Sjór gæti flotið upp og grjóti skolað á land í stórstreymi og óveðri Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 14:19 Fyrsta haustlægð ársins skellur á annað kvöld. Sjávarstaða gæti verið óvenjuhá þar sem veðrið hittir á stórstreymi. Vísir/Vilhelm Sjávarstaða gæti orðið óvenjuhá við sunnanvert landið þegar stórstreymt verður um það leyti sem gular stormviðvaranir taka gildi annað kvöld. Hætta er á að sjór fljóti upp á bryggjum og að grjóti skoli upp á vegi eða garða við þessar aðstæður. Gular viðvaranir fyrir landið sunnan- og vestanvert auk miðhálendisins taka gildi frá klukkan 21:00 annað kvöld. Spáð er sauðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Um hálftíma áður en fyrstu viðvaranirnar taka gildi verður flóð á suðvestanverðu landinu. Það verður stærsta útreiknaða stórstreymisflóð ársins samkvæmt viðvörun sem Landhelgisgæslan gaf út í morgun. Því megi gera ráð fyrir nokkuð þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni sem geri sjávarhæð mögulega hærri en útreikningar gefa til kynna. Hvatti Gæslan til aðgæslu við sjávarsíðuna og að eigendur skipa og báta í höfnum huguðu að þeim áður en flóðið og veðrið brestur á. Ölduspá Vegagerðarinnar sem gildi klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. september. Þá er gert ráð fyrir átta til tíu metra ölduhæð suðvestur af landinu.Vegagerðin Gætir helst við á sunnanverðu Reykjanesi Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar flóð, mikill vindur og lægð þetta nálægt landi leggist á eitt hafi það áhrif á sjávarhæð. Hún verði hærri fyrir vikið. Þó að versta veðrið verði ekki byrjað á flóði annað kvöld sé lægðin farin að nálgast. Þá geti áhlaðandi orðið þokkalega mikill. „Menn þurfa bara að vera vakandi fyrir því að sjávarstaðan sé kannski í hærri kantinum. Sumar bryggjur hafa farið upp undir dekkið þannig að það getur flotið upp einhvers staðar. Eins líka ef vindur stendur þannig beint upp á land getur það ýtt grjóti upp á garða og vegi sem liggja nálægt sjó,“ segir Óli Þór. Byggð við Faxaflóa og Vestmannaeyjar ætti að vera ágætlega varin í suðaustanáttinni. Áhrifanna af sjávarstöðunni gæti helst gætt á sunnanverðu Reykjanesi, til dæmis Grindavík. Þrátt fyrir að lægðin gangi tiltölulega hratt yfir landið má reikna með leiðinlegu veðri áfram um helgina. Óli Þór segir að ágætlega hvasst verði og þokkalega kröftugar skúrir. „Það verður alveg hressilegt veður alla helgina,“ segir hann. Veður Hafið Grindavík Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira
Gular viðvaranir fyrir landið sunnan- og vestanvert auk miðhálendisins taka gildi frá klukkan 21:00 annað kvöld. Spáð er sauðaustan hvassviðri eða stormi og rigningu. Um hálftíma áður en fyrstu viðvaranirnar taka gildi verður flóð á suðvestanverðu landinu. Það verður stærsta útreiknaða stórstreymisflóð ársins samkvæmt viðvörun sem Landhelgisgæslan gaf út í morgun. Því megi gera ráð fyrir nokkuð þungri öldu og áhlaðanda með suður- og vesturströndinni sem geri sjávarhæð mögulega hærri en útreikningar gefa til kynna. Hvatti Gæslan til aðgæslu við sjávarsíðuna og að eigendur skipa og báta í höfnum huguðu að þeim áður en flóðið og veðrið brestur á. Ölduspá Vegagerðarinnar sem gildi klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. september. Þá er gert ráð fyrir átta til tíu metra ölduhæð suðvestur af landinu.Vegagerðin Gætir helst við á sunnanverðu Reykjanesi Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar flóð, mikill vindur og lægð þetta nálægt landi leggist á eitt hafi það áhrif á sjávarhæð. Hún verði hærri fyrir vikið. Þó að versta veðrið verði ekki byrjað á flóði annað kvöld sé lægðin farin að nálgast. Þá geti áhlaðandi orðið þokkalega mikill. „Menn þurfa bara að vera vakandi fyrir því að sjávarstaðan sé kannski í hærri kantinum. Sumar bryggjur hafa farið upp undir dekkið þannig að það getur flotið upp einhvers staðar. Eins líka ef vindur stendur þannig beint upp á land getur það ýtt grjóti upp á garða og vegi sem liggja nálægt sjó,“ segir Óli Þór. Byggð við Faxaflóa og Vestmannaeyjar ætti að vera ágætlega varin í suðaustanáttinni. Áhrifanna af sjávarstöðunni gæti helst gætt á sunnanverðu Reykjanesi, til dæmis Grindavík. Þrátt fyrir að lægðin gangi tiltölulega hratt yfir landið má reikna með leiðinlegu veðri áfram um helgina. Óli Þór segir að ágætlega hvasst verði og þokkalega kröftugar skúrir. „Það verður alveg hressilegt veður alla helgina,“ segir hann.
Veður Hafið Grindavík Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Sjá meira