Innlent

Skildi jeppann eftir á Ný­býla­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Jeppinn var skilinn eftir þvert yfir götuna.
Jeppinn var skilinn eftir þvert yfir götuna. Vísir/Vilhelm

Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu barst til­kynning í morgun um um­ferðar­ó­happ á Ný­býla­vegi í Kópa­vogi. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Þar kemur fram að öku­maður bílsins hafi skilið hann eftir og farið af vett­vangi áður en lög­reglu bar að garði. Ekki er nánari upp­lýsinga að fá um málið í dag­bókinni og hafði lögregla ekki frekari upplýsingar þegar eftir því var leitað.

Þegar ljós­myndara Vísis bar að garði var jeppanum lagt þvert yfir Ný­býla­veg. Hann var svo fjar­lægður af lög­reglu.

Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um umferðaróhappið frá lögreglu. Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×