Innlent

Vill svör frá Lilju: „Auð­kýfingur með sér­­tæka dráp­­sýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Katrín Oddsdóttir, lögmaður True North tókust á í Pallborði Vísis.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Katrín Oddsdóttir, lögmaður True North tókust á í Pallborði Vísis. Vísir

Katrín Odds­dóttir, lög­maður fram­leiðslu­fyrir­tækisins True North, segist von­góð um að Al­þingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hval­veiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auð­kýfingur með sér­tæka dráp­sýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Ís­landi í rúst.

Katrín var gestur í Pall­borðinu í beinni út­sendingu á Vísi fyrr í kvöld á­samt Vil­hjálmi Birgis­syni, verka­lýðs­foringja og Andrési Jóns­syni, al­manna­tengli. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

Katrín segist vilja heyra álit Lilju Al­freðs­dóttur, við­skipta-og menningar­mála­ráð­herra á því sem muni gerast fyrir kvik­mynda­iðnaðinn hér á landi.

„Ef ein­hver myndi leggja fram frum­varp um af­nám of­boðs­legra úr­eltra laga, sem eru lög um hval­veiðar, sem eru það úr­elt að það er talað um að ef þú brýtur þau, þá skulirðu sektaður í silfur­krónum, þá held ég að það gæti nú verið ó­trú­legt hvað gæti komið upp úr kössunum.“

Skaut Andrés því inn í gríni að hann væri viss um að Kristján Lofts­son, eig­andi Hvals ehf, eigi silfur­krónur.

„Kristján Lofts­son á nefni­lega mikið af krónum og svo við ræðum það, á­stæða þess að hann getur borgað verka­fólki þessi himin­háu laun, er ein­mitt sú að hann er auð­kýfingur, en hann er auð­kýfingur með mjög sér­tæka dráp­sýki og á hann í al­vöru að fá að leggja þann mest ört vaxandi skapandi iðnað sem við eigum í landinu í rúst með því að fá á­fram að drepa þessi dýr? Ég segi nei.“

Búnaðurinn klár í maí

Svaraði Vil­hjálmur því þá að sér þætti það ekki mál­efnan­legt hjá Katrínu að tala um dráp­sýki Kristjáns. Ís­lendingar væru fisk­veiði­þjóð en svaraði Katrín þá að hvalir væru spen­dýr en ekki fiskar

„Katrín, það myndi ekki skipta þig neinu máli þó að þetta fyrir­tæki væri að skila hundrað milljörðum í hagnað. Það myndi ekki skipta þig neinu máli, þú ert bara á móti þessu og öll rök sem lúta að efna­hags­legum þáttum skipta þig ekki neinu máli.“

Vil­hjálmur sagði að hann væri að gæta hags­muni þeirra sem standi höllustum fæti á Ís­landi. Ó­fag­lært fólk hafi mögu­leika á að sækja sér miklar tekjur með hval­veiðum.

„Grund­vallar­at­riðið er að í 75. grein stjórnar­skrárinnar er skýrt kveðið á um at­vinnu­frelsi,“ sagði Vil­hjálmur. Hann segir búnað sem Svan­dís hafi borið fyrir sig í dag hafa verið til­búin í maí.

Hval­veiðar að verða pólitískara mál

Andrés Jóns­son, al­manna­tengill, segir hval­veiðar sögu­lega séð ekki hafa verið pólitískt mál. Á­stæða sé fyrir því að það hafi ekki verið tekið upp á Al­þingi.

Málið snúist um tvo and­stæða póla en meiri­hlutinn sé á milli, sam­mála Katrínu en líka Vil­hjálmi. Á sama tíma sýni kannanir að þjóðin sé að­eins að færast, yngri kyn­slóðir séu með­vitaðri um dýra­vernd og neyslu. Málið sé að verða pólitískara.

„Þó það sé rétt hjá Vil­hjálmi að hræðslu­á­róðurinn að hval­veiðar muni skemma fyrir okkur hafi ekki ræst, þá er það líka rétt hjá Katrínu, að það virkar ekki þannig þegar orð­spor skemmist, það tærist nefni­lega. Þegar máls­metandi fólk gagn­rýnir okkur, þá gerist þetta hægt og bítandi og þetta kemur ekki strax til baka.“

Andrés kveðst ekki telja að ríkis­stjórnin hafi verið í hættu vegna málsins. And­stæðingar Svan­dísar hafi þegið málið fegins hendi til að marka sér sér­stöðu eftir sex ára sam­starf með fólki sem hafi mjög ó­líkar skoðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×