Sport

Þjálfarinn handtekinn með skotvopn eftir frækinn sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chris Eubank yngri vann góðan sigur um helgina.
Chris Eubank yngri vann góðan sigur um helgina. EPA-EFE/PETER FOLEY

Þjálfari Chris Eubank yngri var handtekinn á flugvelli í Manchester fyrir vörslu skotvopna í gær, degi eftir frækinn sigur breska boxarans.

Á laugardaginn sigraði Eubank Liam Smith í millivigtarbardaga í Manchester. Eubank hefndi þar með fyrir tapið fyrir Smith í byrjun ársins.

Morguninn eftir bardagann ætlaði þjálfari Eubanks, Brian McIntyre, að fljúga til Atlanta. Þangað komst hann ekki.

McIntyre var nefnilega handtekinn á flugvellinum í Manchester. Í tösku hans fannst hlaðin byssa.

McIntyre er enn í varðhaldi. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort McIntyre hafi komið með byssuna til Englands eða keypt hana þar.

Hinn handtekni McIntyre er einn virtasti boxþjálfarinn í bransanum. Auk Eubanks hefur hann meðal annars þjálfað Jamel Herring, Amir Khan og Terence Crawford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×