Áttaði sig á því að börnin höfðu ekki fengið sömu upplifanir Máni Snær Þorláksson skrifar 31. ágúst 2023 20:38 Haraldur Þorleifsson segist spenntur fyrir því að sýna börnunum sínum Ísland. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, athafnamaður og forsprakki verkefnisins Römpum upp Ísland, vígði ramp númer átta hundruð á Egilsstöðum í dag. Hann segist hlakka til að geta sýnt börnunum sínum Ísland, það hafi ekki verið auðvelt áður en verkefnið hófst. „Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“ Félagsmál Múlaþing Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Sjá meira
„Ég á mjög fallegar minningar um að ferðast um landið með fjölskyldunni minni þegar ég var yngri,“ er haft eftir Haraldi í tilkynningu. Haraldur minnist þess til að mynda að upplifa langar sumarnætur í fallegri náttúru og fá sér pylsu í bæjarsjoppum landsins. „Ég áttaði mig á því fyrir nokkrum árum að börnin mín hafa ekki fengið þessar upplifanir,“ segir hann. „Við fjölskyldan höfum ekki getað ferðast um landið þar sem aðgengið hefur ekki verið nógu gott. Þúsundir aðrir einstaklingar og fjölskyldur eru í sömu stöðu. Mig hlakkar mikið til að byrja að sýna krökkunum fallega landið okkar.“ Frá vígslu átta hundraðasta rampsins á Egilsstöðum í dag.Aðsend „Ótrúlegur árangur“ Sem fyrr segir var átta hundraðasti rampurinn vígður á Egilsstöðum í dag. Ríkisstjórnin fundaði þar í dag og mætti á athöfnina að loknum ríkisstjórnarfundi. Þar héldu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ræður. „Römpum upp Ísland er dæmi um þann kraft sem hægt er að framkalla með samstarfi allra aðila en 800 rampar eru auðvitað ótrúlegur árangur,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningu. Átakið hafi ekki síður vakið fólk til meðvitundar um alla þá þröskulda sem finna má í samfélaginu. „Bæði áþreifanlega og óáþreifanlega, og hvernig við getum saman rutt þeim úr vegi til að tryggja jafnt aðgengi okkar allra.“ Fyrstu þúsund ramparnir á undan áætlun Verkefnið Römpum upp Ísland fór af stað árið 2022 með það að markmiði að bæta aðgengi um allt land. Upphaflega stóð til að byggja þúsund rampa á fjórum árum en nú stefnir í að fyrstu þúsund ramparnir verði kláraðir á næstu mánuðum. Sökum þess hve vel hefur gengið var ákveðið að hækka markmiðið um fimm hundruð rampa. Það var tilkynnt á blaðamannafundi í fyrra þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti stal senunni. Haraldur segir að lokum að það sé frábært að sjá móttökurnar við verkefninu eftir að það fór af stað. „Allt samfélagið hefur komið saman og það hefur skilað sér í þessum frábæra árangri.“
Félagsmál Múlaþing Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Sjá meira