Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. september 2023 21:05 Þær Helga Vala og Kristrún segja báðar að brotthvarf þeirrar fyrrnefndu af þingi tengist ekki ósætti milli þeirra. Hafna þær sögusögnum af erjum innan flokksins. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Greint var frá því í dag að Helga Vala hafi tekið ákvörðun um að hætta á þingi og snúa sér alfarið að lögmennsku. Í helgarviðtali Morgunblaðsins var Helga Vala spurð hvort hún og Kristrún hafi ekki getað unnið saman, með vísan til fyrrgreindra sögusagna. „Ég er búin að heyra þetta allt. Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu,“ er haft eftir Helgu Völu. Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag.Vísir/Vilhelm Segist hún vera mikill Evrópusinni en ESB aðild er eitt af þeim málum sem sett voru á ís innan Samfylkingarinnar eftir að Kristrún tók við. Sama á við um baráttu fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem Helga Vala hefur sömuleiðis talað fyrir. „Mín útganga snýst bara ekkert um Kristrúnu. Og þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala ennfremur. Helga Vala hafnaði því að hún væri að snúa aftur í lögmennskuna þegar Vísir greindir frá endurnýjun réttinda hennar í lok ágúst. Í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 var Kristrún sömuleiðis spurð út brotthvarf Helgu Völu af þingi og hvort það hafi komið á óvart. „Ég held að allar svona ákvarðanir hafi aðdraganda,“ sagði Kristrún. „Ég vissi af því að lögmennskan væri búin að toga í hana í einhvern tíma, það eiga sér auðvitað stað einhver samtöl. En það eru alltaf tímamót þegar ákvörðun er loks tekin. Það verður ekki tekið af því að þetta er nýr veruleiki fyrir okkar þingflokk, hún hefur verið öflug samstarfskona og átt stóran skerf í okkar þingflokki.“ Kristrún tók við sem formaður flokksins í október á síðasta ári og hefur frá því breytt ýmsum áherslum.vísir/vilhelm Hún var einnig spurð hvort brotthvarfið væri mikið högg fyrir flokkinn. Kristrún hikaði örlítið en sagði: „Það verður ekki tekið af henni allt sem hún hefur verið gert. Við höfum verið mjög stolt af því sem hún hefur gert fyrir flokkinn, mikil baráttukona. Ég held að flestir Íslendingar þekki til hennar góðu vinnu. En verkefnin verða ekki tekin af okkur og maður þarf að vera vel mannaður og við erum með góðan varamann sem kemur inn í kjölfarið, hún Dagbjört (Hákonardóttir) og ég hef mikla trú á henni. Kristrún hafnar því að ágreingur þeirra tveggja hafi leitt til þess að Helga Vala sé nú hætt á þingi. „Ég held að hún hafi verið mjög skýr með þetta og to the point í morgun í Mogganum. Það er þannig að við erum öll með okkar með reynslu og fagsvið og ég held að það sé ekki óeðlilegt að fólk endurhugsi af og til hvað það sé að eyða tímanum sínum í. Í þessu tilviki var eitthvað annað sem togaði í hana og ég ber bara virðingu fyrir því,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Greint var frá því í dag að Helga Vala hafi tekið ákvörðun um að hætta á þingi og snúa sér alfarið að lögmennsku. Í helgarviðtali Morgunblaðsins var Helga Vala spurð hvort hún og Kristrún hafi ekki getað unnið saman, með vísan til fyrrgreindra sögusagna. „Ég er búin að heyra þetta allt. Fyrst átti þetta að vera milli hennar og Oddnýjar [G. Harðardóttur], en svo heyrði ég einhvern tala um að vinnustaðasálfræðingur hefði komið til aðstoðar vegna þess að mér og Kristrúnu kæmi ekki saman. Mér var a.m.k. ekki boðið í það partí og það hefur engum dottið í hug að spyrja mig hvort það væri fótur fyrir þessari sögu,“ er haft eftir Helgu Völu. Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag.Vísir/Vilhelm Segist hún vera mikill Evrópusinni en ESB aðild er eitt af þeim málum sem sett voru á ís innan Samfylkingarinnar eftir að Kristrún tók við. Sama á við um baráttu fyrir „nýju stjórnarskránni“ sem Helga Vala hefur sömuleiðis talað fyrir. „Mín útganga snýst bara ekkert um Kristrúnu. Og þótt það sé vinsælt að teikna upp þá mynd að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi, þá er það bara ekki rétt og brottför mín hefur ekkert með hana að gera,“ segir Helga Vala ennfremur. Helga Vala hafnaði því að hún væri að snúa aftur í lögmennskuna þegar Vísir greindir frá endurnýjun réttinda hennar í lok ágúst. Í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1 var Kristrún sömuleiðis spurð út brotthvarf Helgu Völu af þingi og hvort það hafi komið á óvart. „Ég held að allar svona ákvarðanir hafi aðdraganda,“ sagði Kristrún. „Ég vissi af því að lögmennskan væri búin að toga í hana í einhvern tíma, það eiga sér auðvitað stað einhver samtöl. En það eru alltaf tímamót þegar ákvörðun er loks tekin. Það verður ekki tekið af því að þetta er nýr veruleiki fyrir okkar þingflokk, hún hefur verið öflug samstarfskona og átt stóran skerf í okkar þingflokki.“ Kristrún tók við sem formaður flokksins í október á síðasta ári og hefur frá því breytt ýmsum áherslum.vísir/vilhelm Hún var einnig spurð hvort brotthvarfið væri mikið högg fyrir flokkinn. Kristrún hikaði örlítið en sagði: „Það verður ekki tekið af henni allt sem hún hefur verið gert. Við höfum verið mjög stolt af því sem hún hefur gert fyrir flokkinn, mikil baráttukona. Ég held að flestir Íslendingar þekki til hennar góðu vinnu. En verkefnin verða ekki tekin af okkur og maður þarf að vera vel mannaður og við erum með góðan varamann sem kemur inn í kjölfarið, hún Dagbjört (Hákonardóttir) og ég hef mikla trú á henni. Kristrún hafnar því að ágreingur þeirra tveggja hafi leitt til þess að Helga Vala sé nú hætt á þingi. „Ég held að hún hafi verið mjög skýr með þetta og to the point í morgun í Mogganum. Það er þannig að við erum öll með okkar með reynslu og fagsvið og ég held að það sé ekki óeðlilegt að fólk endurhugsi af og til hvað það sé að eyða tímanum sínum í. Í þessu tilviki var eitthvað annað sem togaði í hana og ég ber bara virðingu fyrir því,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Alþingi Vistaskipti Tengdar fréttir Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. 2. september 2023 12:48
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent