er að senda í gegnum gatið, náist að mynda það. Þeir segja einnig að mikilvægt sé að halda áfram stuðningi við Úkraínu og auka hann. Hingað til hafi stuðningurinn verið nægjanlegur til að koma í veg fyrir ósigur Úkraínumanna en nú þurfi að aðstoða þá við að vinna. Ljóst sé þó að það muni taka tíma. Þetta verði líklega langt stríð.
Segja Kúbverja selda mansali og látna berjast í Úkraínu Kommúnistastjórnin á Kúbu segist hafa afhjúpað mansalshring sem hafi neytt kúbverska borgara til þess að berjast með Rússum í innrás þeirra í Úkraínu. Hringurinn hafi starfað bæði á Kúbu og í Rússlandi. 5. september 2023 14:58
Endurnýjar ekki kornsamning nema kröfum hans verði mætt Vladímír Pútín Rússlandsforseti ljær ekki máls á því að endurvekja samkomulag um kornflutning á Svartahafi nema vestræn ríki fallist á kröfur hans um tilslakanir fyrir Rússland. Geri þau það verði hægt að endurnýja samninginn á fáum dögum. 4. september 2023 14:37
Reznikov ekki lengur varnarmálaráðherra Úkraínu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur greint frá því að varnarmálaráðherrann Oleksii Reznikov hafi látið af embætti. Reznikov hefur farið fyrir varnarmálum Úkraínu frá því að innrás Rússa hófst en Selenskí segir nýrrar nálgunar þörf. 4. september 2023 06:56
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19