Orri Steinn pollrólegur þegar í ljós kom að FCK myndi mæta Man Utd: „Ég sver það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 23:00 Orri Steinn Óskarsson og boltinn sem hann fékk til eignar eftir að skora þrjú gegn Breiðabliki. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson, framherji Danmerkurmeistara FC Kaupmannahafnar og nýliða í íslenska landsliðinu, mætti í útvarpsþáttinn „Veislan með Gústa B“ fyrr í dag. Á sama tíma var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og þar kom í ljós að FCK mætir liðinu sem Orri Steinn heldur með í enska boltanum, Manchester United. Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Orri Steinn hefur átt góðu gengi að fagna með FCK að undanförnu en ásamt því að skora þrennu gegn Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu þá skoraði hann á dögunum sitt fyrsta mark í efstu deild Danmerkur. Þá er hann eini fulltrúi Íslands í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Til að toppa þetta var hann valinn í íslenska landsliðshópinn sem kemur saman í byrjun septembermánaðar. Orri Steinn fer yfir sviðið í viðtalinu og ræðir meðal annars hvernig það var að mæta föður sínum í forkeppni Meistaradeild Evrópu þegar FCK mætti Blikum þar sem faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari. Feðgarnir fara yfir málinVísir/Hulda Margrét Umræðan snerist svo að Meistaradeildinni og þá kom í ljós að Orri Steinn var að horfa á dráttinn fyrir riðlakeppnina. Hann var spurður út í liðin sem FCK gæti mætt og nefndi hann þar flest af stærstu liðum Evrópu. Hann nefndi einnig Liverpool áður en hann dró það til baka enda Liverpool í Evrópudeildinni. Þá kom upp úr krafsinu að Orri Steinn er harður stuðningsmaður Manchester United og því varð uppi fótur og fit þegar í ljós kom að Man Utd og FC Kaupmannahöfn væru saman í riðli. „Við erum með Bayern München og Manchester United,“ sagði Orri Steinn salírólegur en segja má að Gústi B hafi verið töluvert spenntari fyrir því að Orri Steinn væri að fara mæta Man United heldur en Orri Steinn sjálfur. Klippa: Orri Óskars fær að keppa á móti United „Ég sver það,“ bætti Orri Steinn við aðspurður hvort hann væri að grínast. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira